Sunnudagur, 21. desember 2008
Forsetinn vill launalækkun
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur sent fjármálaráðherra bréf þar sem hann óskar eftir því að laun sín verði lækkuð í samræmi við lagafrumvarp um kjararáð. Hann vill að laun sín verði lækkuð á sama hátt og laun forsætisráðherra og forseta Alþingis, handhafa forsetavalds. Forsetinn sendi bréfið fyrir helgi en frumvarpið varð að lögum í gær.
Það bann við skerðingu kjara forseta á kjörtímabili hans sem kveðið er á um í 2. mgr. 9. gr. stjórnarskrárinnar var sett til að vernda forsetann gagnvart löggjafar- og framkvæmdavaldinu. Þetta ákvæði kemur hins vegar ekki í veg fyrir að forsetinn óski sjálfur eftir launalækkun þegar þjóðarhagur kallar á lækkun launa fjölmargra annarra ráðamanna og Alþingi setur lög þar um. Við slíkar aðstæður er bæði sjálfsagt og eðlilegt að hið sama gildi um forsetann. Því sendi ég yður, hæstvirtur fjármálaráðherra, hér með formlega ósk um slíka sambærilega lækkun launa forseta Íslands," segir Ólafur Ragnar í bréfi sínu til ráðherra.(visir.is)
Það er gott,að forsetinn skuli hafa tekið þetta skref. Ótækt er,að laun hans lækki ekki eins og annarra æðstu embættismanna landsins.Raunar er það undarlegt,að bannað sé að lækka laun forsetans samkvæmt stjórnarskránni.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 21. desember 2008
Málverkasýning í Finnlandi
Björgvin Björgvinsson og kona hans Pirjo Aaltonen hafa opnað málverkasýningu í Kouvola í Finnlandi. Sýningin stendur til 18.janúar n.k. Þau hjón sýna þarna akril myndir,grafik,koparstungu o.fl.Myndirnar eru flestar málaðar á þessu ári. þarna eru margar mjög góðar og skemmtilegar myndir.Björgvin hefur haldið nokkrar málverkasýningar á Íslandi og í Finnlandi.Þau Björgvin og Pirjo eru bæði myndlistarkennarar og búa í Kouvola.
Björgvin er sonur minn en auk þess er Guðmundur sonur minn starfandi myndlistarmaður og Hilmar sonur minn er smíðakennari og skólastjóri. Hann hefur m.a. kennt skartgripagerð og smíðað sjálfur skartgripi.Þorvaldur sonur minn hefur nýlega byrjað að mála og hefur þegar haldið eina málverkasýningu. Ekki munu synir mínir hafa myndlistar- og smíðahæfileikann frá mér. Munu þessir hæfileikar fremur komnir frá konu minni,Dagrúnu Þorvaldsdóttur.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 21. desember 2008
Kjaraskerðing hjá 3/4 lífeyrisþega. Ekkert gert í því að hækka lífeyri samkv. könnun Hagstofunnar.
Samfylkingin sagði fyrir kosningar að hún ætlaði að koma lífeyri aldraða í sömu upphæð og næmi neysluútgjöldum einhleypinga samkvæmt könnun Hagstofunnar.Þessi upphæð var allt þetta ár 226 þús. kr .á mánuði án skatta.Ekki var vegferð í áttina að þessu markmiði hafin,þegar kreppan skall á.Lægstu bætur námu 130 þús .á mánuði eftir skatta frá 1.septermber.Það vantaði því tæpar 100 þús. á mánuði upp á að þessar lægstu bætur næmu meðatalsneysluútgjöldum einhleypinga.Um næstu áramót fá lægstu bætur lögbundna vísitöluhækkun eða tæp 20% og fara í 144 þús. á mánuði eftir skatt .En neysluútgjöld samkvæmt könnun Hagstofunnar,sem birt var í þesssum mánuðu, eru komin í 282 þús. kr. án skatta.Það vantar því 138 þús. á mánuði upp á að markmið Samfylkingarinnar náist.Samfylkingin vildi jafna þetta í áföngum. Ef þessu markmiði væri náð í 3 áföngum þyrfti að hækka bætur aldraðra um 46 þús. í hverjum áfanga. Fyrsti áfangi þessarar leiðréttingar ætti að koma til framkvæmda um áramótin.
Það sem er slæmt við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja um áramótin er að hún skerðir kjör 3/4 lífeyrisþega.Aðeins 1/4 fær fulla verðlagsuppbót. Þeir,sem eru skertir fá 9,6% hækkun um áramót en þeir ættu að fá 20% hækkun til þess að fá fulla vérðlagsuppbót eins og lögbundið hefur verið undanfarin ár.Þessu hefur ASÍ mótmælt harðlega og ég tek undir þau mótmæli.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. desember 2008
Fjárlagafrv.: 365 milljarðar í eigið fé bankanna
Meirihluti fjárlaganefndar leggur einnig til að veitt verði heimild á fjárlögum næsta árs til að selja sendiherrabústaði í New York, Washington, London og Ósló og að hluta söluverðsins verði varið til að kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði fyrir sendiherra í þessum borgum. Þetta kemur fram í tillögum meirihluta nefndarinnar við fjárlagafrumvarpið sem dreift var á Alþingi síðdegis fyrir þriðju og síðustu umræðu um frumvarpið.(mbl.is)
Mér líst vel a,að seldir verði einhverjir sendiherrabústaðir nú þegar þjóðin á við efnahagserfiðleika að stríða.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Sendaherrabústaðir verði seldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 21. desember 2008
Alþingi samþykkir að veita fé til máls gegn Bretum
Alþingi samþykkti samhljóða lög um heimild til fjárhagslegrar fyrirgreiðslu úr ríkissjóði í tengslum við málshöfðun fyrir erlendum dómstólum vegna íþyngjandi stjórnvaldsákvarðana erlendra stjórnvalda á tímabilinu 1. október til 1. desember 2008.
Samkvæmt lögunum verður íslenskum félögum, einkum íslensku bönkunum, gert mögulegt að höfða mál gegn breskum stjórnvöldum fyrir að frysta eignir Landsbanka Íslands á grundvelli ákvæða í hryðjuverkalögum og knýja Kaupþing Singer & Friedlander í greiðslustöðvun.
Lagafrumvarpið var flutt af þingmönnum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi, en samið af Sigurði Kára Kristjánssyni, fyrsta flutningsmanni þess, og Helga Áss Grétarssyni, lögfræðingi og sérfræðingi við Lagastofnun Háskóla Íslands.(mbl.is)
Þetta er fagnaðarefni. Nauðsynlegt er að höfða mál gegn Bretum vegna hryðjuverkalaganna.Þau þarf að dæma ógild og síðan að fá dæmdar skaðabætur úr hendi Breta fyrir það níðingsverk sem þeir unnu á Íslendingum. og þann skaða sem lögin ollu okkur.
Björgvin Guðmnundsson
vegn

![]() |
Fé til málshöfðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |