Verða vinnubrögð bankanna gegnsærri?*

Nýi Glitnir hf., Nýja Kaupþing hf. og NBI hf. hafa komið sér saman um  aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Segja bankarnir, að á meðan unnið sé að fjárhagslegri endurskipulagningu lífvænlegra fyrirtækja þurfi að leitast við að þau haldi áfram starfsemi.  Í þeirri vinnu verði fyrst og fremst litið til hagsmuna fyrirtækjanna sjálfra og reynt að tryggja framtíð þeirra.

Í tilkynningu frá bönkunum þremur segir, að framundan sé mikil vinna við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Miklir hagsmunir séu í húfi hjá kröfuhöfum, skuldurum og þjóðfélaginu öllu. Mikilvægt er að ferlið sé gagnsætt og sanngjarnt og að stuðlað sé að aukinni samkeppni í atvinnulífinu.  Koma þurfi í veg fyrir að tímabundnir erfiðleikar og ósamkomulag kröfuhafa leiði til falls lífvænlegra fyrirtækja.


Með vísun til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 2. desember sl. um aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja, sem meðal annars beint var til hinna nýju banka, hafa Nýi Glitnir hf., Nýja Kaupþing hf. og NBIhf. komið sér saman um eftirfarandi aðgerðir:
 

  1. Bankarnir miða að því að starfa eftir áliti Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2008, frá 12. nóvember 2008 og sjái um að kynna það fyrir starfsmönnum sínum.
  2. Að stofnað verði  embætti umboðsmanns viðskiptamanna í hverjum banka í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnar.  Umboðsmaður taki til starfa eins fljótt og unnt er.
  3. Að tekið verði mið af alþjóðlegum viðmiðum (London Approach) sem mynda ramma um úrvinnslu flókinna lánamála og stuðla að yfirveguðum ákvörðunum í hverju máli, þar sem talið er að hefðbundin réttarfarsúrræði laga henti ekki.
  4. Hver banki eða bankarnir sameiginlega  munu setja á stofn umsýslufélög sem hafa það hlutverk að yfirtaka eignarhluti í fyrirtækjum sem bankinn hefur eignast.  Bankar kunna þó að þurfa tímabundið að halda hlutum í fyrirtækjum á meðan verið er að vinna að úrlausn á vanda þeirra.

 

„Framangreindum aðgerðum er ætlað að stuðla að því að úrvinnsla útlánavandamála hjá hinum nýju bönkum verði eins gegnsæ og sanngjörn og kostur er og allir meginferlar séu skýrir. 

Aðgerðunum er ætlað að tryggja að viðskiptaleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við úrlausn útlánavandamála. Hafa verður í huga að þrátt fyrir að bankarnir setji sér sameiginleg meginviðmið getur misjöfn staða fyrirtækja kallað á ólíkar aðferðir við úrlausn skuldavanda.
 
Nýi Glitnir, Nýja Kaupþing og NBI lúta samkeppnislögum líkt og önnur fyrirtæki í landinu. Samkeppniseftirlitið hefur heimilað hinum nýju bönkum að vinna saman að þessu mikilvæga máli enda kalla stjórnvöld eftir samræmdum vinnureglum," segir í tilkynningu frá bönkum. (mbl.is)

Fara til baka Bankarnir hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að vinna fyrir luktum dyrum að sölu fyrirtækja og endurskipulagningu  þeirra. Krafan hefur verið gegnsæ vinnubrögð. Vonandi munu hinar nýju starfsreglur bankanna bæta úr þessu.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Bankar sammælast um aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin ræðir við samtök launþega og atvinnurekenda

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að stjórnvöld hefðu í dag rætt við samtök launþega og atvinnrekendur um horfur í ríkisfjármálum. 

Verið var að ræða utan dagskrár á þingin um samráð ríkisstjórnarinnar við launþegasamtökin að ósk Guðjóns A. Kristjánssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins.

Geir sagði, að ríkisstjórnin legði áherslu á samráð við launþegasamtök og atvinnurekendur, væri afar mikilvægt um þessar mundir.  Þannig hefðu stjórnvöld haldið fund í dag með Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands og ráðgerðu fundi með fleiri samtökum stéttarfélaga til að ræða horfur í ríkisfjármálum.

„Við teljum mikilvægt að það sé gott og gjöfult samráð við þessi samtök öll, samráð sem getur skilað árangri, ekki síst núna á jafn óvissum tímum og nú ber vitni," sagði Geir.

Hann sagði að heita mætti, að fyrsta áfanga endurreisnarstarfsins vegna fjármálaáfallsins sé lokið. Í öðrum áfanga væri mikilvægt að fylgja eftir þeim þremur meginþáttum samkomulagsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem snéru að endurreisn bankakerfisins, ríkisfjármálum og gengismálum.

„Það er vissulega ánægjulegt að sjá með hvaða hætti gjaldeyrismarkaðurinn  fer af stað eftir að krónunni var fleytt, eins og það er kallað, því hún hefur styrkst um 25% á fyrstu þremur viðskiptudögunum þótt hún hafi aðeins veikst í dag," sagði Geir.

Bætti hann við, að stjórnvöld geri sér vonir um að verðbólgan geti gengið hratt niður þegar krónan væri að ná viðspyrnu á gjaldeyrismarkaði.(mbl.is)

Viðræður ríkisins við aðila á vinnumarkaði eru erfiðar. Kaupmáttur fellur ört og  ekki er sjáanlegt,að unnt verði að auka kaupmáttinn í bráð. Hins vegar er fremur að  ýmsar ráðstafanir í félagsmálum gætu komið til greina.Launþegasamtökin leggja mikla áherslu á að ná verðbólgunni sem fyrst niður.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ræða við samtök um horfurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir kannast ekki við orð Davíðs um 0%

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, kannast ekki við það að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hafi sagt í samtali þeirra tveggja að 0% líkur væru á að bankarnir lifðu af.

Jón Magnússon, þingmaður Frjálslyndra, spurði Geir út í þetta á þingi í dag og vísaði til orða Davíðs af fundi viðskiptanefndar Alþingis í síðustu viku. (mbl.is)

Geir forsætisráðherra kannast ekki við orð Davíðs um 0%. Og enginn af ráðherrum Samfylkingarinnar kannast við þessi orð Davíðs.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Kannast ekki við 0%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk ber minnst traust til Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið, bankakerfið og Seðlabankinn eru þær stofnanir sem flestir segjast bera lítið traust til. Þannig eru 80% sem setjast bera lítið traust til Fjármálaeftirlitsins og bankakerfisins en 74% segjast bera lítið traust til Seðlabankans.

Ríkisstjórnin nýtur lítils trausts meðal 61% svarenda, og Alþingi nýtur lítils trausts meðal 55% svarenda.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunnar sem gerð var á vegum MMR meðal almennings um hve mikið traust Íslendingar bera til stofnanna sinna.

Fram kemur að um og yfir 76% aðspurðra segjast bera mikið traust til Háskóla Íslands, Fréttastofu Sjónvarps (RÚV) og Lögreglunnar. Háskólinn í Reykjavík nýtur trausts 64% svarenda.

Athygli vekur að mun fleiri segjast bera mikið traust til gamalgróinna fyrirtækja og vörumerkja en helstu valdastofnana samfélagsins. Þannig eru 53% sem segjast bera mikið traust til Mjólkursamsölunnar, 43% segjast bera mikið traust til Sláturfélags Suðurlands, 39% segjast bera mikið traust til Bónuss og 34% segjast bera mikið traust til Coca Cola.

Þetta er svipaður fjöldi og kveðst treysta Landsvirkjun og stéttarfélögunum, sem hvort um sig njóta mikils trausts hjá 37% svarenda.

Sé litið til helstu valdastofnana samfélagsins þá eru 19% sem bera mikið traust til Ríkisstjórnarinnar og 18% sem bera mikið traust til Alþingis. Þetta er álíka fjöldi og kveðst bera mikið traust til VR og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Athygli vekur að heldur fleiri, eða 26%, segjast bera mikið traust til Evrópusambandsins.(visir.is)

Þessi könnun kemur ekki á óvart. Framangreindar stofnanir ríkisins eru rúnar trausti,þar eð þær brugðust eftirlitshlutverki sínu í aðdraganda bankakreppunnar.

 

Björgvin Guðmundsson




Dagvara hækkaði um 30,6% á einu ári

Verð á dagvöru hækkaði um 30,6% á einu ári, frá nóvember í fyrra til nóvember á þessu ári og um 3,9% í nóvember frá mánuðinum á undan. Áfengisverð hefur hækkað um 16,9% á tólf mánaða tímabili. Sala á áfengi minnkaði um 15,5% í nóvember miðað við sama mánuð árið áður á föstu verðlagi og um 1,2% á breytilegu verðlagi.

Velta í dagvöruverslunum dróst saman í nóvember um 8,9% á föstu verðlagi, en þá er miðað við þá krónutölu sem er í gangi hvert sinn sem mælt er óháð öllum öðrum áhrifum, miðað við sama mánuð í fyrra. Á breytilegu verðlagi jókst velta dagvöruverslunar um 19,1% miðað við sama mánuð í fyrra, en þá á sér stað leiðrétting á verðlaginu með því að taka tillit til verðbreytinga sem hafa orðið á tímabilinu. 

Síðustu fjóra mánuði hefur velta dagvöruverslunar í hverjum mánuði verið minni en sömu mánuði árið áður að raunvirði, smásöluvísitölu verslunarinnar. (mbl.is)

Ýmsar aðrar vörur hafa hækkað enn meira eða um 50%.Hækkanir á matvöru eru ekki allar komnar fram í vísitölumælingum enn. Ég tel,að þær hafi hækkað meira en 30%.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Dagvara hefur hækkað um 30,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplausn á alþingi

Upplausn varð á alþingi í gær vegna mótmæla nokkurs hóps unglinga,sem voru með háreisti á þingpöllum. Fyrst var fundi af  þessum sökum frestað  í 10 mínútur,Síðan var fundi hvað eftir annað frestað.Var það mjög ótraustvekjandi,að alþingi skyldi ekki geta haldið fundi vegna unglinganna. Betra hefði verið að fresta fundi til kvölds eða fella fund niður þennan daginn.

Erfiðlega gekk að fjarlægja unglingana sem voru með ólæti. Öryggisgæsla virðist alls ekki hafa verið nægi í þinghúsinu en úr því verður bætt. Það þarf að vera það öflug og ströng öryggisgæsla í þinghúsinu,að þingfundir geti haldið þar áfram án truflana.

 

Björgvin Guðmundsson


Þorsteinn Pálsson: Sjávarútvegi borgið í ESB

þorsteinn Pálsson ritstjóri  Fréttablaðsins skrifar athyglisverðan leiðara í blað sitt í  dag. Þar segir hann,að regla ESB um hlutfallslegan stöðugleika  tryggi aðildarríkjunum sömu veiðiheimildir og þær höfðu áður.Hér hafa engar aðrar þjóðir veitt um langan tíma og því á engin önnur þjóð rétt á veiðiheimildum hér,segir Þorsteinn.Þetta er rétt. Hitt er annað mál,að veiðiheimildirnar yrðu gefnar út í Brussel eftir að Ísland væri gengið í ESB.Þrátt fyrir það sem Þorsteinn segir tel ég að  Ísland eigi að leita eftir undanþágum fyrir sjávarútveg sinn, þ.e. undanþágum sem tryggi Íslandi full yfirráð yfir fiskimiðum sínum.Það má beita ýmsum röksemdum í því skyn svo sem að Ísland er á fjarlægum norðurslóðum,er eyland og atvinnuvegir í landinu eru mjög einhæfir  og þjóðin mjög fámenn.Vegna fjármálakreppunnar ætti að vera auðveldara að fá undanþágu.

 

Björgvin Guðmundsson


Rúmlega helmingur telur mótmæla-og borgarafundi endurspegka viðhorf þjóðarinnar

Rúmur helmingur svarenda í nýrri könnun Markaðs- og miðlarannsókna ehf. (MMR) telur að mótmæla- og borgarafundir endurspegli viðhorf þjóðarinnar. Könnunin var gerð 2.-5. desember. Alls svöruðu 2.464 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára könnuninni. Telja 55,4% svarenda að boðskapur mótmæla- og borgarafunda undanfarinna vikna endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar.

Mikill munur mælist á afstöðu fólks eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Um 10% þeirra sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn telja að fundirnir endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar en tæp 57% samfylkingarfólks og rúm 82% vinstri grænna sem telja þá endurspegla viðhorf meirihluta þjóðarinnar.(mbl.is)

Ég er sammála niðurstöðu könnunarinnar.Ég tel,að viðhorf mótmæla-og borgarafunda endurspegli viðhorf þjóðarinnar. Þetta viðhorf verður ekki hundsað. Þess vegna verður sem fyrst að ákveða nýjar kosningar.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum ekki útlendinga hirða af okkur kvótann

Það er mikil hætta á því nú,að útlendingar hirði af okkur fiskveiðikvótann ,ef við hleypum erlendum kröfuhöfum inn í bankana.Það má ekki gerast. Það verður að koma í veg fyrir það með öllum ráðum.

Að mínu mati mega útlendingar ekki eiga nema 15-20% í bönkunum.Þeir mega alls ekki eignast ráðandi hlut,þar eð þá geta þeir hrifsað til sín kvótana,auðlind okkar.Útgerðin skuldar um 700 milljarða í ríkisbönkunum.Hún hefur veðsett veiðiheimildirnar fyrir þessum skuldum.Ef erlendir bankar eða aðrir kröfuhafar eignast ríkisbankana geta þeir gjaldfellt skuldir útgerðarinnar og hirt kvótana.Við höfuð áður fengið að kenna á erlendum bönkum.Landesbank í Þýskalandi  var búinn að gefa Glitni fyrirheit um rúmlega 20 milljarða lán eða framlengingu á láni en kippti að sér hendinni og hætti við.Það var þessi gerningur,sem setti Glitni á hausinn.Seðlabankinn vildi ekki lána þessa fjárhæð heldur þjóðnýtti Glitni þó bankinn hefði ekki heimild til þess.Erlendir bankar lokuðu öllum lánalínum til Íslands og íslensku bankarnir hrundu eins og spilaborg.Erlendir bankar stunda enga  félagsmalastarfsemi.Þeir munu sýna íslenskum skuldurum fulla hörku ef   þeir eignast íslensku bankana.Þeir munu þá hirða af okkur kvótann. Við verðum að koma í veg fyrir,að þeir fái aðstöðu til þess.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 9. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband