Föstudagur, 19. desember 2008
Krónan telur Bónus (Haga) ítrekað hafa misbeitt markaðsráðandi stöðu sinni
Aðspurður segir hann niðurstöðu samkeppniseftirlitsins fyrst og fremst vera fagnaðarefni fyrir neytendur þar sem hún muni stuðla að mun heilbrigðari samkeppni á smásölumarkaðnum.
Það gengur ekki til lengdar og er allt of mikil einföldun að halda því fram að sala undir kostnaðarverði komi neytendum til góða. Það liggur alveg í augum uppi að slíkur rausnarskapur er útilokaður til lengdar og auglýstir slíkir viðskiptahættir eru fyrst og fremst ætlaðir til að beita aðra minni aðila því fjárhagslega ofurefli sem fylgir markaðsráðandi stöðu. Það er þess vegna sem neytendasamtök og samkeppnisyfirvöld um allan heim leyfa markaðsráðandi aðila ekki að stunda slík undirboð, segir Eysteinn.(mbl.is)
Það var vitað áður,að Bónus (Hagar) væru með stærsta hluta matvörumarkaðarins og í markaðsráðandi stöðu.Spurningin var aðeins sú hvort Bónus hefði misbeitt stöðu sinni.Samkeppniseftirlitið telur,að svo hafi verið.Þeim úrskurði verður sjálfsagt áfrýjað.Það hefur lengi verið stefna Bónus,að vera ávallt með lægsta verð.Þess vegna kom það ekki á óvart,að Bónus lækkaði verð sitt niður fyrir verð Krónunnar.Var það gert til þess að fylgja þessui yfirlýsta stefnumiði verslunarinnar eða til þess að knésetja Krónuna?Ég veit það ekki enég reikna ekki með því,að Bónus hafi talið sig geta knésett Kaupás með því að lækka verð á mjólk.´´Eg hallast því að því að Bónus hafi verið að framfylgja því stefnumarki sínu að vera alltaf með lægsta verð. En ef til vill er ólöglegt að hafa slíkt stefnumið?
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Kemur ekki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 19. desember 2008
Færeyska lögþingið samþykkir lánið til Íslands
Færeyska lögþingið samþykki 300 milljóna danskra króna gjaldeyrislán til Íslendinga í dag. Fyrstu tvær umræður um frumvarp um lánið fóru fram í fyrradag en enginn tók til máls utan fjármálaráðherra og samþykkt var einróma að vísa frumvarpinu áfram til þriðju umræðu sem fram fór í dag án þess að það færi til fjárlaganefndar þingsins.
Landsstjórn Færeyja samþykkti í október að veita Íslendingum lán vegna efnahagshrunsins hér. Allir stjórnmálaflokkar í Færeyjum stóðu að þeirri samþykkt og samkvæmt upplýsingum mbl.is varð það einnig að samkomulagi milli leiðtoga flokkanna að engin umræða yrði um málið. Það er til að leggja áherslu á samhug með Íslendingum og að um sameiginlegt mál flokkanna sé að ræða.
Fram kom í færeyska útvarpinu fyrr í vikunni, að lánið mun bera 5,25% vexti fyrsta árið en ekki verið greitt af höfuðstólnum fyrstu fimm árin. Eftir þann tíma verður gert samkomulag um endurgreiðsluna. (mbl.is) Færeyingar hafa sýnt Íslendingum mikinn vinarhug með því að veita þeim umrætt lán.Alger samstaða virðist í Færeyjum um að veita okkur þessa aðstoð. Sannast hér,að Færeyingar eru bestu vinir Íslendinga.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Lán til Íslendinga samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 19. desember 2008
Hagar fá sekt vegna of lágs verðs Bónus
Samkeppniseftirlitið leggur 315 milljónir króna stjórnvaldssekt á Haga vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt er í dag er komist að þeirri niðurstöðu að Hagar (sem reka m.a. verslunarkeðjuna Bónus) hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með aðgerðum sem beindust gegn keppinautum félagsins á matvörumarkaði. Telur Samkeppniseftirlitið að brot Haga á 11. gr. samkeppnislaga hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda atvinnulífinu og almenningi miklu samkeppnislegu tjóni, að því er segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.
i
Brot Haga áttu sér stað í svonefndu verðstríði lágvöruverslana sem hófst í lok febrúar 2005 þegar Krónan í eigu Kaupáss kynnti allt að 25% verðlækkun á algengustu flokkum dagvara. Sögðu fyrirsvarsmenn Krónunnar að þessar verðlækkanir væru gerðar til að koma á virkari samkeppni á matvörumarkaðnum.
Af hálfu Bónusverslana Haga var því lýst yfir opinberlega að Bónus myndi verja vígi sitt" og standa við þá verðstefnu sína að bjóða ávallt lægsta verðið á markaðnum hverju sinni. Í kjölfarið braust út umrætt verðstríð og gætti þess helst í verðlagningu á mjólkurvörum. Stóð verðstríðið fram á árið 2006.
Rannsókn þessa máls hófst um mitt ár 2006 eftir að Samkeppniseftirlitið hafði aflað sjónarmiða og því borist ábendingar um hugsanleg brot Haga á 11. gr. samkeppnislaga, en þar er lagt bann við hvers konar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Til þess að þetta ákvæði eigi við verður að skilgreina samkeppnismarkað viðkomandi máls og meta stöðu fyrirtækja á honum. Hagar hafa við meðferð málsins hafnað því alfarið að fyrirtækið væri markaðsráðandi. Þurfti Samkeppniseftirlitið því að taka þetta atriði til skoðunar og hefur ákvörðunin að geyma ítarlega greiningu á matvörumarkaði.(mbl.is)
Þetta er strangur dómur. Hann leiðir einnig hugann að því hvort Samkeppniseftirlitið sé með þessum dómi að skerða hagsmuni neytenda,þar eð' segja má,að með dómnum séu settar skorður við því að vöruverð sé lækkað of mikið. Bónus hefur haft það sem markmið að vera alltaf með ´lægsta verðið. En Samkeppniseftirlitið er ekki hrifi'ð af því að' Bónus lækki verð sitt alltaf niður fyrir verð samkeppnisaðilans.
Björgvin GuðmundssonBónu
![]() |
Brot Haga alvarlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 19. desember 2008
ASI: "Hátekjuskattur" á greiðslur lífeyrissjóða til ell-og örorkulífeyrisþega
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skerða hækkun allra bótaflokka almannatrygginga um 10% að lágmarkstekjuviðmiðun undanskilinni, eða úr 19,9% í 9,6%.Þetta á að sögn ráðherranna að spara ríkissjóði ríflega 4 milljarða króna á næsta ári. Þetta þýðir að í stað þess að lágmarksbætur almannatrygginga hækki í tæplega 178 þús.kr. á mánuði verða þær ríflega 163 þús.kr., eða 15.500 kr. lægri á mánuði.
Jafnframt hefur ríkisstjórninni tekist að umbylta almannatryggingakerfinu á þann veg, að tekinn hefur verið upp 100% jaðarskattur eins konar ,,hátekjuskattur á greiðslur lífeyrissjóðanna til elli- og örorkulífeyrisþega. Afleiðing þess fyrir lífeyriskerfið getur verið mjög alvarleg, því í reynd er ríkissjóður að hirða þann lífeyri sem launafólk hefur safnað saman á löngum starfsferli.(www.asi.is)
Það er krafa elli-og örorkulífeyrisþega að hætt verði að skerða tryggingabætur vegna tekna úr lífeyrissjóði. Það er í raun verið að svipta lífeyrisþega ævisparnaði sínum með því að skerða bætur TR vegna tekna úr lífeyrissjóði.
Björgvin Guðmundsson
.
Föstudagur, 19. desember 2008
10 þús. atvinnulausir
Allt lítur nú út fyrir að fjöldi atvinnulausra verði kominn yfir 10.000 fyrir áramót. Þetta er allt önnur staða en í upphafi árs en þá voru 1.550 manns skráðir atvinnulausir. Þessi mikla fjölgun atvinnulausra hefur þó að mestu átt sér stað á seinni hluta ársins. Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar fór yfir 2.000 í júní og fór vaxandi fram eftir hausti. Enn fjölgaði svo atvinnulausum í kjölfar fjármálakreppunnar. Í lok október voru atvinnulausir orðnir 4.000 sem var fjölgun um 1.500 manns á aðeins einum mánuði. Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis.
Í lok nóvembermánaðar voru 6.350 skráðir án atvinnu samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar en í dag eru 9.293 skráðir án atvinnu, sem samsvarar því að atvinnulausum hafi fjölgað um 155 manns hvern einasta dag desembermánaðar. Skráð atvinnuleysi hjá vinnumiðlunum var 3,3% í nóvember og hefur ekki mælst svo mikið síðan í maí 2004. Vinnumálastofnun býst við að atvinnuleysi í desembermánuði verði á bilinu 4,5%-5%.
Búast má við að fjöldi atvinnulausra muni aukast hratt á nýju ári, sérstaklega á fyrstu mánuðum ársins en þá má mun mikill hluti þeirra hópuppsagna sem urðu í október og nóvember taka gildi. Alls misstu 3.500 manns vinnuna í 64 hópuppsögnum í október og nóvember. Vinnumálastofnun reiknast til að um 1.000 manns verði atvinnulausir eða án launagreiðslna vegna hópuppsagna um áramótin og að á bilinu 600 -700 uppsagnir komi til framkvæmda næstu þrenn mánaðarmót á eftir, mest í byrjun marsmánaðar.
Ljóst er að afar erfitt ástand verður á vinnumarkaði í upphafi næsta árs og enn gæti komið til fleiri hópuppsagna á næstu mánuðum," samkvæmt Morgunkorni Glitnis.(mbl.is)
Þetta er gífurlega mikið atvinnuleysi,4,5-5%, og mun aukast. Er búist við að atvinnuleysið geti farið upp í 9-10%.Þetta er ekki allt afleiðingar bankahrunsins,heldur var samdráttar farið að gæta í vissum greinum áður,einkum í byggingariðnaði. Það var búið að byggja svo mikið,að markaður var orðinn mettaður.Gera þarf allt sem unnt er til þess að auka vinnu á ný.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
10 þúsund atvinnulausir um áramót? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 19. desember 2008
Kaupmáttur launa og tryggingabóta hrapar
Það sætir aukinni gagnrýni,að ríkisstjórnin skerði tryggingabætur 3/4 lífeyrisþega TR.Öryrkjabandalag Íslands gagnrýnir þetta harðlega enda bitnar þessi kjaraskerðing mjög á öryrkjum. Alþýðussmband Íslands gagnrýnir þessa kjaraskerðingu einnig harðlega. Yfir 30 þús. lífeyrisþegar munu sæta kjarskerðingu um áramót þegar lögbundnar verðlagsuppbætur á tryggingabætur verða ekki greiddar heldur aðeins helmingur verðlagsbóta eða 9,6% í stað 20%.
Ríkisstjórnin lætur sem svo,að hún sé hissa á því,að þessi kjaraskerðing sæti gagnrýni,þar eð lægstu bætur fái fullar verðlagsuppbætur eða um 1/4 lífeyrisþega. Er sagt,að lífeyrisþegar á lægstu bótum verði frá áramótum komnir með hærra hlutfall af lágmarkslaunum en áður frá 1995.Það kann að vera en samanburður við lágmarkslaun hefur litla þýðingu í dag þegar kaupmáttur lágmarkslauna og launa almennt hefur hrapað.Kaupmáttur launa hefur minnkað um rúm 6% á árinu. Og kaupmáttur tryggingabóta hefur lækkað jafnmikið.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 19. desember 2008
44% aukning í umsóknum um aðstoð hjálparstofnana
Jólaúthlutun Hjálparstarfs kirkjunnar, Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur stendur nú yfir. Sendingar út á land eru farnar og fólk af höfuðborgarsvæðinu fær úthlutað í húsnæði Straums í Borgartúni 25. 44% aukning hefur orðið í umsóknum um aðstoð, um 2300 fjölskyldur um allt land fá aðstoð nú en voru 1597 í fyrra. Varlega áætlað má reikna með 2,5 einstaklingum á bak við hverja umsókn sem þýðir að 5.750 einstaklingar njóti aðstoðar, að því er segir í tilkynningu.
Jólasöfnun Hjálparstarfsins gengur mjög vel, fyrirtæki, stéttarfélög og samtök hafa verið rausnarleg og margir hafa styrkt innanlandsaðstoðina sérstaklega. Fleiri hafa boðið fram krafta sína sem sjálfboðaliðar en nokkru sinni fyrr. Þar á meðal er fólk sem hefur misst vinnuna vegna ástandsins, röskt fólk sem auðveldar aðstoðina til muna.
Einnig hafa skilað sér stórar gjafir til vatnsverkefna í Afríku enda margir sem vilja styrkja verkefni í Afríku þar sem leitast er við að bæta lífsafkomu þeirra fátækustu. Þar er Hjálparstarfið skuldbundið til nokkurra ára í senn og mikilvægt að geta staðið við loforð þar. Nýi vefurinn framlag.is hefur auðveldað fólki að gefa til hjálparstarfs, þar getur fólk valið sér málefni. Það er mikill stuðningur við Hjálparstaf kirkjunnar í samfélaginu, söfnunarfé frá félögum, stofnunum, sóknum, fyrirtækjum og einstaklingum er nú þegar komið í um 47 milljónir króna, í fyrra söfnuðustu 34 milljónir. Söfnunin stendur út janúar 2009," að því er segir í tilkynningu.(mbl.is)
Það kemur ekki á óvart,að meira sé sótt um aðstoð en áður,þar eð kreppan segir til sín þó hennar sé ekki farið að gæta af fullum þunga enn. Þeir sem hafa þegar misst vinnuna eru í vandræðum og eins þeir sem hafa sætt skertum tekjum. Hækkun húsnæðislána og stórhækkun á matvælaverði bitnar á flestum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Sífellt fleiri leita aðstoðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |