Skorið niður um 4 milljarða í almannatryggingum

Þeir Steingrímur J. Sigfússon (VG)  og Kristján Þór (D) tókust á í Kastljósi í kvöld um fjárlögin. Fram kom,að niðurskurður í almannatryggingum nemur 4 milljörðum.Lægstu bætur haldast óbreyttar að verðgildi en aðrar tryggingabætur lækka um 10% að raungildi.Steingrímur J. gagnrýndi þennan niðurskurð harðlega. Tekjuskattur hækkar um 1 prósentustig.Mest er skorið niður í vegaframkvæmdum en einnig er mikið skorið niður í ráðuneytunum.

Spurning er sú hvort harkalegur niðurskurður hefnir sín í auknu atvinnuleysi og auknum bótum á öðrum sviðum,atvinnuleysisbótum og framfærslubótum hjá sveitarfélögum.

 

Björgvin Guðmundsson 


Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson á móti útsvarshækkun

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, leggst gegn því að borgarstjórn hækki útsvar þrátt fyrir að stjórnvöld heimili sveitarfélögum slíkar hækkanir. Fram kom í fréttum í dag að sveitarfélög fá heimild til að hækka útsvar um 0,5% til að mæta aðsteðjandi vanda í efnahagslífinu.

„Ég er ekki hlynntur því og tel að það sé nóg búið að leggja á heimilin í landinu að við förum ekki að hækka okkar skatta," segir Vilhjálmur. Hann segir nauðsynlegt að finna aðrar leiðir til að komast út úr þeim vanda sem steðjar að.

„Vandi heimilanna er mikill og það er varla á bætandi. Það er verið að hækka tekjuskattinn sem er hluti af staðgreiðslunni. Það mun hafa áhrif og við verðum að finna aðrar leiðir til að leysa okkar mál," segir Vilhjálmur. Hann segir jafnframt að borgin geti ekki hækkað gjöld vegna ýmissar þjónustu.

Vilhjálmur segir að unnið sé að því nánast dag og nótt að finna leiðir til þess leysa þann vanda sem borgin á við að etja vegna stöðunnar í efnahagsmálum. „Og við kannski búum betur en mörg önnur sveitarfélög og ekki síst vegna þess að við höfum verið að stýra okkar fjármálum vel og við búum að því núna," segir Vilhjálmur. Hann segir að borgin hafi ef til vill meira svigrúm en önnur sveitarfélög til að mæta þessum áföllum. (visir.is)

Ég skil vel afstöðu Vilhjálms. Það er erfitt hjá heimilunum í borginni og í landinu öllu. Skattahækkanir eru ekki það sem borgarbúar þurfa núna.

 

Björgvin Guðmundsson

 



Þarf að stokka upp stjórnina?

Það eru mikil umbrot í   íslensku samfélagi í dag.Almenningur er óánægður og margir reiðir vegna hruns bankanna og óðaverðbólgu.Lífskjörin hafa hrapað niður. Atvinnuleysi eykst mikið.Enginn vill axla ábyrgð.Ef ríkisstjórnin bregst ekki við þessu ástandi með  því að axla pólitíska  ábyrgð getur soðið upp úr  hjá almenningi.Ríkisstjórnin á tvo kosti í stöðunni: Hún getur stokkað stjórnina upp,látið einhverja ráðherra hætta og tekið nýja inn eða tilkynnt,að hún hafi ákveðið að láta kjósa til alþingis seint í vetur eða næsta vor. Ríkisstjórnin reynir að vinna  tíma.Hún vill gera sem mest til þess að bæta ástandið áður en hún velur annan kostinn,sem nefndur var hér að framan.En ég  held hún eigi aðeins þessa tvo kosti.

 

Björgvin Guðmundsson


Velferðarkerfið varið

Við endurskoðun fjárlagafrv. fyrir næsta ár hefur Samfylkingin  lagt áherslu á að verja velferðarkerfið.

Á heimasíðu Samfylkingarinnar er fjallað um fjárlagafrumvarpið.Þar segir svo:

"Staðinn er vörður um áður kynntar kjarabætur til millitekju og láglaunahópa, bæði í formi hækkaðra barnabóta og vaxtabóta.

Lággmarks framfærslutrygging lífeyrisþega hækkar um 19,9% úr 150 þúsund krónum í 180 þúsund og hafa kjör verst settu lífeyrisþeganna aldrei verið hærri í samanburði við lægstu laun í landinu. Aðrar bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur hækka um 9.6% frá 1. janúar.

Áætlun um uppbygging í þágu aldraðra, m.a. á 400 nýjum hjúkrunarrýmum og 380 rýmum til að útrýma fjölbýlum verður óbreytt. Frítekumark öryrkja og aldraðra verður hækkað í tæp 110 þúsund og aðrar kjarabætur lífeyrisþega undanfarið ár munu standa, m.a. afnám makatenginga, frítekjumörk öryrkja vegna lifeyrissjóðstekna, 25.000 kr. lífeyristrygginga ofl. Um áramótin verða skerðingar vegna séreignarsparnaðar lífeyrisþega afnumdar.Mikilvægt er að vita að frítekjumark 70 ára og eldri verður eins og hjá öðrum, í stað ótakmarkaðs áður og að framvegis munu fjármagnstekjur koma 100% til skerðingar í stað 50% áður. 90.000 kr frítekjumark vegna fjármagnstekna mun gilda fyrir alla.

Rekstur velferðarsviða almannaþjónustunnar (framhaldsskólar – sjúkrahús – heilsugæslustöðvar) verða fyrir óverulegum skerðingum svo og málefni fatlaðra.

Þessi stefnumörkun Samfylkingarinnar að verja kjör þeirra sem minnst hafa á sama tíma og laun eru almennt að lækka í samfélaginu, sérstaklega hjá þeim hæstlaunuðu, mun skila sér í auknum launajöfnuði í samfélaginu.  Það er mikilvægt, þó auðvitað vilji menn frekar sjá jöfnun uppá við fremur en niður á við.  Það verður að koma seinna."

Björgvin Guðmundsson 


Tekjuskattur hækkaður um 1 prósentustig

Vörður verður staðinn um velferð, menntun og löggæslu segir ríkisstjórnin, þrátt fyrir 45 milljarða króna niðurskurð á fjárlagafrumvarpinu, sem forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra kynntu á blaðamannafundi í morgun.

Fjárlagafrumvarpið var lagt fram 1. október síðastliðinn en mikið hefur breyst frá þeim tíma. Ef frumvarpið hefði farið í gegn um þingið óbreytt samþykkt óbreytt þýddi það halla á ríkissjóði upp á 215 milljarða.

Við því þurfti að bregðast - fjárlagafrumvarpinu hefur því verið breytt og þær breytingar voru kynntar í morgun.

Til að auka tekjur verður tekjuskattur einstaklinga hækkaður um 1 prósentustig - fer úr 22,75% í 23,75%. Það eykur tekjur ríkissjóðs um 7 milljarða. Sveitarfélögin fá einnig heimild til að hækka útsvar sitt um hálft prósentustig.

En það þarf líka að spara. Dregið verði úr framkvæmdum um 11 milljarða, dregið úr rekstrarkostnaði sem nemur 13 milljörðum.  

Gert er ráð fyrir almennum samdrætti í rekstri ráðuneyta - hann verði á bilinu 5-7%.  Helmingur af sparnaði í nýframkvæmdum verður í vegagerð, sem þýðir að væntanlega verður hætt við framkvæmdir upp á 5,5 milljarða króna.

Frestað verður að kaupa nýja flugvél og varðskip til landhelgisgæslunnar, dregið verður úr fjölgun leiguíbúða og húsbyggingingu á vegum stofnunar Árna Magnússonar verður slegið á frest. Og svo eru það tilfærslurnar eins og það er orðað, sem snúa að ýmsum bótagreiðslum. Þar segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, að það eitt hafi verið haft að markmiði að vernda þá sem hafi lökustu kjörin. Passað verði upp á þá og líka þá sem eru með þunga framfærslu eins og ungt fólk með börn. Þar að leiðandi verði ekkert hróflað við barnabótunum og
vaxtabótunum.

Þrátt fyrir mikinn niðurskurð nú er ljóst að frekari aðgerða er þörf. Um það sagði forsætisráðherra að það væri ekkert ósennilegt að það verði blandað saman einhverri tekjuöflun og niðurskurði þegar þurfi að ganga lengra. (mbl.is)

Þeir,sem verst eru staddir fá fullar verðlagsuppbætur á bætur almannatrygginga en hinir fá nokkra raunskerðingu þar eð  bætur þeirra hækka ekki alveg í samræmi við verðbólgu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Ætlar enginn að axla ábyrgð?

Svo virðist,sem enginn ætli að axla ábyrgð af falli allra stærsu bankanna,hruni alls fjármálakerfisins.Bankastjórarnir vísa á stjórnvöld og Seðlabanka.Seðlabankinn vísar á ríkisstjórn og Fjármálaeftlrlit vill enga ábyrgð taka.Það vísar hver á annan og síðar vísa flestir á hina alþjóðlegu fjármálakreppu. En allir framangreindir aðilar bera ábyrgð á því hvernig komið er.

Bankastjórar og bankaráð bera mestu ábyrgðina. Þeir kepptu að því að þenja bankana út  og fjárfesta sem mest erlendis. Stærð bankanna var orðin 10-föld þjóðarframleiðslan.Bankastjórarnir skuldsettu bankana svo mikið erlendis,að engin leið var að greiða þessi lán öll til baka.Þeir eftirlitsaðilar,sem áttu að taka í taumana,brugðust. Þeir sváfu á verðinum.Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið (FME) höfðu tæki til þess að stöðva útþenslu bankanna en gerðu ekkert í málinu.Bankastjórar og forstjóri FME eiga því að víkja.Þeir verða að axla ábyrgð.Ríkisstjórn þarf einnig að axla ábyrgð. Það gerir hún best með því að láta kjósa til alþingis.Þá leggur hún mál sín í dóm þjóðarinnar.Það þarf að tilkynna  fljótlega,að stjórnarflokkarnir séu sammála um   að láta kjósa næsta vor.Ef til vill þarf að kjósa fyrr en í síðasta lagi næsta vor.

 

Björgvin Guðmundsson


Bæta þarf kjör þeirra eldri borgara,sem verst eru staddir

Mörgum mun hafa komið á óvart,að neysluútgjöld einstaklinga væru komin í 282 þúsund kr. á mánuði.En samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar,sem birt var í gær, er svo.Neyslukönnun Hagstofunnar er eina könnunin,sem gerð er af opnberum aðilum um framfærslukostnað.Þess vegna hafa samtök eldri borgara hér landi miðað við þessa könnun í kröfugerð sinni um hækkun á lífeyri aldraðra.Samfylkingin  gerði það einnig fyrir síðustu alþingiskosningar. Flokkurinn sagði,að hækka ætti lífeyri aldraðra í sem svaraði neysluútgjöldum aldraðra  í áföngum.Það vill segja,að  samkvæmt kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar á lífeyrir aldraðra einstaklinga að hækka í 282 þús. á mánuði  í áföngum.Þetta á við þá eldri borgara,sem ekki hafa aðrar tekjur en lífeyri frá almannatryggingum.Þetta er tiltölulega lítill hópur og því ekki dýrt fyrir ríkið að leiðrétta kjör þessa hóps.Í dag hafa þessir lífeyrisþegar 130 þús á mánuði eftir skatta.Það er skammarlega lágt.Miðað við húsnæðiskostnað í dag verður lítið eftir fyrir brýnustu nauðsynjum eins og matvörum,fatnaði,síma,sjónvarpi,tölvutengingu o.fl. Þessir eldri borgarar geta ekkert veitt sér  á þessum smánarlegu kjörum.Og athugið,að það var búið að ákveða þessi smánarlegu kjör áður en kreppan skall á.Við skulum leiðrétta þetta og skera niður einhvern óþarfa í staðinn. Það er af nógu að taka í því efni.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 11. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband