Hrein eign lífeyrissjóðanna nemur 1636 milljörðum kr.

Lífeyrissjóðir landsmanna standa sterkir.Hrein eign sjóðanna nemur 1636 milljörðum kr.  í lok oktober.Ávöxtun sjóðanna hefur verið góð á undanförnum árum eða um 9% raunávöxtun á hverju ári sl. 5 ár.Þrátt fyrir þessa góðu raunávöxtun hefur lífeyrir til sjóðsfélaga ekki verið hækkaður.Vegna hruns bankanna rýrnuðu eignir lífeyrissjóðanna um 200 milljarða kr. Var það mest vegna hlutabréfaeignar í bönkunum en sem kunnugt er tapaðist allt hlutaféð í bönkunum.Nú fer fram umræða um lækkun  launa forstöðumanna og stjórnarmanna lífeyrissjóðanna en þessar greiðslur eru algerlega úr tengslum við kjör launafólks,sem heldur lífeyrissjóðunum uppi. Það þarf að mínu mati að skerra rösklega niður laun ráðamanna lífeyrissjóðanna.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Sá merki hagfræðingur ,Gunnar Tómasson, sendi athugasemd á Eyjupistil Egils Helgasonar- í gær.  Þar upplýsti hann að allar líkur væri á að tap lífeyrissjóðanna eftir bankahrunið- væri um 25 % af eign þeirra.  Þetta metur hann m.a útfrá gögnum frá Seðlabanka Íslands. Þar af eru 200 milljarðar ísl kr innlent tap en aðrar 200 milljarðar erlent tap.  Þetta eru þeir lífeyrirssjóðir sem almenningur í þessu landi hefur sér til framfærslu á efri árum að starfi loknu.  Enginn bætir þeim skaðann. Þessu er öfugt farið hjá ríkisstarfsmönnum og konum svo ekki sé talað um ráðherra,þingmenn og æðstu embættismenn- skattgreiðendur eru látnir jafna allt hugsanlegt tap á þeim bænum að fullu.  Misréttið í lífeyrismálum þjóðarinnar er hróplegt og til skammar.  Og það er ekki nóg með að lífeyrir almennings sé á áhættumarkaði- heldur er til viðbótar lagt það ok á að örorkugreiðslur til sjóðfélaga rýrir enn frekar lífeyrirgreiðslur allra.Þir eru látnir reka einskonar tryggingastofnun- til viðbótar TR.

Ljóst má vera að hinn almenni lífeyrisþegi verður fyrir miklum skerðingum á lífeyri nú í kjölfar bankahrunsins og keppunnar .  Að jafna lífeyrismál meðal þjóðarinnar er stórmál að leiðrétta - stórpólitíksmál.  Það gengur illa að eyða eftirlaunaósómanum hjá Alþingismönnum- það lofar ekki góðu gagnvart jöfnuði...

Sævar Helgason, 10.12.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband