Fjölmennur borgarafundur í kvöld

Fjölmenni var á borgarafundi í Háskólabíói í kvöld og mörgum heitt í hamsi þótt ekki hafi jafn margir mætt og um daginn þegar ráðherrar sátu fyrir svörum. Í kvöld var verðtrygging, skuldir heimilanna og fleira í þeim dúr var til umræðu.

Frummælendur á fundinum voru Ásta Rut Jónasdóttir, húsmóðir, Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri alþýðusambands Íslands og Vésteinn Gauti Hauksson, markaðsstjóri. Meðal gesta voru Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, sem var erlendis á dögunum þegar ráðherrum var boðið á fundinn á sama stað, Ögmundur Jónasson formaður BSRB og Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins. 

Áætlað var í upphafi fundar að tæplega 700 manns væru mættir, þar á meðal nokkrir alþingismenn og þá voru fulltrúar þýskra, breskra og bandaríska fjölmiðla á staðnum. 

Sérlega góður rómur var gerður að máli Ástu Rutar, klappað eftir nánast hverju setningu og fólk stóð upp og hyllti Ástu þegar hún hafði lokið máli sínu. Ástas kvaðst reka heimili, sýna aðgát og aðhaldssemi í rekstri, stunda siðlega og löglega viðskiptahætti. Fyrir ári hefði hún fengið lán fyrir kaupum á íbúð, 70% af kaupverði, en eigið fé væri nú að brenna upp á verðbólgubáli.

Ásta Rut gagnrýndi verkalýðsforystuna fyrir ofurlaun, og spurði m.a. hvernig fólk með slík laun gæti verið í tengslum við hinn almenna launamann. (mbl.is)

Fundarhöld almennings halda áfram og mönnum er að vonum heitt í hamsi. Og þannig verður það þar til kosningar hafa verið ákveðnar og einhver er reiðubúinn  að axla ábyrgð.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íslendingur

Eru Íslendingar komnir í jólafrí frá lýðræðisbaráttu og kreppu?

Íslendingur, 8.12.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband