ESB kosningamál fyrir næstu þingkosningar

Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, sagði í pallborðsumræðum á ráðstefnu um íslensk efnahagsmál í Kaupmannahöfn í dag, að líklegt sé að Íslendingar taki upp nýja mynt innan þriggja ára.

Sérstakur gestur ráðstefnunnar var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra en auk hennar og Sigurðar töluðu Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi og Richard Portes, hagfræðiprófessor.

Ingibjörg Sólrún var í pallborðsumræðunum m.a. spurð hver væri afstaða íslensku  ríkisstjórnarinnar til aðildar landsins að Evrópusambandinu. Hún svaraði að þar sem allir flokkar nema Samfylkingin væru andsnúnir aðilarviðræðum hefði málið ekki verið rætt til hlítar hvorki meðal almennings né stjórnvalda. Hún taldi hins vegar sennilegt að vegna umræðu um evruna og stöðu krónunnar yrði aðildin að kosningamáli fyrir næstu alþingiskosningar.

Þetta er í fyrsta sinn,sem ráðherra í núverandi ríkisstjórn  talar um að' aðild að ESB verði á dagskrá í næstu þingkosningum.Mjög líklegt er að Ísland sæki um aðild að ESB í byrjun næsta kjörtímabils.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Nýr gjaldmiðill innan 3 ára?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband