Nýja Kaupþing og Bakkabræður slást um Exista

Stjórn Nýja Kaupþings banka hf. unir ekki sölu stjórnar Exista hf. á nýjum hlutum í félaginu til Kvakks ehf./BBR ehf., eignarhaldsfélags í eigu stjórnarformanns Exista og bróður hans. Stjórn bankans hafði undirbúið ferli sem miðaði að því að taka yfir stjórn Exista í því skyni að verja hagsmuni bankans. 
 
„Síðastliðinn sunnudag upplýsti Kaupþing stjórnarformann Exista um þessi áform bankans og óskaði jafnframt eftir að boðað yrði til hluthafafundar hjá félaginu. Þessari ósk var fylgt eftir formlega með bréfi frá Kaupþingi í morgun.
 
Stjórn Nýja Kaupþings gerir alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð stjórnar Exista og mun leita allra leiða til að fá þessum áformum hnekkt," segir í yfirlýsingu frá stjórn Nýja Kaupþings. 

BBR ehf., sem er í eigu Lýðs Guðmundssonar og Ágústs Guðmundssonar, skráði sig í dag fyrir 50 milljörðum hluta í Exista. Bræðurnir urðu í kjölfarið yfirtökuskyldir. Fyrir viðskiptin í dag átti Bakkabraedur Holding B.V., annað félag í eigu Lýðs og Ágústs, 6,4 milljarða hluti. Eftir viðskiptin eiga félög tengd Lýð og Ágústi samtals 56,4 milljarða hluti í Exista sem nemur 87,8% af heildarhlutafé félagsins.(mbl.is)

Hér er á ferðinni opinn slagur um yfirráð Exista.Í augnablikinu hafa Bakkabræður tryggt sér yfirráðin í félaginu en Nýja Kaupþing segist ætla að fá gerningi Bakkabræðra hnekkt.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Stefna að yfirtöku á stjórn Exista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmennur borgarafundur í kvöld

Fjölmenni var á borgarafundi í Háskólabíói í kvöld og mörgum heitt í hamsi þótt ekki hafi jafn margir mætt og um daginn þegar ráðherrar sátu fyrir svörum. Í kvöld var verðtrygging, skuldir heimilanna og fleira í þeim dúr var til umræðu.

Frummælendur á fundinum voru Ásta Rut Jónasdóttir, húsmóðir, Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri alþýðusambands Íslands og Vésteinn Gauti Hauksson, markaðsstjóri. Meðal gesta voru Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, sem var erlendis á dögunum þegar ráðherrum var boðið á fundinn á sama stað, Ögmundur Jónasson formaður BSRB og Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins. 

Áætlað var í upphafi fundar að tæplega 700 manns væru mættir, þar á meðal nokkrir alþingismenn og þá voru fulltrúar þýskra, breskra og bandaríska fjölmiðla á staðnum. 

Sérlega góður rómur var gerður að máli Ástu Rutar, klappað eftir nánast hverju setningu og fólk stóð upp og hyllti Ástu þegar hún hafði lokið máli sínu. Ástas kvaðst reka heimili, sýna aðgát og aðhaldssemi í rekstri, stunda siðlega og löglega viðskiptahætti. Fyrir ári hefði hún fengið lán fyrir kaupum á íbúð, 70% af kaupverði, en eigið fé væri nú að brenna upp á verðbólgubáli.

Ásta Rut gagnrýndi verkalýðsforystuna fyrir ofurlaun, og spurði m.a. hvernig fólk með slík laun gæti verið í tengslum við hinn almenna launamann. (mbl.is)

Fundarhöld almennings halda áfram og mönnum er að vonum heitt í hamsi. Og þannig verður það þar til kosningar hafa verið ákveðnar og einhver er reiðubúinn  að axla ábyrgð.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Missa smáríki sjálfstæði sitt við aðild að ESB?

Harðir andstæðingar ESB halda því fram,að Ísland missi sjálfstæði sitt við aðild að  sambandinu.Þeir sem ganga ekki alveg svo langt í áróðri  gegn aðild Íslands að ESB segja,að Ísland yrði áhrifalaus útkjálki i Evrópusambandinu,ef það gengi þar inn.Þetta er ekki rétt. Þegar Ísland gerðist aðili að EES missti það nokkuð af sjálfstæði sínu, þar eð það varð að fallast á að taka yfir tilskipanir ESB og lögleiða þær enda þótt Ísland hefði ekki verið með í að móta þessar tilskipanir.Við aðild að ESB má hins vegar segja,að sjálfstæði og áhrif Íslands aukist nokkuð þar eð þá kemst Ísland að stjórnarborði ESB og fær aðild að þingi þess.Þau lönd,sem eru aðilar að ESB hafa ekki misst neitt af sjálfstæði sínu eins og t.d. Danmörk,Finnland og Svíþjóð.Þau eru jafn sjálfstæð eftir sem áður. Eins yrði með Ísland ef það gerðist aðili  að ESB.

Það eina sem ég óttast er að við fáum ekki nægar undanþágur fyrir okkar sjávarútveg og fiskveiðar.Ég vil að við höldum fullum yfirráðum yfir fiskimiðum okkar.Ef við náum því fram er ég sáttur við að ganga í ESB.

 

Björgvin Guðmundsson


Vill VG í stjórn með Samfylkingu?

Á auka flokksráðsfundi VG   um helgina var samþykkt,að fram ætti að fara þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild að ESB.Stjórnmálafræðingar túlka þessa ályktum sem svo,að hún opni á stjórnarsamstarf við Samfylkinguna. Með þessari ályktun segir VG, að  flokkurinn vilji láta þjóðina ákveða hvort sækja eigi um aðild að ESB eða ekki.Þetta gæti vissulega opnað á ríkisstjórn Samfylkingar og VG þar eð Samfylkingin  setur aðild að ESB á oddinn. Þessi ályktun VG þrýstir einnig á Sjálfstæðisflokkinn að breyta stefnu sinni í Evrópumálum.

 

Björgvin Guðmundsson


Lífeyrissjóðir þurfa að gera betur við maka lífeyrisþega

Mikið er rætt um lífeyrissjóðina um þessar mundir.Það sætir gagnrýni hvernig lífeyrissjóðirnir haga fjárfestingum sínum. Lífeyrirsjóðir áttu hlutafé í  öllum bönkunum og það er nú glatað.Lífeyrissjóðir hafa fjárfest mikið erlendis og það hefur gefist misvel,stundum vel en stundum illa. Nauðsynlegt er að setja skýrari reglur um fjárfestingar lífeyrissjóðanna.

Sumir lífeyrisþegar kvarta yfir því hvað þeir þurfa að greiða mikið í lífeyrissjóð alla ævi og hvað þeir fá síðan lítið út úr lífeyrissjóði,þegar þeir hætta að vinna.Ef lífeyrisþegi fellur frá um leið og hann kemst á lífeyrisaldur fær hann aldrei neitt úr lífeyrissjóði og maki hans fær aðeins hálfan lífeyri.Það er of lítið. Það þarf að hækka þetta hlutfall,t.d. í 2/3.Ef til vill mætti hafa hlutfall lífeyris til maka hærra,ef lífeyrisþegi hefur ekkert eða lítið fengið úr lífeyrissjóði. Það er ekki réttlátt,að lífeyrissjóðurinn hirði mikið af því sem lífeyrisþegi hefur greitt í sjóðinn alla ævi.  og lifeyrisþeginn eða maki hans fái sáralítið úr sjóðnum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Á að afhenda útlendingum veiðiheimildir okkar?

Fréttablaðið segir frá því á forsíðu í morgun,að erlendir kröfurhafar,erlendir bankar,geti eignast Nýja Kaupþing.Einnig segir í sömu frétt,að erlendir kröfuhafar geti eignast hlut í Glitni. Sagt er að erfiðara sé að koma Nýja Landsbankanum í hendur erlendra kröfuhafa og banka.En það er greinilega mikill vilji fyrir því að koma bönkunum úr höndum þjóðarinnar yfir í hendurnar á útlendingum! Samtök atvinnurekendura hafa einnig barist harðlega fyrir því að losa okkur við'  bankana og koma þeim  í hendur útlendinga. Hvað þýðir þetta? Það þýðir það,að ef  erlendir bankar eignast nýju íslensku bankana þá eignast þeir veiðiheimildir okkar um leið.Skuldir útgerðarinnar,600-800 milljarðar, eru í ríkisbönkunum nýju  og útgerðin hefur veðsett veiðiheimildirnar fyrir þessum skuldum.Hvað halda menn,að gerist þegar útlendingar eru búnir að eignast bankana? Halda menn að erlendu kröfuhafarnir  gefi íslenskum utgerðarmönnum skuldirnar eftir? Nei,ekki aldeilis.Það er frekar að þeir gangi að íslenskum útgerðarmönnum og hirði veiðiheimildirnar.Mér sýnist nákvæmlega það sama vera að gerast hér og gerðist í aðdraganda bankahrunsins. Stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi. Stjornvöld eru alveg græn í þessu máli og telja enga hættu á ferðum. En það verður sagt annað þegar við vöknum upp við það,að útlendingar eru búnir að hirða allar okkar veiðiheimildir. Það verður að spyrna við fæti strax.

 

Björgvin Guðmundsson


Mannréttindi eru brotin hér á landi

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna er 60 ára.Íslendingar tala mikið um nauðsyn mannréttinda og fordæma mannréttindabrot erlendis.En á sama tíma eru mannréttindi brotin hér á landi. Mannréttindanefnd Sþ. úrskurðaði,að kvótakerfið í sjávarútvegi á Íslandi fæli í sér mannréttindabrot.Kerfið væri ósanngjarnt og þegnum landsins væri mismunað við úthlutun veiðiheimilda.Úrskurður nefndarinnar var sendur ríkisstjórn Íslands og óskað úrbóta á kerfinu. En hvað gerðist þá? Ríkisstjórnin  maldaði í móinn og sagði erfitt að breyta kerfinu,a.m.k. tæki það langan tíma.Þegar mannréttindi eru brotin er ekki unnt að leiðrétts það á löngum tíma. Það verður að gera það strax.Svar sjávarútvegsráðherra til Mannréttindanefndar Sþ. var til skammar.Það verður strax að breyta kvótakerfinu og afnema mannréttindabrotin.Annað er ekki sæmandi Íslendingum.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 8. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband