Mánudagur, 15. desember 2008
Fjársterkur aðili stöðvaði frétt í DV
Reynir Traustason, ritstjóri DV segist íhuga málsókn gegn Ríkissjónvarpinu vegna upptöku af trúnaðarsamtali hans við undirmann sinn sem spiluð var í Kastljósi í kvöld. Reynir segist jafnframt munu meta eigin stöðu vegna málsins og ef hann meti það svo að hann skaði DV muni hann segja af sér ritstjórn.(mbl.is)
Upptakan sem birt var í Kastljósi leiðir í ljós,að einhver voldugur aðili krafðist þess,að frétt um Sigurjón Árnason fyrrv. bankastjóra Landsbankans yrði stöðvuð.Reynir Traustason ritstjóri varð við kröfunni og stöðvaði fréttina.Blaðamaðurinn,sem skrifaði fréttina er hættur á DV.Hann kvaðst hafa orðið að segja frá þessu og lét Kastljós fá upptökuna.
Hér er alvarlegt mál á ferðinni. Það er staðfest hér,að einhver peningamaður hótar dagblaði og hótunin dugar til þess að frétt er stöðvuð.Þetta er ógnun við prentfrelsið,ógnun við tjáningarfrelsið.Ég er hissa á því að ritstjóri DV skyldi láta kúga sig.Það er síðan önnur saga,að blaðamaðurinn átti ekki að taka upp trúnaðarsamtal og birta í RUV.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Íhugar málsókn gegn Kastljósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 15. desember 2008
Þjóðnýting tapsins hjá RUV
Ríkisútvarpið ohf. fær tæplega 200 milljóna króna aukafjárveitingu samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag.
Annars vegar er um að ræða 122,8 milljónir svo unnt sé að afskrifa jafnháa kröfu ríkissjóðs á RÚV ohf. Um er að ræða skuld sem myndaðist fyrstu mánuði ársins 2007 áður en stofnuninni var breytt í hlutafélag í eigu ríkissjóðs. Markmiðið með aðgerðinni er að eiginfjárhlutfall hlutafélagsins nái að verða 15% í stofnefnahagsreikningi þess.
Við aðra umræðu fjáraukalaga ársins 2006 var veitt 625 milljóna króna heimild í sama tilgangi. Samanlagt nema afskriftir skulda RÚV við ríkissjóð árin 2006 og 2007, 747,8 milljónum króna.
Þá fær RÚV ohf., samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi nú, viðbótarframlag upp á 74 milljónir króna þar sem afnotagjöld voru hækkuð um 5% 1. ágúst 2008. Er þá áætlað að afnotagjöld skili RÚV 2.990 milljónum króna á þessu ári.
Loks er í frumvarpi til fjáraukalaga sótt um heimild til að skuldbreyta 563 milljóna króna skammtímaskuld RÚV við ríkissjóð í langtímalán. Samkvæmt heimildinni verður eftirstöðvum af skuldum RÚV ohf. við ríkissjóð breytt í skuldabréf til 15 ára sem ber fasta vexti, auk verðtryggingar.
(mbl.is) Fjárhagur RUV er mjög slæmur. Og ekki hefur hann batnað nema síður sé við að breyta stofnuninni í einkahlutafélag. Ekki verður séð' að neina nauðsyn hafi borið til þessarar breytingar. Eðlilegast væri að breyta félaginu til baka.Éf félagið´ á sem einkahlutafélag að standa sem mest á eigin fótum getur ekki talist eðlilegt að afskrifa skuldir RUV í stórum stíl.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Afskrifa 123 milljóna skuld RÚV við ríkissjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 15. desember 2008
Fresta ber stofnun Sjúkratryggingarstofnunar
Mánudagur, 15. desember 2008
Viðskiptaráð vill sækja um aðild að ESB
Stjórn Viðskiptaráðs Íslands mælist til þess að þegar í stað verði skilgreind samningsmarkmið og að sótt verði um aðild að ESB í kjölfarið. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar ráðsins sem samþykkt var í liðinni viku.
Þar segir að í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi í efnahagsmálum þjóðarinnar sé mikilvægt að opin umræða um lausnir á efnahagsvandanum eigi sér stað og að þar verði tilteknir valkostir ekki útilokaðir.
Í þessu sambandi verði ekki hjá því litið að raunverulegir efnahagslegir kostir fylgi aðild að Myntbandalagi Evrópu og Evrópusambandinu. Þeir kostir verði ekki skoðaðir til hlítar nema með aðildarumsókn.(ruv.is)
Það skiptir miklu máli fyrir framgang þess máls,sem hér um ræðir hver afstaða Viðskiptaráðs er.
Jákvæð afstaða Viðskiptaráðs til ESB getur haft mikil áhrif.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 15. desember 2008
Alþingi orðin afgreiðslustofnun
Undanfarið hefur gagnrýni á störf og þróun alþingis aukist.Alþingi hefur oft verið eins og afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórn hverju sinn. Og þetta hefur aukist í tíð núverandi stjórnar vegna mikils þingmeirihluta hennar.Eftir hrun bankanna og setningu neyðarlaganna hefur verið mikill hraði á afgreiðslu laga á alþingi. Það hefur verið réttlætt með því,að nokkurs konar neyðarástandi ríkti í landinu og hafa yrði hraðar hendur við afgreiðslu nýrra laga til þess að bjarga því sem bjargað yrði.
Það sem einkennir störf alþingis í dag og undanfarin misseri er þetta: Framkvæmdavaldið vinnur öll frumvörp,sem samþykkja á og leggur málin fullsköpuð fyrir alþingi.Stundum er tíminn svo knappur að ný frumvörp renna á færibandi gegnum þingið og ekki er einu sinni unnt að vanda vinnubrögð við afgreiðslu þeirra. Þingið bíður oft aðgerðarlaust dögum saman eftir að ráðuneytin ljúki vinnu við frumvörp og síðan eru málin afgreidd á handahlaupum. Þetta vinnulag gengur ekki. Og það gengur ekki að alþingi sé aðeins afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið. Hér verður að gera róttækar breytingar á. Páll Magnússon,Framsókn,kom með þá athyglisverðu tillögu í útvarpsþætti um helgina,að fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytis væri flutt niður í þing.Kvað hann slíka breytingu mundu gerbreyta málum og bæta stöðu þingsins. Þetta er góð tillaga.Það verður að gera þingið virkara í allri frumvarpagerð og fjárlagafrumvarpið er ef til vill mikilvægasta frumvarp þingsins. Ef unnið yrði að gerð þess og undirbúningi í þinghúsinu mundi að skapa mikla breytingu.
Í umræðunni um hlut alþingis hefur einnig verið rætt um ýmsar róttækari tillögur um breytingar á framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi. Rætt hefur verið um að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu og að láta ráðherra víkja af alþingi við skipan í ríkisstjórn. Ekki er ég hrifinn af hugmynd um beina kosningu forsætisráðherra. En hins vegar mætti gjarnan taka það upp að ráðherrar létu af þingmennsku við skipan í stjórn.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 15. desember 2008
Kvótann í hendur þjóðarinnar strax
Samfylkingin lagði kvótamálið til hliðar fyrir síðustu kosningar.Ég var mjög óánægður með það.Ég tel,að kvótamálið sé stærsta og mikilkvægasta mál Samfylkingarinnar.Það er mesta réttlætismálið að leiðrétta kvótakerfið.Við endurskoðun stjórnarsáttmálans verður kvótamálið að vera eitt stærsta málið.
Nú verður þessu lífshagsmunamáli þjóðarinnar ekki frestað lengur. Þjóðin verður strax að innkalla allar veiðiheimildir,taka þær í eigin hendur og úthluta þeim á ný gegn gjaldi sem rennur í ríkissjóð eða bjóða Þær upp.Skuldir útgerðarinnar,7-800 milljarðar eru í ríkisbönkunum.Ríkið á allar veiðiheimildir en það á einnig skuldir útgerðarinnar. Það má hugsa sér að liðka eitthvað til fyrir útgerðinni þegar veiðiheimildirnar eru kallaðar inn. En það þolir enga bið að það verði gert. Þjóðin þarf að nýta allar auðlindir sínar.Ríkissjóður þarf á fjármunum að halda.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 15. desember 2008
Ríkisstjórnin tekur tillit til almennings
Ummæli Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde um helgina um hugsanlegar breytingar á ríkisstjórninni benda til þess að leiðtogar stjórnarinnar ætli að taka tillit til
óska almennings. Fréttablaðið hefur sagt,að breytinga á ríkisstjórninni sé að vænta um áramót. Ekkert hefur þó verið staðfest í þessu efni.
Það er ákveðin krafa almennings,að gerðar verði breytingar.Aðalkrafan er sú,að efnt verði til kosninga næsta vor eða fyrr. Aðrar kröfur eru þær að breytingar verði gerðar á yfirstjórn Seðlabanka og FME.Sumir vilja, að gerðar séu breytingar á ríkisstjórn,t.d. hefur forseti ASÍ sett fram þá kröfu.
Ingibjörg Sólrún sagði um helgina,að búast mætti við breytingum á yfirstjórn Seðlabanka,FME og á ríkisstjórn.Ég fagna því,ef svo verður,þar eð þá eru menn að axla ábyrgð.Svo alvarlegir hlutir hafa gerst í íslensku samfélagi ,að þeir sem bera ábyrgðina verða að axla ábyrgð.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 15. desember 2008
Álveri við Bakka frestað.Hætt við stækkun í Straumsvík
Rio Tinto Alcan er hætt við fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Einnig er ljóst að fyrirhuguð bygging álvers á Bakka verður ekki á dagskrá næstu árin. Landsvirkjun og Þeistareykir hf. hafa samþykkt að ganga til könnunarviðræðna við áhugasama orkukaupendur. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Jacynthe Côté, forstjóri Rio Tinto Alcan, tilkynnti Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra þá ákvörðun á miðvikudag að ekkert yrði af fjörutíu þúsund tonna stækkun álversins í Straumsvík. Fyrirtækið ætlaði að stækka álverið á næsta ári innan byggingarreits samkvæmt gildandi deiliskipulagi Hafnarfjarðar. Framleiðslugeta álversins átti þannig að fara úr 185 þúsund tonnum í 225 þúsund tonn. (mbl.is)
Þetta eru slæmar fréttir.Ég gerði mér vonir um að framkvæmdir við stækkun álvers í Straumsvík og bygging álvers við Bakka mundu geta hjalpað okkur í kreppunni en nú þurfum við á öllum nýjum framkvæmdum að halda. En mikil verðlækkun á áli og rekstrarerfiðleikar Rio Tinto Alcan setja strik í reikninginn.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Hætt við stækkun í Straumsvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |