Geir Haarde reynir að bæta ímynd Íslands

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á  ráðstefnu Íslensk- ameríska viðskiptaráðsins í New York í dag, að íslenska hagkerfið væri þróað, sterkt og sveigjanlegt og bæri ýmis einkenni sem hlytu að vera öfundarefni annarra vestrænna ríkja, svo sem hagstæða aldursskiptingu þjóðarinnar, öflugt lífeyriskerfi sem hefði nýst vel í útrás íslenskra fyrirtækja og  sterka stöðu ríkissjóðs sem væri nánast skuldlaus. Hann skýrði þær umbreytingar,sem orðið  hefðu á íslenskum efnahagsmálum.

Geir Haarde átti viðtal við marga fjölmiðla um Ísland. Tilangurinn var að reyna að bæta ímynd Íslands sem  verri staða bankanna hefur haft slæm áhrif á.Rangfærslur í erlendum blöðum um Ísland hefur skaddað ímynd Íslands.Eftir er að sjá hvern árangur ferð Geirs og bankamanna ber.

 

 Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Grundvöllur lagður að frekari velmegun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingið farið í frí!

Þinghald    alþingis hefur verið hálf skrykkjótt undanfarið. Þingfundir hafa hvað eftir annað verið felldir niður og í gær var tilkynnt,að alþingi væri farið í páskafrí!. Páskadagur er þó ekki fyrr en 23.þ.m.Hvað er að gerast? Mega þingmenn ekki vera að því að sinna löggjafarstörfum? Þurfa þeir allataf að vera í fríi? Geta þeir ekki unnið eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins.Ég tel,að það sé löngu úrelt að alþingi taki sér löng frí á þeim forsendum,að þingmenn þurfi að sinna kjördæmum sínum. Þetta átti rétt á  sér á meðan samgöngur voru erfiðar og fjarskiptatækni ekki eins fullkomin og nú er. En í dag er engin þörf á þessum  stöðugu fríum.Þingið á að sitja að störfum allt árið og vinnutíminn þar að vera eins og hjá öðrum þegnum þjóðfélagsins.

 

Björgvin Guðmundsson


Afstaðan til eldri borgara er neikvæð

Afstaða stjórnvalda á hinum Norðurlöndunum  til hagsmunamála aldraðra er jákvæð.Stjórnvöld þar kappkosta að hafa sem best samstarf við hagsmunasamtök eldri borgara og taka jákvætt óskum þeirra um kjarabætur og bætta aðstöðu.Þessu er öfugt farið hér. Sl. 13 ár hefur afstaða stjórnvalda til  kjarabaráttu aldraðra verið neikvæð. Hagsmunasamtök eldri borgara hafa þurft að  knýja ( neyða) stjórnvöld  til þess að láta eitthvað af hendi rakna við eldri borgara. Það,sem náðst hefur fram, hefur ávallt verið of lítið og of seint. 

Svo virðist sem framald verði á þessari furðulegu stefnu stjórnvalda gagnvart eldri borgurum.Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu eldri borgurum verulegum kjarabótum og bættri aðstöðu  í síðustu kosningum.Það hefði því mátt ætla, að þeir mundu nota fyrsta tækifæri til þess að efna þessi kosningaloforð.En svo er ekki. Þvert á móti virðist hugsunin vera sú að draga efndir eins lengi og unnt sé. Ráðamenn virðast halda, að

 kjósendur gleymi kosningaloforðunum strax. En svo er ekki.Við  munum öll kosningaloforðin.Og við viljum fá efndur á þeim strax en ekki síðar.

Björgvin GuðmundssonAfstaða

 

 


Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu án samþykkis alþingis?

Valgerður Sverrisdóttir gagnrýndi heilbrigðisráðherra harðlega á alþingi í dag fyrir að lauma í gegn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu án þess að leggja málið fyrir alþingi.Hún sagði,að ráðherrann væri að koma á einkavæðingu  í miklum mæli   í heilbrigðiskerfinu án þess  að leita samþykkis alþingis.Mun Valgerður þar m.a. hafa átt við útboð ( útvistun)  á öldrunarheild Landsspítalans,sem hefur verið á Landakoti. Heilbrigðisyfirvöld segja,að erfitt hafi verið að fá starfsfólk á Landakot og því hafi verið gripið til þess ráðs að bjóða reksturinn út.

Skrítið ef auðveldara er að fá starfsfólk á Landakot,ef reksturinn er í höndum einkaaðila. Það hlýtur þá að byggjast á því,að einkaðilarnir   ætli að greiða starfsfólkinu hærra kaup og síðan verði notendur  að greiða mismuninn.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Tvöföldun Suðurlandsvegar hefst næsta ár

Framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar og vinna við jarðgöng undir Vaðlaheiði hefjast á næsta ári. Þetta kom fram í máli samgönguráðherra, Kristjáns Möller, á blaðamannafundi í dag þar sem viðauki við samgönguáætlun var kynntur. Báðar þessar framkvæmdir verða í einkaframkvæmd.  Hluti ríkisins verði greiddur með jöfnum árlegum greiðslum í 25 ár eftir að framkvæmdum lýkur.

Gert er ráð fyrir að báðar þessar framkvæmdir hefjist á fyrri hluta árs 2009. Þá felur viðaukinn einnig í sér að framkvæmdum við tengivegi víða um land verður flýtt, auk tiltekinna framkvæmda við hafnir og flugvelli. 

Um er að ræða tvöföldun Suðurlandsvegar frá Litlu Kaffistofunni að Hveragerði.

Það er fagnaðarefni,að ákvörðun um tvöföldun Suðurlandsvegar skuli hafa verið tekin. Hefur samgönguráðherra sýnt röggsemi með því að ákveða þessa framkvæmd og ýmsar aðrar í leiðinni.

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Tvöföldun hefst 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir verst settu fá engar kjarabætur

Alþingi ræddi í morgun frumvarpið um að að draga úr tekjutengingum aldraðra og öryrkja.Ögmundur Jónasson VG gagnrýndi  ýmislegt í frv.M.a. gagnrýndi hann það,að ekki skuli vera sett frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur. Þá gagnrýndi hann,að ekki skuli vera í frv. settar þær 500 milljónir til öryrkja,sem fyrri rikisstjórn hafði af öryrkjum.Ögmundur gagnrýndi einnig,að þeir verst settu meðal aldraðra og öryrkja fengju ekki kjarabætur samkvæmt þessu frv.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


°10% þeirra elstu hafa engar lífeyrissjóðstekjur

 

Sigríður Lilly,forstjóri Tryggingastofnunar, flutti erindi í málstofu BSRB 29.feb. sl. Hún sagði m.a: Um 10% fólks í elstu aldurshópunum hafa engar lífeyrissjóðstekjur og jafnframt eru yfir 60% þeirra sem eru eldri en 85 ára með innan við 50 þúsund krónur í lífeyrissjóðstekjur á mánuði. Einnig kom fram að um 30% fólks í aldurshópnum 65-69 ára hafa engar lífeyrissjóðstekjur. „Við verðum að átta okkur á þessu þegar við skoðum samspil þessara kerfa,almannatrygginga- og lífeyrissjóðakerfa. Við verðum að tryggja þeim lífsafkomu sem engar tekjur hafa,“ sagði Sigríður Lillý.

Bæta má því við,að enda þótt margir  hafi lítinn lífeyri er samt talin ástæða til þess að skerða tryggingabætur vegna þessa lífeyris. Menn missa tekjutrygginguna vegna lífeyrissjóðstekna. Þessu þarf öllu að breyta,ekki síðar heldur strax.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

.


Ríkisstjórnin dregur lappirnar í kjaramálum aldraðra

Núverandi ríkisstjórn hagar sér nákvæmlega   eins og fyrri ríkisstjórn,með Framsókn innan borðs.Hún reynir að draga aðgerðir í kjaramálum aldraðra eins lengi og hún mögulega getur.Hún reynir að gera eins lítið í þessum málaflokki og hún frekast getur. Eða með öðrum orðum: Ríkisstjórnin dregur lappirnar í kjaramálum aldraðra.Ástandið í þessum efnum hefur ekkert lagast þó Samfylkingin hafi tekið sæti Framsóknar í ríkisstjórninni.Ástandið er alveg eins.Núverandi ráðherrar tala meira um að þeir ætli að gera eitthvað. En þeir gera ekkert.

Nú er mikið talað um að afnema eigi skerðingu bóta vegna tekna maka.Hæstiréttur hafði úrskurðað,að það væri brot á stjórnarskránni að skerða bætur öryrkja vegn tekna maka og það var talið að hið sama gilti um aldraða. Fyrri ríkisstjórn lofaði,að þessi breyting tæki gildi um síðustu áramót. En  það gerðist ekki. Nú á  sú breyting að taka gildi 1.apríl. Þetta er góð breyting og mannréttindi. En það er engin ástæða að þakka núverandi ríkisstjórn breytingu ,sem Hæstiréttur hafði ákveðið og lofað var að kæmi til framkvæmda um siðuastu áramót.Frekar ber að átelja stjórnvöld fyrir að tefja framkvæmdina.

Ekkert gerist í aðalmálinu: Hækkun lífeyris aldraðra. Þar er alltaf sagt,að málið sé í nefnd og í athugun og undirbúningi.Þetta er gamalkunnug aðferð,þegar þarf að tefja mál.En í þessu máli þurfti  enga nefnd. Það var búið að athuga málið í botn. Öllum athugunum var lokið. Málið var fullrannsakað um leið og ríkisstjórnin kom til valda. Það var komið að framkvæmdum. Það er mikið hreinlegra fyrir ríkisstjórnina að segja á hverju raunverulega stendur. Eru það peningamálin eða vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki bæta kjör aldraðra. Heyrst hefur,að sumir talsmenn Sjálfstæðisflokksins telji eldri borgara hafa það svo gott,að þeir þurfi engar kjarabætur. Þeir eigi svo miklar eignir.Þeir mundu ef til vill vilja reyna að lifa af rúmlega 100 þús. á mánuði.En 10 þús.eldri borgarar hafa þá upphæð til ráðstöfunar mánaðarlega.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Bloggfærslur 13. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband