Fólk ber minnst traust til Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið, bankakerfið og Seðlabankinn eru þær stofnanir sem flestir segjast bera lítið traust til. Þannig eru 80% sem setjast bera lítið traust til Fjármálaeftirlitsins og bankakerfisins en 74% segjast bera lítið traust til Seðlabankans.

Ríkisstjórnin nýtur lítils trausts meðal 61% svarenda, og Alþingi nýtur lítils trausts meðal 55% svarenda.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunnar sem gerð var á vegum MMR meðal almennings um hve mikið traust Íslendingar bera til stofnanna sinna.

Fram kemur að um og yfir 76% aðspurðra segjast bera mikið traust til Háskóla Íslands, Fréttastofu Sjónvarps (RÚV) og Lögreglunnar. Háskólinn í Reykjavík nýtur trausts 64% svarenda.

Athygli vekur að mun fleiri segjast bera mikið traust til gamalgróinna fyrirtækja og vörumerkja en helstu valdastofnana samfélagsins. Þannig eru 53% sem segjast bera mikið traust til Mjólkursamsölunnar, 43% segjast bera mikið traust til Sláturfélags Suðurlands, 39% segjast bera mikið traust til Bónuss og 34% segjast bera mikið traust til Coca Cola.

Þetta er svipaður fjöldi og kveðst treysta Landsvirkjun og stéttarfélögunum, sem hvort um sig njóta mikils trausts hjá 37% svarenda.

Sé litið til helstu valdastofnana samfélagsins þá eru 19% sem bera mikið traust til Ríkisstjórnarinnar og 18% sem bera mikið traust til Alþingis. Þetta er álíka fjöldi og kveðst bera mikið traust til VR og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Athygli vekur að heldur fleiri, eða 26%, segjast bera mikið traust til Evrópusambandsins.(visir.is)

Þessi könnun kemur ekki á óvart. Framangreindar stofnanir ríkisins eru rúnar trausti,þar eð þær brugðust eftirlitshlutverki sínu í aðdraganda bankakreppunnar.

 

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband