Nýr samningur Orkuveitu við Norðurál

Orkuveita Reykjavíkur samþykkti í dag að nýjan samning við Norðurál um sölu á orku til fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Samningurinn kveður á um sölu á 175 megavöttum rafmagns til fyrsta og annars áfanga álversins.

Að öllu óbreyttu hefði fyrri samningur fyrirtækjanna tveggja fallið úr gildi nú um áramótin en að sögn Hjörleifs B. Kvaran, forstjóra OR, voru ýmsir fyrirvarar í fyrri samningi. „Í gamla samningnum var skuldbinding okkar um að selja 100 megavött og vilyrði fyrir 75 megavöttum til viðbótar en nú er skuldbindingin aukin um þessi 75 megavött. En í öllum meginatriðum er samningurinn óbreyttur."

Líkt og í fyrri samningi ríkir leynd yfir orkuverðinu. Hjörleifur segir ekki hafa komið til greina að aflétta þessari leynd. „Við erum fyrirtæki í samkeppnisrekstri og almennt er verð ekki gefið upp þegar verið er að semja við fyrirtæki. Þessi ákvæði eru óbreytt frá fyrri samningi." Hann staðfestir þó að orkuverðið sé tengt álverði hverju sinni.

Gert er ráð fyrir að byrjað verði að afhenda orkuna í ársbyrjun 2011 að hans sögn. „Orkan er úr tveimur virkjunum sem við eigum eftir að reisa, annars vegar úr stækkun á Hellisheiðinni og hins vegar úr Hverahlíðarvirkjun. Við förum ekki af stað með þær framkvæmdir fyrr en við erum búnir að tryggja söluna á rafmagninu." Með samningnum í dag er salan tryggð að hans sögn. „Það er komin skuldbinding af hálfu Norðuráls um að kaupa alla þá orku sem við komum til með að framleiða," segir Hjörleifur. „Og við erum búnir að tryggja að þeir munu kaupa af okkur 90 megavött af þessum 175 hvort sem Helguvík verður byggð eða ekki."

Á fundinum í dag vék fulltrúi Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir af fundi þegar fjallað var um orkuverðið og bókaði að hún teldi almenning afdráttarlaust eiga „lögvarða kröfu á því að fá verðið uppgefið þar sem í þeim upplýsingum liggja miklir hagsmunir almennings. Jafnframt mun fulltrúinn áfram berjast fyrir því að raforkuverð til stóriðju verði gert opinbert."(mbl.is)

Það er ánægjulegt,að þessi samningur skuli hafa verið gerður. Bygging álvers í Helguvík og rekstur álversins mun skapa mikla atvinnu.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Sala á orku hefjist 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill skipta liði stjórnmálanna út

Stjórnvöld fengu nokkrar  viðvaranir á árinu vegna ofþenslu bankanna og hættu á að þeir gætu ekki endurfjármagnað sig.Það barst viðvörun frá IMF.Bretar lögðu til við Íslendinga snemma sl. vor,að þeir leituðu til IMF,Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að styrkja gjaldeyrisvaraforða sinn og vegna þess að hættumerki voru í bankakerfinu.Seðlabankastjórar ræddu hættumerki við ríkisstjórnina.Sjónvarpið ræddi við Geir Haarde ,forsætisráðherra,og Illuga Gunnarsson og þeir töldu allt vera í lagi. Það eina,sem Geir gerði í málinu var að ræða við bankastjóra viðskiptabankanna og þeir sögðu allt í góðu lagi og þá lét Geir það gott heita.

Ríkið brást segir Páll Skúlason,heimspekingur og það eru orð að sönnu.Það er eins og ríkisstjórn,Seðlabanki og Fjármálaeftirlit hafi verið stungnir svefnþorni.Þó bankakerfið hafi verið búið að þenjast út og verið orðið 12-föld þjóðarframleiðslan að stærð  datt engum í hug að gera neitt í málinu.Seðlabankinn kvaðst hafa gefið viðvörun en bankanum datt ekki í hug að nota sín stjórntæki til þess að stöðva ofþenslu bankanna. FME gat stöðvað útibú bankanna í Bretlandi og FME gat  krafist þess,að einhverjir hlutar bankanna yrðu seldir  en FME gerði ekki neitt. Ríkið brást. Og Páll Skúlason vill skipta öllu liði stjórnmálanna út þar eð það brást.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Páll Skúlason: Ríkið brást

Páll Skúlason heimspekingur sagði í viðtali við Evu Maríu á ruv,að ríkið hefði brugðist skyldu sinni.Ríkið átti að fylgjast með og koma í veg fyrir,að allt fjármálakerfð hryndi. en það brást. Það var búið að veikja ríkið mikið áður. Hugmyndafræði markaðshyggjunnar veikti ríkiskerfið Páll sagði,að um landráð af gáleysi hefði verið að ræða við fall bankanna og fjármálakerfisins. Hann sagði,að stjórnvöld væru sek um gáleysi.Síðan sagði hann: Landráð eru landráð þó af gáleysi sé. Helst var á honum að skilja,að skipta þyrfti alveg um stjórnvöld og stjórnmálamenn. Þeir,sem sinntu þeim störfum í dag. Nytu ekki trausts. Nýir menn yrðu að koma til skjalanna,menn sem þjóðin treysti.

 

Björgvin Gyðmundssin


Jón Ásgeir segist ekki hafa sett Ísland á hausinn

Jón Ágeir Jóhannesson skrifar langa  og   ítarlega

 grein í Mbl. í dag,þar hann hann gerir grein fyrir viðskiptasögu sinni,stofnun Bónus og Baugs  og afkomu þessara fyrirtækja. Hann færir rök fyrir því,að hann hafi ekki  átt þátt í falli íslenska fjármálakerfisins.Jón Ásgeir segir,að um mitt þetta ár hafi  eignir Baugs umfram skuldir verið 70 milljarðar kr. Skuldir Baugs við íslenskar lánastofnanir hafi á þeim tíma numið 160 milljörðum.Á móti þessum skuldum sé fjöldi öflugra og góðra fyrirtækja.Hjá fyrirtækjum,sem Baugur er kjölfestufjárfestir í starfi yfir 50 þús. manns í yfir 3700 verslunum.Velta fyrirtækjanna nam sl.rekstrarár 600 millörðum kr, Landic Property,eitt stærsta fasteignafélag á Norðurlöndum á 500 fasteignir.Eignir námu um mitt ár 592 milljörðum en skuldir 474 milljörðum,þar af 110 milljörðum í ísl. bönkum. Heildarlánveitingar ísl. banka til  Baugs,Landis Property ig Stoða  námu 430 milljörðum um mitt þetta ár.Þó lánveitingum til smærri fyrirtækja sé bætt við eins og til Haga,Teymis,365  og Gaums þá ná lánin ekki nema  5-6% af heildarlánveitingum ísl, fjármálafyrirtækja,segir Jón Ásgeir.Hann segir,að eignarhlutur hans i fyrirtækjunum  sé 20- 70% en þúsundir annarra hluthafa eigi í fyrirtækjunum.Eignir fyrirtækjanna  voru um þriðjungi meiri en heildarskuldirnar,segir hann  og lánin voru í skilum áður en allt kerfið hrundi.Heildareignir stóru bankanna þriggja um mitt þetta ár námu 14500 milljörðum en skuldir þeirra námu  tólffaldri þjóðarframleiðslu eins og margoft hefur verið bent á.Samanlögð útlán bankanna þriggja um mitt þetta ár námu 9300 milljörðum.

Jón Ásgeir telur,að þjóðnýting Glitnis hafi sent röng skilaboð út í hinn alþjóðlega fjármálaheim og valdið því að allar lánalínur lokuðust og bankarnir allir fóru á hliðina á viku.Hann segur Glitni ekki hafa veriið með neina Ice Save reikninga erlendis ,sem setji hundruð milljarða yfir á ríkið og þjóðina.

Niðurstaðan af umfjöllun Jón Ásgeirs er sú,að  starfsemi Baugs og annarra fyrirtækja,sem tengjast honum hafi ekki sett fjármálakerfið á hliðina,þó Egill Helgason hafi haldið því fram..En hann segir reksturinn mikið erfiðara eftir hrunið og verkefni hans á næstunni sé að rétta reksturinn af.

 

Björgvin Guðmundsson


Utanríkisráðherra fordæmir árásirnar á Gaza

Ingibjörg Sòlrùn Gísladóttir utanríkisràðherra telur hernaðaraðgerðir Ísraels à Gazaströndinni í dag óverjandi, að því er segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu.

„Þó að Israel standi frammi fyrir öryggisógn og að àkvörðun Hamas um að segja sig fra vopnahlei sé röng verða viðbrögð að vera í samræmi við hættu eins og alþjóðleg mannúðarlög krefjast,“ segir í tilkynningunni.

„Alþjóðasamfélagið getur ekki lengur látið óàtalið að mannréttindi og alþjóðlegar skuldbindingar séu fótum troðnar á Gasasvæðinu. Ísland styður að málið verði tekið til umfjöllunar á vettvangi öryggisráðsins og að deiluaðilar verði kallaðir til raunverulegrar ábyrgðar og látnir standa við fyrirheit sín.“(mbl.is)

Árásir Ísraelsmanna  eru svívirðilegar.Það er verið að drepa saklausa borgara undir því yfirskyni,að Hamas samtökin kunni að skjóta  á Ísaelsmenn.Það verður að stöðva þessa  bardaga.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka 


mbl.is „Óverjandi aðgerðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband