Tvöföldun Suðurlandsvegar hefst næsta ár

Framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar og vinna við jarðgöng undir Vaðlaheiði hefjast á næsta ári. Þetta kom fram í máli samgönguráðherra, Kristjáns Möller, á blaðamannafundi í dag þar sem viðauki við samgönguáætlun var kynntur. Báðar þessar framkvæmdir verða í einkaframkvæmd.  Hluti ríkisins verði greiddur með jöfnum árlegum greiðslum í 25 ár eftir að framkvæmdum lýkur.

Gert er ráð fyrir að báðar þessar framkvæmdir hefjist á fyrri hluta árs 2009. Þá felur viðaukinn einnig í sér að framkvæmdum við tengivegi víða um land verður flýtt, auk tiltekinna framkvæmda við hafnir og flugvelli. 

Um er að ræða tvöföldun Suðurlandsvegar frá Litlu Kaffistofunni að Hveragerði.

Það er fagnaðarefni,að ákvörðun um tvöföldun Suðurlandsvegar skuli hafa verið tekin. Hefur samgönguráðherra sýnt röggsemi með því að ákveða þessa framkvæmd og ýmsar aðrar í leiðinni.

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Tvöföldun hefst 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband