Halli ríkissjóðs 150 milljarðar 2009

Halli ríkissjóðs mun aukast mikið á næsta ári og verða yfir 150 milljarðar króna samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var fyrst kynnt þann 1. október var hallinn áætlaður um 57 milljarðar króna. Vonir standa til að önnur umræða um fjárlög fari fram á Alþingi á mánudag.

Gert er ráð fyrir að tillögur ríkisstjórnarinnar um niðurskurð útgjalda og ný  tekjuáætlun verði lagðar fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis á morgun en samkvæmt tekjuáætluninni munu tekjur ríkissjóðs dragast saman um 70 til 80 milljarða króna á næsta ári.

Gert er ráð fyrir að hægt verði mjög á nokkrum stofnframkvæmdum á borð við byggingu nýs hátæknisjúkrahúss, lagningu Sundabrautar og uppbyggingu á nýrri fangelsisbyggingu við Litla-Hraun. Frekari áætlanir um niðurskurð verða kynntar af ríkisstjórn fljótlega.

Í fjárlagafrumvarpinu voru tekjur ríkissjóðs á næsta ári áætlaðar 450,5 milljarðar króna og útgjöld 507,4 milljarðar króna. Hallinn átti því að vera um 57 milljarðar króna.  (mbl.is)

 Þetta er mikill halli en nauðsynlegut til þess,að atvinnuleysi verði ekki enn meira  næsta ár en þegar er fyrirsjáanlegt. Ríkið mun auka einhverjar framkvæmdir til þess að draga úr atvinnuleysi.Ekki má skerða almannatryggingar eða sjúkrahúsin.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka Til baka


mbl.is Hallinn yfir 150 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrein eign lífeyrissjóðanna nemur 1636 milljörðum kr.

Lífeyrissjóðir landsmanna standa sterkir.Hrein eign sjóðanna nemur 1636 milljörðum kr.  í lok oktober.Ávöxtun sjóðanna hefur verið góð á undanförnum árum eða um 9% raunávöxtun á hverju ári sl. 5 ár.Þrátt fyrir þessa góðu raunávöxtun hefur lífeyrir til sjóðsfélaga ekki verið hækkaður.Vegna hruns bankanna rýrnuðu eignir lífeyrissjóðanna um 200 milljarða kr. Var það mest vegna hlutabréfaeignar í bönkunum en sem kunnugt er tapaðist allt hlutaféð í bönkunum.Nú fer fram umræða um lækkun  launa forstöðumanna og stjórnarmanna lífeyrissjóðanna en þessar greiðslur eru algerlega úr tengslum við kjör launafólks,sem heldur lífeyrissjóðunum uppi. Það þarf að mínu mati að skerra rösklega niður laun ráðamanna lífeyrissjóðanna.

 

Björgvin Guðmundsson


Björgvin ráðherra tekur rösklega á málum

Viðskiptaráðherra segir að eignir dótturfélaga bankanna erlendis verði ekki seldar nema rannsóknarhagsmunir verði tryggðir. Hann óttast ekki að yfirvöld í Lúxemburg hafni beiðni hans um gögnin þar sem þau hafi ríkra fjárhagslegra hagsmuna að gæta, m.a. vegna innistæðureikninga.(mbl.is)

Það er fagnaðarefni,að Björgvin ráðherra skuli taka rösklega á málum bankans í Luxemburg.Það þjónar rannsóknarhagsmunum Íslands að fá öll gögn frá Kaupþingi í Luxemburg og ekki kemur til greina að selja bankann fyrr en öll  nauðsynleg gögn þaðan hafa verið afhent.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Tekjur ríkisins lækka um 70-80 milljarða

Búast má við að tekjur ríkisins minnki um 70-80 milljarðar króna frá fyrstu umræðu fjárlaga í byrjun október. Þetta er samkvæmt nýrri tekjuáætlun ríkisins. Ríkisstjórnin áformar umfangsmiklar breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs. Menn binda enn vonir við að hægt verði að ræða fjárlögin á Alþingi á föstudag.

Samkvæmt dagskrá Alþingis er fundur í fjárlaganefnd þingsins klukkan sex í kvöld. Á þeim fundi stendur til að ríkisstjórnin kynni fyrir nefndinni breytingatillögur sínar við fjárlagafrumvarp næsta árs.

Eins og staðan er núna er allt eins víst að þær tillögur verði ekki tilbúnar á þessum tíma og þá frestist fundurinn þangað til í fyrramálið.

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í byrjun október. Síðan þá hefur allt breyst, bankahrun, neyðarlög og síðan samkomulagið við alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það er því von á umfangsmiklum breytingum á frumvarpinu af hálfu ríkisstjórnarinnar þar sem verulega á að hagræða í ríkisrekstrinum og skera niður.

Tekjufallið verður mikið en búast má við að tekjur ríkisins minnki úr 450 milljörðum í um 370 milljarða eða um 70-80 milljarða króna. Enn binda menn vonir við að ræða fjárlagafrumvarpið á Alþingi á föstudag en fjölmörg frumvörp bíða enn afgreiðslu, þeirra á meðal fjáraukalög þessa árs.(ruv.is)

Gæta þarf þess við endurskoðun fjárlagafrv, að skera ekki niður útgjöld til velferðarmála. Nú þegar atvinnuleysi eykst og kaupmáttur hrapar vegna verðbólgu er nauðsynlegt að velferðarkerfið standi sterkt.

Björgvin Guðmundsson

 


Aldraðir þurfa 282 þús. á mánuði

Hagstofan birti í dag niðurstöðu nýrrar neyslukönnunar sem sýnir meðaltals neysluútgjöld heimilanna í landinu.Samkvæmt henni nema meðaltals útgjöld einstaklinga (einhleypinga) kr. 281,860 á mánuði.Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík hafa ályktað að þegar lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum er ákveðinn eigi að miða við neyslukönnun Hagstofunnar.Samfylkingin hafði þessa viðmiðun einnig á stefnuskrá sinni fyrir síðustu kosningar.Lífeyrir aldraðra einhleypinga frá almannatryggingum er í dag aðeins 150 þús. kr. á mánuði.Það vantar því mikið upp á að þessu markmiði samtaka aldraðra og Samfylkingar verði náð.

Nýjasta neyslukönnun Hagstofunnar var gerð 2005-2007.Hún leiddi í ljós,að meðaltals neysluútgjöld einstaklinga væru kr. 235.275 á mánuði.Síðan hefur vísitala neysluverðs hækkað um  19,8% eða um kr 46.585.Alls gera það 281.860 kr.

 

Björgvin Guðmundsson


Forstjórar lífeyrisssjóðanna hafa tekið þátt í launaruglinu.Sá hæsti með 2,5 millj.á mán.

Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið 10% lækkun launa hjá stjórnarmönnum sjóðsins og æðstu stjórnendum frá næstu áramótum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins áforma stjórnir nokkurra helstu lífeyrissjóða einnig launalækkun en tölur hafa ekki verið ákveðnar. Forstjórar stærstu lífeyrissjóða landsins hafa verið með 20-30 milljónir króna í árslaun. Hæstu launin fékk Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, tæpar 30 milljónir króna, eða um 2,5 milljónir á mánuði á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Gildis, Árni Guðmundsson, var með 21,5 milljónir króna en 10% lækkun á því nemur rúmum 2 milljónum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hafa laun stjórnenda ekki verið tengd við árangur sjóðanna en raunávöxtun þeirra á síðasta ári var misgóð. Hún var neikvæð um 0,8% hjá stærsta sjóðnum, LSR, og frá 0% til 2,4% hjá fjórum stærstu sjóðum þar á eftir.(mbl.is)

Það er skammarlegt,að forstjórar stærstu lífeyrissjóðanna skuli vera með margföld laun ráðherra í laun á mánuði.Hvers vegna eru ekki þessir menn með 500 þús. á mánuði? Er það ekki nóg,þegar verkamenn hafa 150 þúsund  og þeir sem borga í lífeyrissjóðina og halda kerfinu upp þeir hafa ekki nema 150-300 þús. á mánuði í  laun.Þetta er til skammar og það dugar ekki að lækka launin um 10%.Það  verður að skera þetta rösklega nður.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Laun stjórnenda helstu lífeyrissjóða munu lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband