Einkavæðing bankanna kostar okkur 2-3000 milljarða

 

 Það ætlar að reynast íslensku þjóðinni dýrt að hafa einkavætt bankana.Fullyrða má,að ef bankarnir hefðu verið áfram í eigu ríkisins þá hefðu þeir ekki komist í þrot.Það var braskstefna einkabankanna,sem fór með þá,gegndarlausar lántökur erlendis til þess að fjármagna fjárfestingar erlendis.Umsvif bankanna voru orðin 12-föld þjóðarframleiðslan.Skuldsetning bankanna  erlendis var orðin svo mikil,að engin leið var fyrir bankana að greiða skuldirnar til baka.

Morgunblaðið segir í dag,aö

halli ríkissjóðs til ársloka 2011 verði nærri 470 milljörðum króna, gangi spá

Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) eftir. Þar af er gert ráð fyrir að halli ríkissjóðs árið 2009 nemi um 200 milljörðum króna. Hallinn verður fjármagnaður með útgáfu skuldabréfa og gæti vaxtakostnaður vegna útgáfunnar numið um 280 milljörðum króna. Heildarfjármögnunarþörf ríkisins á næstu árum nemur um 1.660 milljörðum, samkvæmt spá IMF.Að viðbættum vaxtakostnaði fer þetta  hátt í  2750 milljarða.Einkavæðing bankanna hefur því svo sannarlega orðið þjóðfélaginu dýrkeypt.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is IMF spáir 470 milljarða króna halla á ríkissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband