Bæta þarf kjör þeirra eldri borgara,sem verst eru staddir

Mörgum mun hafa komið á óvart,að neysluútgjöld einstaklinga væru komin í 282 þúsund kr. á mánuði.En samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar,sem birt var í gær, er svo.Neyslukönnun Hagstofunnar er eina könnunin,sem gerð er af opnberum aðilum um framfærslukostnað.Þess vegna hafa samtök eldri borgara hér landi miðað við þessa könnun í kröfugerð sinni um hækkun á lífeyri aldraðra.Samfylkingin  gerði það einnig fyrir síðustu alþingiskosningar. Flokkurinn sagði,að hækka ætti lífeyri aldraðra í sem svaraði neysluútgjöldum aldraðra  í áföngum.Það vill segja,að  samkvæmt kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar á lífeyrir aldraðra einstaklinga að hækka í 282 þús. á mánuði  í áföngum.Þetta á við þá eldri borgara,sem ekki hafa aðrar tekjur en lífeyri frá almannatryggingum.Þetta er tiltölulega lítill hópur og því ekki dýrt fyrir ríkið að leiðrétta kjör þessa hóps.Í dag hafa þessir lífeyrisþegar 130 þús á mánuði eftir skatta.Það er skammarlega lágt.Miðað við húsnæðiskostnað í dag verður lítið eftir fyrir brýnustu nauðsynjum eins og matvörum,fatnaði,síma,sjónvarpi,tölvutengingu o.fl. Þessir eldri borgarar geta ekkert veitt sér  á þessum smánarlegu kjörum.Og athugið,að það var búið að ákveða þessi smánarlegu kjör áður en kreppan skall á.Við skulum leiðrétta þetta og skera niður einhvern óþarfa í staðinn. Það er af nógu að taka í því efni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband