Ingibjörg Sólrún leiðréttir misskilning Dana

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir í viðtal við danska blaðið Politiken í dag, að líta verði á gagnrýni danskra banka á íslenska bankakerfið og efnahagslífið í því ljósi, að dönsku bankarnir eru að keppa við þá íslensku á alþjóðavettvangi.

Blaðamaður bendir á að umsvif Íslendinga, ekki síst í Danmörku, séu gríðarleg í ljósi stærðar þjóðarinnar. Ingibjörg Sólrún svarar, að Íslendingar búi í alheimsþorpi. „Bankarnir eru ekki bara íslenskir þótt þeir hafi höfuðstöðvar á Íslandi heldur eru þeir alþjóðlegar fjármálastofnanir. Það verður að dæma þá á þeim grundvelli. Og það er rangt að leggja alla Íslendinga undir sama mæliker. Við erum ólík eins og allir aðrir."

Hún segir, að danskir bankar séu ekki alltaf sanngjarnir í umfjöllun sinni um íslensktefnahagslíf, sem standi traustum fótum. „Og almennt eru bankarnir sterkir. Þess vegna valda dönsku bankarnir vonbrigðum. Auðvitað má gagnrýna okkur en sú gagnrýni verður að vera réttmæt. Það sem við heyrum er einskonar hroki og byggir á fordómum."

Íslenskir ráðamenn eiga þakkir skilið fyrir að halda fundi erlendis í því skyni að leiðrétta misskilning þar um ísenskt efnahagslíf og bankana hér.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband