Lífeyrissjóðir vilja endurreisa fyrirtæki

Nokkrir stórir lífeyrissjóðir vinna nú að stofnun sérstaks fjárfestingasjóðs í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins.

Sjóðurinn, sem hefur verið nefndur Endurreisnarsjóður atvinnulífsins, verður stofnaður þannig að lífeyrissjóðirnir leggja honum til fjármagn sem fjárfestar. Endanleg upphæð liggur ekki fyrir en stofnféð gæti numið tugum milljarða króna. Ekki hefur verið rætt um aðkomu ríkisins að sjóðnum en viðmælendur blaðsins vilja þó ekki útiloka það. Undirbúningur að stofnun sjóðsins er hins vegar langt á veg kominn.

„Hugmyndin að þessum sjóði kviknaði mjög snemma á sérstökum neyðarfundum sem voru haldnir í kjölfar hruns bankanna,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Auk SA og stærstu lífeyrissjóðanna koma ASÍ og Viðskiptaráð einnig að stofnun sjóðsins.

„Hlutverk sjóðsins verður að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs,“ segir Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem hefur unnið að framgangi málsins fyrir hönd lífeyrissjóðanna. Líkast til verður sjóðurinn rekinn sem hlutafélag en samlagsfélagaformið hefur ekki verið útilokað. Honum er ekki ætlað að vera „björgunarsjóður“ heldur sjóður sem fjárfestir í fyrirtækjum með góða möguleika á ávöxtun.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að mörg fyrirtæki séu umkomulaus og hafi tapað eigin fé sínu. ASÍ hafi talið mikilvægt að hafin yrði vinna til að endurfjármagna lífvænleg og arðbær fyrirtæki.(mbl.is)

Það er athyglisvert,að nokkrir lífeyrissjóðir skuli vilja koma að endurreisn atvinnufyrirtækja í landinu. Það eru að sjálfsögðu hagsmunir lífeyrissjóðanna,að atvinnulífið rétti sem fyrst af.Þess vegna er það vissulega rétlætanlegt,að lífeyrissjóðir stofni sjóð til þess að taka þátt í atvinnuuppbyggingu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Vilja endurreisa fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband