ESB kosningamál fyrir næstu þingkosningar

Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, sagði í pallborðsumræðum á ráðstefnu um íslensk efnahagsmál í Kaupmannahöfn í dag, að líklegt sé að Íslendingar taki upp nýja mynt innan þriggja ára.

Sérstakur gestur ráðstefnunnar var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra en auk hennar og Sigurðar töluðu Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi og Richard Portes, hagfræðiprófessor.

Ingibjörg Sólrún var í pallborðsumræðunum m.a. spurð hver væri afstaða íslensku  ríkisstjórnarinnar til aðildar landsins að Evrópusambandinu. Hún svaraði að þar sem allir flokkar nema Samfylkingin væru andsnúnir aðilarviðræðum hefði málið ekki verið rætt til hlítar hvorki meðal almennings né stjórnvalda. Hún taldi hins vegar sennilegt að vegna umræðu um evruna og stöðu krónunnar yrði aðildin að kosningamáli fyrir næstu alþingiskosningar.

Þetta er í fyrsta sinn,sem ráðherra í núverandi ríkisstjórn  talar um að' aðild að ESB verði á dagskrá í næstu þingkosningum.Mjög líklegt er að Ísland sæki um aðild að ESB í byrjun næsta kjörtímabils.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Nýr gjaldmiðill innan 3 ára?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"stutt er á milli hinnar klassisku sjálfstæðisstefnu annars vegar og jafnaðarmennskunnar hins vegar"

Ellert Schram fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi þingmaður Samfylkingarinnar skrifar grein í Mbl. í dag um nauðsyn þess að ganga í ESB. Í greininni segir hann m.a.: " Nú sit ég sem aldursforseti og fer mér hægt enda meðlimur í góðu stjórnarasamstarfi,sem ekkert er út á að setja því stutt er á milli hinnar klassisku sjálfstæðisstefnu annars vegar og jafnaðarmennskunnar hins vegar. Tveir frjálslyndir og praktiskir stjórnmalaflokkar í einni sæng. Það var kominn tími til."

Það var einmitt þaðþ

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Vandræðaástand á húsnæðismarkaðnum

Algert vandræðaástand ríkir nú á húsnæðismarkaðnum,bæði á leigumarkaði og fasteignamarkaði.

Húsaleiga hefur stórhækkað og  er nú algengt verð fyriir  2ja herbergja íbúð 120 þúsund á mánuði. Jafnvel litlar 2ja herbergja íbúðir í kjöllurum eru leigðar á 100 þúsund. kr. á mánuði.Ekki er ástandið betra  á fasteignamarkaðnum.Bankarnir hafa að mestu skrúfað fyrir öll útlán til almennings,þannig að ekki fást lán til íbúðakaupa. Aðeins Íbúðalánasjóður lánar á sama hátt og áður,þegar veð og annað er í lagi.En ef kaupandann vantar eitthvað meira fjármagn til íbúðakaupanna og fer í banka kemur hann að lokuðum dyrum. Ungu fólki,sem er að byrja búskap, eru allar bjargir bannaðar nema fjölskyldan geti hjálpað.  Á sama tíma og  þetta ástand ríkir á húsnæðismarkaðnum er atvinna byrjuð að dragast saman.Sú þróun á eftir að versna.Ástandið í  húsnæðismálunum er mun verra en var fyrir 1 ári.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 


Afstaða flokkanna til ESB á skjön við vilja kjósenda þeirra.Samfylkingin vill aðild

Íslendingar eiga að einhenda sér í að breyta stöðunni í efnahagsmálum í það horf að hagkerfið uppfylli skilyrðin sem sett eru fyrir evruaðild. „Ég tel að við getum öll sammælst um það hvar í flokki sem við stöndum, og hvaða skoðun sem við höfum á Evrópusambandinu,“  sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar meðal annars í Mannamáli Sigmundar Ernis Rúnarssonar á Stöð tvö í fyrradag.

Sigmundur Ernir spurði Ingibjörgu Sólrúnu mjög um Evrópusambandið og afstöðu ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins til þess. Formaður Samfylkingarinnar sagði sína afstöðu og flokks síns ljósa í því máli en aðrir flokkar hefðu ekki gert málið upp við sig á sama hátt og virtust reyndar flestir á skjön við vilja kjósenda sinna í málinu. Ríkisstjórnin hefði ekki á dagskrá aðildarumsókn en hefði sett á fót einskonar vaktstöð með Evrópunefndinni sem skipað var í um daginn.

Ingibjörg Sólrún vék síðan talinu að efnahagsmálum og nefndi „annað sem ég tel reyndar mjög brýnt og ég tel að við getum öll sammælst um, hvar í flokki sem við stöndum og hvaða skoðun sem við höfum á Evrópusambandinu, og það er að við eigum núna að einhenda okkur í það að koma málum í það horf á Íslandi að við uppfyllum þau skilyrði sem gerð eru til þess að við getum verið aðilar að myntbandalagi Evrópu. Því jafnvel þótt við sæktum nú um í dag, og kæmumst inn í Evrópusambandið á morgun, ef því væri að skipta, þá komumst við ekkert inn í myntbandalagið, komumst ekkert inn í evruna, vegna þess að við uppfyllum ekki skilyrðin.“ Sigmundur Ernir: „Vegna þess að efnahagurinn er í molum?“ Ingibjörg Sólrún: „Nei, það er ekki rétt, í raun og veru er staðan mjög góð í íslensku efnahagslífi að mörgu leyti. Við erum með traustan grunn, traustar stoðir ..., en vextirnir eru of háir, verðbólgan of mikil, viðskiptahallinn of mikill, þannig að við þurfum að einhenda okkur í það að breyta þessu, þannig að ef og þegar við viljum stíga þetta skref, þá getum við komist þarna inn.“

Segja má,að Ingibjörg Sólrún hafi talað óvenju opinskátt um ríkisstjórnina og ESB í viðtalinu við Sigmund Erni og raunar talaði hún mjög opinskátt um afstöðu Sjálfstæðisflokksins.

Björgvin Guðmundsson


Herða verður refsingar við nauðgunum

Fimm erlendir karlmenn voru handteknir í Reykjavík í gær, grunaðir um að hafa nauðgað erlendri stúlku í húsi í vesturbæ Reykjavíkur í fyrrinótt. Krafist var gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir mönnunum og hafa nokkrir þeirra verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag. Óljóst er um tildrög málsins en grunur leikur á að stúlkunni hafi verið byrluð ólyfjan

Það verður nú æ algengara,að fréttir berist af nauðgunum.Hves konar annað ofbeldi eykst einnig.Samfélagið verður að bregðast við þessari óheillaþróun. Það þarf að herða verulega refsingar við nauðgunum svo slíkar refsingar verði ofbeldismönnum viðvörun.Einnig þarf að  herða löggæslu.

Mér finnst tekið á ofbeldismálum með of mikilli linkind.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Á bandarískur aðili að eiga hlut í Hitaveitu Suðurnesja

Ólafur Jóhann Ólafsson og bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs eru nú að leggja lokahönd á kaup á 8,5% hlut í Geysi Green Energy eftir ríflega hálfs árs undirbúning.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Ásgeir Margeirsson forstjóri Geysis Green staðfesti við blaðið að viðskiptin væru í burðarliðnum en væru þó ekki frágengin að fullu. Þá kemur einnig fram að stjórnir Geysis Green og Enex hafi samþykkt að undirbúa sameiningu félaganna. Geysir Green á nú rúm 70% í Enex á móti Reykjavík Energy Invest.

Sennilega er orðið of seint að stöðva þessi viðskipti en með kaupum Goldman Sachs  í New York á hlut í Geysir Green Energy eignast þessi bandaríski aðili hlut í Hitaveitu Suðurnesja,þar eð GGE á hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Orkumálafrumvarp Össurar á m.a. að stöðva sölu á orkuauðlindum í eigu opinberra aðila til einkaaðil.Væntanlega verður unnt að stöðva þessi viðskipti.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 11. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband