Vill skipta liði stjórnmálanna út

Stjórnvöld fengu nokkrar  viðvaranir á árinu vegna ofþenslu bankanna og hættu á að þeir gætu ekki endurfjármagnað sig.Það barst viðvörun frá IMF.Bretar lögðu til við Íslendinga snemma sl. vor,að þeir leituðu til IMF,Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að styrkja gjaldeyrisvaraforða sinn og vegna þess að hættumerki voru í bankakerfinu.Seðlabankastjórar ræddu hættumerki við ríkisstjórnina.Sjónvarpið ræddi við Geir Haarde ,forsætisráðherra,og Illuga Gunnarsson og þeir töldu allt vera í lagi. Það eina,sem Geir gerði í málinu var að ræða við bankastjóra viðskiptabankanna og þeir sögðu allt í góðu lagi og þá lét Geir það gott heita.

Ríkið brást segir Páll Skúlason,heimspekingur og það eru orð að sönnu.Það er eins og ríkisstjórn,Seðlabanki og Fjármálaeftirlit hafi verið stungnir svefnþorni.Þó bankakerfið hafi verið búið að þenjast út og verið orðið 12-föld þjóðarframleiðslan að stærð  datt engum í hug að gera neitt í málinu.Seðlabankinn kvaðst hafa gefið viðvörun en bankanum datt ekki í hug að nota sín stjórntæki til þess að stöðva ofþenslu bankanna. FME gat stöðvað útibú bankanna í Bretlandi og FME gat  krafist þess,að einhverjir hlutar bankanna yrðu seldir  en FME gerði ekki neitt. Ríkið brást. Og Páll Skúlason vill skipta öllu liði stjórnmálanna út þar eð það brást.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband