Fimmtudagur, 4. desember 2008
Fjármálaráðuneytið viðurkennir,að tekjuskattar undanfarinna ára hafi aukið ójöfnuð
Miklar deilur hafa staðið um það undanfarin á hvort skattastefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafi aukið ójöfnuð í landinu. Samtök eldri borgara hafa sagt,að svo hafi verið en fjármálaráðuneytið hefur neitað því. En nú hefur nefnd á vegum fjármálaráðuneytis viðurkennt,að samtök aldraðra höfðu rétt fyrir sér.Í nefndarálitinu segir svo m.a.:
Hérlendis hefur dregið úr jöfnunarhlutverki skattkerfisins á liðnum árum eftir að hátekjuskattur var afnuminn og raunlækkun varð á persónuafslætti umfram lækkun álagningarhlutfalls.
Þá höfum við það svart á hvítu. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar rak skattastefnu,sem jók ójöfnuð í landinu.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Hinn ískaldi raunveruleiki: Geðsjúkir koma að lokuðum dyrum
Sonur Elsubetar, Kristinn Ísfeld Andreasen, glímdi við þunglyndi. Hann gekk til geðlæknis til að vinna bug á veikindunum og vildi standa sig hvort sem um var að ræða föðurhlutverkið eða í vinnu segir móðir hans.(ruv.is)
Það er búið að tala mikið um það að bæta aðstöðu geðsjúkra,bæði barna og fullorðinna. En hinn ískaldi raunveruleiki er sá,að sjúklingar koma að lokuðum dyrum eins og Elisabet Sigurðardóttir lýsir.Það er hörmulegt að heyra að ungi maðurinn,sonur hennar, skuli hafa svipt sig lífi vegna þess,að hann fékk ekki pláss á geðdeild.Hér er þörf úrbóta.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Valgerður vill ekki verða foringi
Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku á flokksþingi í vor.
Það er nú svolítið síðan ég tók þessa ákvörðun þó ég geri hana opinbera fyrst núna. Ég hef verið mikið á fundum að undanförnu og hitt margt fólk og þar hef ég gefið í skyn að þetta yrði niðurstaðan," segir Valgerður Sverrisdóttir.
Hún segir að það séu umbreytingar í íslensku þjóðlífi um þessar mundir. Í hönd fari tímar þar sem samfélagið verði byggt upp á nýjan leik.
Ég hef um ríflega tveggja áratuga skeið starfað í stjórnmálum og varið öllum mínum kröftum í að vinna að framgangi góðra mála. Ég hef hins vegar lýst þeirri skoðun minni, og ítreka hana hér, að þörf sé á endurnýjun í íslenskum stjórnmálum. Ég hef mikla trú á unga fólkinu í flokknum og vil gefa því tækifæri, segir Valgerður.
Hún segist vilja fylgja þessari sannfæringu sinni um nauðsynlega endurnýjun og hafi því ákveðið sitja ekki lengur sem formaður Framsóknarflokksins en til næsta flokksþings framsóknarmanna sem haldið verður í janúarmánuði næstkomandi. Þar verður því kjörinn nýr formaður Framsóknarflokksins.
Valgerður mun áfram sitja á Alþingi.
Ég vil gera mitt til að vinna þjóðinni og flokknum allt það sem ég tel að til heilla horfi, segir Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins.(mbl.is)
Valgerður Sveirrisdóttir ætlar ekki að bjóða sig fram til formennsku í Framsókn á flokksþinginu i janúar. Hún ætlar að hleypa einhverjum yngri manni að. Hún gegnir formennsku fram að þingi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Formaður fram að flokksþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Seðlabankinn taldi bankana standa vel í júní
Birkir Jónsson þingmaður Framsóknar beindi fyrirspurn til viðskiptaráðherra á alþingi í morgun.Hann sagði,að seðlabankastjóri hefði varað leiðtoga stjórnarflokkanna við sl. vor og sagt,að það væru 0% líkur á því að bankarnir íslensku lifðu af hina alþjóðlegu fjármálakreppu.Spurði hann hvort viðskiptaráðherra hefði ekki verið kunnugt um þessa viðvörun. Viðskiptaráðherra sagði,að Seðlabankinn hefði í mai sl. gefið út skýrslu um efnahagslegan stöðugleika en þar hefði verið sagt,að bankarnir stæðu vel og betur en bankar víða erlendis!Sagði ráðherrann,að þetta hefði verið opinber skýrsla frá Seðlabankanum en hins vegar hefði hann ekki verið á þeim fundi með Seðlabankastjóra sem Birkir vitnaði til.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. desember 2008
ESB undirbýr aðild Íslands að sambandinu
Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, segist hafa beðið Evrópusambandið að undirbúa aðild Íslands að sambandinu þannig að landið geti gengið í ESB innan 6-18 mánaða frá því það sæki um aðild. Boomberg fréttaveitan segir frá þessu.
Bloomberg hefur eftir Vanhanen, að það yrði mjög auðvelt fyrir Íslendinga, að uppfylla aðildarkröfur Evrópusambandsins. Þeir uppfylla flest skilyrðin og sum þeirra jafnvel betur en meðalríki innan Evrópusambandsins," segir Vanhanen.
Vísað er til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lýst því yfir í nóvember að farið verði yfir alla þætti Evrópustefnu flokksins fyrir flokksþing í janúarlok. Þá hafi Samfylkingin það á stefnuskrá sinni, að sækja um aðild að ESB.
Vanhanen segist hafa beðið José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að byrja að búa ESB undir aðild Íslands.
Við vitum hve nauðsynlegt það er fyrir Ísland að við sýnum sveigjanleika við að leysa þessi vandamál ef Ísland vill ganga í Evrópusambandið," segir Vanhanen.
Hann segir að myndi taka Ísland allt frá hálfu ári til 18 mánaða að fá aðild að ESB ef íslensk stjórnvöld ákveða að sækja um.
Vanhanen segist einnig í viðtalinu hafna þeirri hugmynd, að Ísland taki upp evru sem mynt áður en landið gengur í Evrópusambandið. Ég teldi ekki eðlilegt að eiga aðild að evru án þess að vera í ESB. Ég tel að eðlilegast væri að landið fái ESB-aðild fyrst." (mbl.is)
Það er athyglivert,að það væri hugsanlegt fyrir Ísland að fá aðild að ESB á innan við einu ári.Það er ljóst,að aðild gæti tekið mikið skemmri tíma en talað hefur verið um fram að þessu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Biður ESB að undirbúa aðild Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Krónan styrkist nokkuð
Krónan hefur styrkst um 4% frá því að opnað var fyrir gjaldeyrisviðskipti milli viðskiptabankanna þriggja í morgun. Evran kostar núna 180,20 kr.
Samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi hafa verið töluverð viðskipti í morgun. Miðað við þau viðskipti sem eru leyfð, þ.e undirliggjandi gjaldeyrisviðskipti út af vöruviðskiptum og það að viðskiptaafgangur var 11 milljarðar í október, þá má búast við frekari styrkingu.(mbl.is)
Krónan hefur verið á floti í dag og gefur styrking hennar nokkrar vonir um að tilraunir með flot krónunnar muni takast. Ekki er þó að marka þessa tilraun fyrr en eftir nokkurn tíma.Unnt er hvenær sem að grípa inn í og beita hömlum og höftum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Krónan styrkist um 4% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Getur Davíð snúið aftur í pólitík?
Það eru forsíðufréttir í Mbl. og Fréttablaðinu í dag,að Davíð Oddsson ætli að snúa aftur í pólitík ef hann verði látinn hætta í Seðlabankanum.Sennilega er þetta aðeins hótun,sem ekki verður staðið við. En segjum sem svo,að Davíð vilji snúa aftur í stjórnmál. Hvernig mundi það ganga? Davíð var mjög öflugur stjórnmálamaður og hann er á góðum aldri.En "comeback" í stjórnmál er erfitt. Gunnari Thoroddsen tókst það að vísu en það er ekki víst,að Davíð mundi leika það eftir.Hann ætti þá tvo kosti: Að reyna fyrir sér innan Sjálfstæðisflokksins eða stofna nýja flokk.Líklegt er að hvor leiðin sem farin væri mundi valda klofningi Sjálfstæðisflokksins.Davíð er í dag mjög umdeildur. Það er ólíklegt,að hann yrði samþykktur á ný sem leiðtogi Sjálfstæðisflokksins.Geir er sterkur í Sjálfstæðisflokknum í dag og yngri menn vilja komast að. Sennilega yrði auðveldara fyrir Davíð að stofna nýja flokk. En það mundi kljúfa Sjálfstæðisflokkinn og það yrði erfið ganga að ná upp nýjum flokki. Reynslan sýnir það.Davið þarf því að hugsa sig vel um áður en hann ákveður að fara í pólitík á ný. Sennilega er best fyrir hann að breyta ekki þeirri mynd sem hann hefur í dag sem stjórnmálamaður.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Þorvaldur vill stjórnarskipti strax
Þorvaldur Gylfason prófessor skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Þar ræðir hann m.a. um nauðsyn stjórnarskipta strax. Samtímis telur hann að skipta eigi um yfirstjórn Seðlabankans.Þorvaldur hefur margoft rökstutt þessar kröfur sínar. Hann telur,að stjórnvöld hafi gert mestu mistök alls lýðveldistímans með því að láta allt fjármálakerfið hér fara á hliðina. Hann segir,að íslenskum stjórnvöldum hafi verið bent á það snemma á þessu ári að þau ættu að snúa sér til IMF.Ef þau hefðu gert það séu góðar líkur á því að komist hefði verið hjá bankahruni.
Þorvaldur segir,að ríkisstjórnin eigi strax að segja af sér.Forseti Íslands eigi síðan að skipa utanþingsstjórn sem starfi fram að næstu kosningum.Einnig telur hann koma til greina að mynda þjóðstjórn,sem starfi fram að kosningum.
Ég er ekki eins róttækur og Þorvaldur í þessum efnum.Ég tel,að ákveða eigi strax nýjar kosningar næsta vor. Það mundi róa þjóðina og skapa betri starfsfrið. En það verður ekki komist hjá kosningum í vor.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Launaruglið í bönkunum heldur áfram
Það er með ólíkindum,að þó bankarnir séu orðnir ríkisbankar þá heldur launaruglið í bönkunum áfram.Bankastjórar nýju ríkisbankanna eru með tvöfold laun forsætisráðherra.Þeir eru með 1800-1900 þús. á mánuði. Það er að vísu aðeins brot af því sem bankastjórar einkabankanna höfðu en það er samt úr öllum takti við laun æðstu embættismanna ríkisins nema forseta Íslands.Hvaða rök eru fyrir því að forstjórar rikisbanka hafi hærri laun en forstjórar annarra ríkisstofnana og ráðherrar.Það eru engin rök fyrir því. Það á að lækka laun bankastjóranna niður í 800 þús.á mánuði.Það eru fullboðleg laun fyrir þessi störf. Ef nýju bankastjórarnir vilja ekki sæta því er unnt að fá nóg af hæfileikariku fólki,sem tilbúið er að vinna á þessum launum.
Björgvin Guðmundsson