Víðtæk áhrif EES á íslensk sveitarfélög

 EES- samningurinn hefur víðtæk áhrif á íslensk sveitarfélög. Þeir málaflokkar, sem skipta mestu máli í því sambandi eru þessir: Umhverfismál,félags-og vinnumál, orkumál,opinber innkaup, og opinberir styrkir. Fleiri mál EES- samningsins hafa áhrif á sveitarfélögin. Sveitarfélög og aðilar á vegum þeirra hafa getað tekið þátt í ýmsum verkefnum Evrópusambandsins. Hafa fengist veruleg fjárframlög frá Evrópusambandinu vegna þeirra. Unnt væri að stórauka þáttöku íslenskra sveitarfélaga í slíkum verkefnum. Íslands fær ekki styrki frá Evrópusambandinu vegna þáttöku í verkefnum á  vegum byggðaáætlunar ESB en gæti samt haft mikið gagn af þáttöku í þeim.

 Samband sveitarfélaga í Noregi hefur sérstaka skrifstofu í Brussel,sem fylgist með tilkomu nýrra tilskipana sem varða sveitarfélögin. En einnig hafa nokkrar stórar borgir í Noregi starfsmenn í Brussel,sem hafa sömu verkefni með höndum en sinna margir hverjir einnig ýmsum viðskiptamálum fyrir viðkomandi borgir. Norðmenn fylgjast mjög vel með öllu sem gerist hjá ESB og ætla að vera alveg tilbúnir þegar Noregur gerist aðili að sambandinu.Samband ísl. sveitarfélaga hefur nú einnig fulltrúa á Brussel.

Björgvin Guðmundsson


Fangaflug um Ísland og Noreg

Terry Davis, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, sem er í staddur í Ósló, segir við fréttavef Aftenposten að hann muni beita sér fyrir rannsókn á ferðum flugvéla á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, um Solaflugvöll í Stavanger í Noregi.

Í morgun lenti flugvél af gerðinni Beechcraft 350C á Solaflugvelli. Vélin er skráð á fyrirtækið Aviation Specialities Inc. í Baltimore en það er eitt af leppfyrirtækjum CIA, að því er kemur fram í skýrslu Evrópuþingsins frá árinu 2006. Talið er að vélar fyrirtækisins hafi verið notaðar til að flytja fanga, grunaða um hryðjuverkastarfsemi, í leynifangelsi á vegum CIA.

Aftenposten segir að ekki hafi verið hægt að fá upplýsingar um hvort fangar hafi verið um borð í vélinni þegar hún lenti í Stavanger. Flugvélin hélt áfram til Íslands og lenti á Keflavíkurflugvelli  þar sem hún tók eldsneyti. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli sagði við mbl.is , að tollverðir hefði farið um borð í vélina og þar hefðu aðeins verið tveir flugmenn. Vélin hélt áfram til Grænlands og þaðan til Bandaríkjanna.

Mjög margar fangaflugvélar hafa lent hér á landi.Aldrei hefur verið  viðurkennt,að um fangaflug hafi verið að ræða.Grunur leikur á því,að CIA hafi látið leppfyrirtæki flytja um Ísland og Noreg fanga,sem hafi verið pyntaðr i Austur-Evrópu og víðar. Pyntingar eru   ólöglegar og því viðurkennir CIA ekkert í þesu efni.Ekki hefur verið tekið nægilega fast á þessum málum hér á landi. Fyrri ríkisstjórn lokaði augunum fyrir fangaflugi.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Evrópuráðið rannsakar ferðir CIA-vélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 hjúkrunarfræðingar að hætta á Landspítala

Vigdís Árnadóttir, trúnaðarmaður skurðhjúkrunar- fræðinga á Landspítalanum, segir að óánægja ríki í öllum stéttum á spítalanum. Hún vill að yfirvöld spítalans og ráðherrar hefjist handa við að skapa starfsfrið.

Vigdís segir að í nýju vaktafyrirkomulagi sé horft fram hjá sérfræðiþekkingu hjúkrunarfræðinga og öryggi sjúklinga þar með stefnt í hættu. 96 af 104 hjúkrunarfræðingum á Landspítala Háskólasjúkrahúsi hafa sagt upp störfum vegna fyrirhugaðra breytinga

Ljóst er að algert upplausnarástand ríkir á spítalanum

Björgvin Guðmundsson.

 


Landssamband eldri borgara í herferð um landið

Formaður og framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara (LEB)  eru nýkomnir úr fundarherferð um landið. Þar kynntu þeir baráttumál LEB og  sögðu að það væri stefna LEB að lífeyrir eldri borgara frá almannatryggingum hækkaði í 226 þúsund krónur á mánuði fyrir einstakling.Einnig lögðu þeir áherslu á,að skerðing tryggingabóta vegna  lífeyrissjóðstekna yrði afnumin. Eldri borgarar eiga sparnað sinn,sem er   í lífeyrissjóðunum.Þegar hann er greiddur út  á það ekki að valda neinni skerðingu. Eldri  borgarar eiga að fá lífeyri frá almannatryggingum óskertan  enda þótt þeir fái útgreiddan sparnað sinn úr lífeyrissjóði.Skattur á greiðslur úr lífeyrissjóði á ekki að vera hærri en 10%.

LEB hefur pantað fund með forsætisráðherra til þess að ræða kjaramál aldraðra.

Björgvin Guðmundsson


Hverju var lofað fyrir aldraða fyrir síðustu kosningar?

Fyrir síðustu alþingiskosningar lofaði Samfylkingin eftirfarandi,ef hún kæmist í stjórn:Að leiðretta lífeyri eldri borgara,þar eð hann  hefði ekki fylgt vísitölu,þannig að lífeyririnn hækkaði í sem svaraði neysluútgjöldum skv. könnun Hagstofu Íslands,í áföngum ( nú 226 þús. á mánuði fyrir einstakling án skatta). Að setja frítekjumark að fjárhæð 100 þús. á mánuði fyrir lífeyrissjóðstekjur og  atvinnutekjur að hækka  skattleysismörk í 150 þúsund á mánuði.Ekkert af þessu hefur verið framkvæmt.Engin hækkun hefur orðið á lífeyri frá TR,ekkert frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur en loforð um 100 þús kr. frítekjumark vegna atvinnutekna 1.júlí n.k. Skattleysismörk eiga að hækka um 5800 kr. á mánuði næsta ár ( eau 95 þús)Það eruöll ósköpin.

Krafan er: Hækkun á lífeyri eldri borgara frá almannatryggingum strax ( ekki síðar)

100 þús. kr. frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna strax ( ekki síðar).

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Útgáfa Mynd var ævintýri

Mynd var minn stóri draumur," segir Hilmar A. Kristjánsson, þegar hann fjallar um útgáfustarfsemi sína í samtali við Freystein Jóhannsson í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Dagblaðið Mynd kom aðeins út í 28 daga sumarið ’62, þá skall á prentaraverkfall og Mynd kom ekki út aftur þegar því lauk. Fyrirmyndina sótti Hilmar til Bild Zeitung í Þýzkalandi. Mynd var fjórar síður í breiðsíðubroti með átta dálkum.

Í samtalinu lýsir Hilmar aðdragandanum að útgáfu Myndar, samstarfinu við Bild Zeitung og því stutta stríði sem blaðinu fylgdi. Hann segir Mynd hafa verið „óháð dagblað – ofar flokkum". „Já. Við ætluðum okkur stóra hluti. Og sögðum flokksblöðunum stríð á hendur. Þrátt fyrir endalokin var Mynd afskaplega skemmtilegt ævintýri. Það var svo mikill spenningur í kringum þetta allt," segir Hilmar.

Mér er mjög minnisstætt,þegar Mynd kom út. Ég var þá blaðamaður á Alþýðublaðinu og góðvinur minn,Björn heitinn Jóhannsson,fór til starfa á Mynd en hann hafði verið starfandi á Alþýðublaðinu.

Ég fylgdist því vel með þessu ævintýri í blaðaheiminum. Björn gaf mér reglulega skýrslu. Það var mikil synd,að Mynd skyldi aðeins koma út í skamman tíma vegna prentaraverkfalls en í útgáfu blaðsins voru vissulega farnar nýjar og skemmtilegar leiðir.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Gaf út dagblað í 28 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágreiningur um stefnu og starfshætti Landspítalans

Menn greinir enn á um það, hvort skynsamlegt hafi verið að sameina Landspítala og Borgarspítala.Sá sem átti stærsta þáttinn í því að gera þá sameiningu að verulega var Magnús Pétursson forstjóri Landdspítalans,sem nú hefur af heilbrigðisráðherra  verið látinn hætta.Allir eru sammála um að starf hans við sameiningu spítalanna hafi verið mjög gott og flestir telja í dag,að rétt spor hafi verið stigið  með sameiningunni

Flestir telja,að ágreiningur við ráðherra um stefnu og starfshætti spítalans sé aðalástæðan fyrir bottför Magnúsar úr starfi.Þar mun spurningin um einkarekstur vega þungt. Það er trúaratriði hjá heilbrigðisráðherra,að einkarekstur eigi að vera sem mestur í heilbrigðiskerfinu og fá eigi einkaaðilum,sem flest verkefni sem nú eru unnin  inni á Landsspítala.Formaður heilbrigðisnefndar alþingis,Ásta Möller,hvetur ráðherra óspart í því efni. Hún hvetur og hjálpar fólki í heilbrigðiskerfinu til þess að stofna lítil fyrirtæki um verkefni,sem nú eru unnin á Landsspítala.

Landspítalinn bauð út starfsemi fyrir aldraðra á Landakoti. Tvö tilboð bárust og sýndu þau mikið  meiri kostnað en  þann,sem greiddur hafði verið fyrir þessa starfsemi áður. Þetta er dæmigert. Einkaaðilar ætla sér að græða á þeirri starfsemi,sem ríkið rekur í dag. Þeir vilja fá meira fyriir þessa

starfsemi en greitt hefur verið fyrir hana áður.

Björgvin Guðmundsson


Mbl. ofmetur yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar um ESB

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lýsti þeirri skoðun á fundi í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum dögum, að í þingkosningum á Íslandi að þremur árum liðnum yrði kosið um það, hvort Ísland ætti að gerast aðili að Evrópusambandinu.

Þannig hefst Reykjavíkurbréf Mbl. í dag.Út af þessu leggur Mbl. síðan í öllu bréfinu.Blaðið segir,að ef Samfylkingin ætli að gera aðild að ESB að kosningamáli næst muni flokkurinn þurfa að hefja undirbúning þess nokkru áður og það muni valda spennu í stjórnarsamstarfinu.Blaðið segir,að allir aðrir stjórnmálaflokkar séu andvígir aðild að ESB. Samfylkingin muni því mála sig út í horn með þessari afstöðu sinni.Ef flokkurinn haldi fast við hana hljóti það að þýða,að ekki verði framhald á stjórnarsamvinnu flokkanna eftir næstu kosningar,Síðan bollaleggur blaðið um aðra stjórnarmyndunarkosti og eins og oft áður verður blaðinu tamt að tala um VG sem stjórnarflokk með Sjalfstæðisflokknum.Ritstjóri Mbl. var andvígur því eftit síðustu kosningar að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði stjórn með Samfylkingunnni og hefði heldur viljað stjórn með VG.

Ég tel,að Mbl. ofmeti yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar í Kaupmannahöfn. Hún var  fremur að spá fyrir um hvað yrði kosið um næst en að segja,að Samfylkingin ætlaði að setja ESB á dagskrá.Það er mikill áhugi á ESB erlendis. Íslenskir stjórnmálamenn eru mikið  spurðir um afstöðuna til ESB.Umræða hefur verið  mikil um málið hér að undanförnu og því ekki ólíklegt,að það verði eitt af þeim málum sem kosið verði um næst.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 16. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband