Föstudagur, 14. mars 2008
12 mánaða verðbólga 8,5%
![]() |
Spáir mikilli verðbólgu í mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 14. mars 2008
Dæmd til að greiða kennara tæpar 10 millj. fyrir að skella hurð á höfuð hans
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag móðir ungrar stúlku, sem var nemandi í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, til að greiða kennara stúlkunnar rúmar 9,7 milljónir króna í skaðabætur auk 1 milljónar króna í málskostnað. Stúlkan renndi hurð á höfuð kennarans og slasaði hann.
Fram kemur í dómnum, að stúlkan hefur verið greind með Aspergerheilkenni. Stúlkunni hafði í nóvember 2005 sinnast við bekkjarfélaga sína og farið inn í geymslu, sem var lokað með rennihurð. Kennarinn ætlaði að sækja stúlkuna og stakk höfðinu inn í geymsluna en þá skall rennihurðin á andliti hennar og hentist hún þá með höfuðið á vegg. Síðan hefur hún þjáðst af höfuðverk, öðrum eymslum og þrekleysi.
Þetta er þungur dómur. Hann sýnir,að það getur verið dýrt spaug fyrir skólanemendur að ná sér niðri á kennurunum.Enda þótt umræddur nemandi hafi verið með aspergerheilkenni er talið,að hann hafi vitað muninn á réttu og röngu og því hafi hann vitað hvað hann var að gera og hverjar afleiðingarnar gætu orðið.
Björgvin Guðmundsson
,
![]() |
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 14. mars 2008
Hækkandi sól-vor í lofti
Það er hækkandi sól og vor í lofti.Það er léttara yfir landanum.Þetta er kærkomin breyting.
Veðrið hefur verið fremur leiðinlegt í vetur,mjög umhleypingasamt.Ef við sleppum við páskahretið er
bjart framundan.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 14. mars 2008
Ingibjörg Sólrún leiðréttir misskilning Dana
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir í viðtal við danska blaðið Politiken í dag, að líta verði á gagnrýni danskra banka á íslenska bankakerfið og efnahagslífið í því ljósi, að dönsku bankarnir eru að keppa við þá íslensku á alþjóðavettvangi.
Blaðamaður bendir á að umsvif Íslendinga, ekki síst í Danmörku, séu gríðarleg í ljósi stærðar þjóðarinnar. Ingibjörg Sólrún svarar, að Íslendingar búi í alheimsþorpi. Bankarnir eru ekki bara íslenskir þótt þeir hafi höfuðstöðvar á Íslandi heldur eru þeir alþjóðlegar fjármálastofnanir. Það verður að dæma þá á þeim grundvelli. Og það er rangt að leggja alla Íslendinga undir sama mæliker. Við erum ólík eins og allir aðrir."
Hún segir, að danskir bankar séu ekki alltaf sanngjarnir í umfjöllun sinni um íslensktefnahagslíf, sem standi traustum fótum. Og almennt eru bankarnir sterkir. Þess vegna valda dönsku bankarnir vonbrigðum. Auðvitað má gagnrýna okkur en sú gagnrýni verður að vera réttmæt. Það sem við heyrum er einskonar hroki og byggir á fordómum."
Íslenskir ráðamenn eiga þakkir skilið fyrir að halda fundi erlendis í því skyni að leiðrétta misskilning þar um ísenskt efnahagslíf og bankana hér.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 14. mars 2008
Skattamálin: Stefán Ólafsson hafði rétt fyrir sér
Menn muna eftir mikilli deilu um skattamál milli Stefán Ólafssonar prófessors og Árna Mathiesen,fjármálaráðherra. Stefán Ólafssoin hélt því fram,að fyrri ríkisstjórn hefði hækkað skatta á lágtekjufólki en lækkað þá á hátekjufólki.Fjármálaráðherra kvað þetta alrangt og sagði að Stefán kynni ekki að reikna.Reynt var að kveða Stefán í kútinn af kerfinu. En nú er komin skýrsla um skattamál frá OECD sem, leiðir í ljós, að Stefán Ólafsson hafði rétt fyrir sér: Fyrri ríkisstjórn hækkaði skattana á barnafólki og lágtekjufólki en lækkaði þá á hátekjufólki. Á sama tíma lækkaði hún skatta á fyrirtækjum.
Ég gagnrýndi það harðlega að fyrri ríkisstjórn skyldi láta það ganga fyrir að lækka skatta á fyrirtækjum, en vanrækja að hækka skattleysismörkin nægilega mikið. Núverandi ríkisstjórn heldur sömu stefnu. Hún lækkar skatta fyrirtækja meira og örar en skatta einstaklinga.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 14. mars 2008
Sundabraut þarf forgang
Það sem er mjög brýnt er að ríkisstjórnin taki af skarið um það að Sundabraut sé forgangsmál og að hún verði lögð í göngum, segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, en í gær var tilkynnt að ráðist yrði í bæði tvöföldun Suðurlandsvegar og gerð Vaðlaheiðarganga á undan Sundabraut. Hann segir að það sem tefji lagningu Sundarbrautar sé dauðahald Vegagerðarinnar í hina svonefndu innri leið. Borgarstjórn hefur tekið af skarið um að Sundabraut ætti að vera í göngum. Það væri því hægt að stytta biðina eftir Sundabraut um marga mánuði með því að taka af skarið um leiðarvalið og ýta innri leiðinni út af borðinu.
Sundabraut er mikið hagsmunamál fyrir Reykvíkinga og raunar landsmenn alla,þar eð ný braut út úr Reykjavík mundi auka umferðaröryggi mikið og greiða fyrir umferðinni,sem nú er orðin mjög erfið.Ég tek því undir orð Dags B.eggertssonar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Hægt að stytta bið eftir Sundabraut" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |