Kjaraskerðing hjá 3/4 lífeyrisþega. Ekkert gert í því að hækka lífeyri samkv. könnun Hagstofunnar.

Samfylkingin sagði fyrir kosningar að hún ætlaði að koma lífeyri  aldraða í sömu upphæð og næmi neysluútgjöldum einhleypinga samkvæmt könnun Hagstofunnar.Þessi upphæð  var allt þetta ár 226 þús. kr .á mánuði án skatta.Ekki var vegferð í áttina að þessu markmiði hafin,þegar kreppan skall á.Lægstu bætur námu 130 þús .á mánuði eftir skatta frá 1.septermber.Það vantaði því tæpar 100 þús. á mánuði upp á að þessar lægstu bætur næmu  meðatalsneysluútgjöldum einhleypinga.Um næstu áramót fá lægstu bætur lögbundna vísitöluhækkun eða tæp 20%  og fara í 144 þús. á mánuði eftir skatt .En neysluútgjöld samkvæmt könnun Hagstofunnar,sem birt var í þesssum mánuðu, eru komin í 282 þús. kr. án skatta.Það vantar því 138 þús. á mánuði upp á að markmið Samfylkingarinnar náist.Samfylkingin vildi jafna þetta í áföngum. Ef þessu markmiði væri náð í 3 áföngum þyrfti að hækka bætur aldraðra um  46 þús. í hverjum áfanga. Fyrsti áfangi þessarar leiðréttingar ætti að koma til framkvæmda um áramótin.

Það sem er slæmt við  aðgerðir ríkisstjórnarinnar í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja um áramótin er að hún skerðir kjör 3/4   lífeyrisþega.Aðeins 1/4 fær fulla verðlagsuppbót. Þeir,sem eru skertir fá  9,6% hækkun um áramót en þeir ættu að fá 20% hækkun til þess að fá fulla vérðlagsuppbót eins og lögbundið hefur verið undanfarin ár.Þessu hefur ASÍ mótmælt harðlega og ég tek undir þau mótmæli.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband