Stjórnarandstaðan gagnýnir ríkisstjórnina

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar gagnýna ríkisstjórnina harðleg fyriir  aðgerðarleysi í efnahagsmálum,þegar gengi krónunnar hríðfalli og verðbólga aukist.Steingrímur J.Sigfússon segir ríkisstjórnina handónýta og að hún vakni ekki þó krónan hrynji.Guðjón Arnar lýsir vantrausti á stjórnina og segir hana bera ábyrgð á því hvernig komið sé.Guðni Ágústsson tekur í sama streng.

Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir,að það hafi verið farið óvarlega í útrásinni og bankarnir skuldsett sig um of.

 

Björgvin Guðmundsson


Gott starf Fjölskylduhjálpar

Fjölskylduhjálp Íslands mun aðstoða yfir 200 fjölskyldur í dag sem þurfa m.a. á mataraðstoð að halda yfir páskahátíðina. Um 20 sjálfboðaliðar starfa við úthlutunina, en klukkan þrjú í dag voru dyr Fjölskylduhjálparinnar opnaðar. 
Það er mjög gott starf,sem  fjölskylduhjálpin vinnur bæði um páska og um jólin.Margir eiga um sárt að binda vegna veikinda og fátæktar og fjölskylduhjálpin og mæðrastyrksnefnd veita ómetanlega aðstoð.
Björgvin Guðmundsson

    Verður aðild að ESB kosningamál í næstu kosningum?

    Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefur aðild að ESB á stefnuskrá sinni.Samfylkingin vill,að Ísland ákveði samningsmarkmið sín fyrir samningaviðræður við ESB.. Síðan verði látið reyna á þau í samningaviðræðum. Niðurstaðan verði lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.Norðmenn hafa tvívegis fellt i þjóðaratkvæði að ganga í ESB. Norski Verkamannaflokkurinn vill ganga í ESB en  norska stjórnin hefur ekki aðild á stefnuskrá sinni.Eftir næstu kosningar í Noregi gæti aðild komist á dagskrá. Ef Noregur gengur í ESB verður Ísland að fylgja í kjölfarið. Ef  Noregur fer úr EFTA  og gengur  í ESB líður EFTA sennilega undir lok.
      Hér  gæti  aðild að ESB orðið kosningamál í næstu kosningum.
    Björgvin Guðmundsson

    Hrun í kauphöllinni hér

    Verð á hlutabréfum hefur hrunið í Kauphöll Íslands í dag og nemur lækkun Úrvalsvísitölunnar 6,03%. Er þetta mesta lækkun vísitölunnar frá upphafi samkvæmt upplýsingum frá kauphöllinni. SPRON hefur lækkað um 14,4%, Exista um 12,9%, FL Group um 12,8%, Kaupþing 6,9%, Bakkavör 5,8% og Landsbankinn 5%.

    Gengi krónunnar helt einnig áfram að lækka í morgun. Er ljóst,að lækkuninni er ekki lokið Búast má við að gengi krónunnar og hlutabréf í kauphöllinni hér muni halda áfram að lækka á næstunni.

    Björgvin Guðmundsson


    mbl.is Hrun í kauphöllinni
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Þosteinn Erlingsson

     

    Þorsteinn Erlingsson var eitt af okkar bestu skáldum.Hann orti þessa vísu;

    Það er líkt og ylur í-

    ómi sumra braga-

    mér hefur hlýnað mest  á því-

    marga kalda daga.-

     

     

    Þorsteinn Erlingsson fæddist þann 27. september árið 1858 í Stórumörk í Fljótshlíð. Foreldrar hans voru hjónin Þuríður Jónsdóttir og Erlingur Pálsson. Alls eignuðust þau hjón 13 börn, en sum dóu í bernsku. Þorsteinn var tvíburi og var systir hans skírð Helga.
    Það átti ekki fyrir Þorsteini að liggja að alast upp hjá foreldrum sínum.Bágur fjárhagur  hefur eflaust átt sinn þátt í því og erfitt reynst fyrir foreldra hans að sjá fyrir tveimur nýjum börnum. Hann er því ekki nema nokkurra daga gamall þegar farið er með hann að Hlíðarendakoti í Fljótshlíð þar sem Helga amma hans bjó ásamt síðari manni sínum, Þorsteini Einarssyni.
    Mun Þorsteinn hafa átt gott viðurværi hjá þessum fósturforekdrum sínum.Honum hefur liðið vel í Hlíðarendakoti ef marka má samnefnt ljóð:

     ,,Fyrr var oft í koti kátt, krakkar léku saman. Þar var löngum hlegið hátt, hent að mörgu gaman."Allir skólakrakkar lærðu þetta ljóð.
    Þegar Þorsteinn er 13 ára deyja bæði Helga amma hans og Þorsteinn fóstri hans með stuttu millibili, en þrátt fyrir það var Þorsteinn áfram í Hlíðarendakoti og nú í umsjá Ólafs föðurbróður síns, sem var honum alla tíð mjög góður.

    Björgvin Guðmundsson


    Ríkisstjórnin þarf að lækka tolla og flýta skattalækkun einstaklinga

    Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir forsendur kjarasamninga brostnar eftir gengisfall krónunnar og vill að ríkisstjórnin grípi strax til aðgerða sem verji þann ávinning launafólks sem samið var um. Þar á meðal að flýta hækkunum barnabóta og persónuafsláttar og auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð.

    Að auki eigi ríkisstjórnin að gera ráðstafanir til þess að verð á matvælum lækki með því að afnema verndartolla. Ríkissjóður standi vel og hafi alla burði til að þessa.

    Ávinningur sá sem launafólki var ætlaður í nýgerðum kjarasamningum er horfinn, segir Guðmundur og minnir á að samningarnir hafi verið miðaðir við að rétta hlut þeirra lægst launuðu.

    Ríkisstjórnin á að bregðast við þessu, segir Guðmundur, enda hafi aðkoma ríkisvaldsins verið ein helsta forsenda þess, að samningar náðust.

    Ennfremur ætti ríkisstjórnin að lækka skatta með því að flýta umsömdum hækkunum á persónuafslætti og láta hann koma til framkvæmda á þessu ári og því næsta. Þá vill Guðmundur að ríkisstjórnin leiðrétti vaxtabætur með því að hækka eignastuðla í 20 milljónir króna, í stað 11.

    Mér virðast þessar tillögur Guðmudar skynsamar. Ef ríkisstjórnin lækkkar tolla á matvælum og flýtir skattalækkun gæti það komið almenningi til  hjálpar nú þegar verðhækkanir dynja yfir. Skattur á bensíni þarf að lækka strax. Lækkun sú,er ríkisstjórnin boðaði á sköttum einstaklinga var allof lítil Hækka átti skattleysismörkin um 5800 kr. næsta ár. Það vigtar lítið.Best væri að láta hækkun skattleysismarkanna koma til framkvæmda  alla í einu lagi á næsta ári,þ.e., 20 þúsund.

    Björgvin Guðmundsson

     


    Ungir Framsóknarmenn vilja þjóðaratkvæði um ESB

    Samband ungra framsóknarmanna telur að það þjóni hagsmunum Íslands að hefja vinnu við samningsmarkmið með aðild að Evrópusambandinu í huga. Telur sambandið að kjósa eigi um það samhliða forsetakosningum í sumar hvort hefja eigi aðildarviðræður eður ei.

    Þetta er mjög athyglisvert sjónarmið hjá SUF.Formaður Framsóknar er harður andstæðingur ESB aðildar og það sama má segja um marga forustumenn Framsóknar. Valgerður Sverrisdóttir,varaformaður flokksins er fylgjandi aðild að ESB. Ljóst er,að Framsókn er klofin í málinu. Sama má líklega segja um Sjálfstæðisflokkinn. Aðild að ESB eykst hratt fylgi innan stjórnmálaflokkanna og sennilegast er skynsamlegast að leggja málið undir þjóðaratkvæði sem fyrst.

     

    Björgvin Guðmundsson


    mbl.is SUF vill kosningar um hvort hefja eigi ESB viðræður í sumar
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Íraksstríðið 5 ára

     

    Í dag  eru liðin fimm ár síðan herför undir forustu Bandaríkjamanna til Íraks var hafin. Friðarsinnar ætla að efna til fjölda samkoma víða í heiminum af þessu tilefni, og George W. Bush Bandaríkjaforseti mun flytja ávarp í varnarmálaráðuneytinu í tilefni dagsins.
     Þessi styrjöld er brot á alþjóðalögum.Hún var ekki samþykkt af Öryggisráði Sþ. Og ráðist var í hana á fölskum firsendum. Sagt var,að Saddam Hussein hefði yfir gereyðingarvopnum  að ráða og því yrði að ráðast inn í landið og uppræta þau. En það var fyrirsláttur. Það voru engin gereyðingarvopn í Írak. Þá var röksemdum breytt og sagt,að það hefði þurft að koma Hussein frá völdum.En ríki heims geta ekki gert innrás í önnur ríki vegna þess að þeim líkar ekki við stjórnandann.
    Íslenskir ráðamenn gleyptu röksemdir Bandaríkjamanna hráar. Þeir Davíð og Halldór ákváðu upp á sitt eindæmi að láta  Ísland lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak. Þeir báru málið ekki undir utanríkismálanefnd
     alþingis né ríkisstjórn. Með því brutu þeir reglur og lög.Þeir voru ekki  látnir sæta ábyrgð af þessu athæfi sínu en hrökkluðust báðir frá völdum.
    Björgvin Guðmundsson

    mbl.is Fimm ár frá byrjun stríðsins
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Bloggfærslur 19. mars 2008

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband