Iðnrekendur vilja aðild að ESB

Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í ræðu sinni á Iðnþingi í dag að ekki væri eftir neinu að bíða og Íslendingar væru tilbúnir sækja um aðild Evrópusambandinu.

Helgi sagði að við þyrftum að skilgreina samningsmarkmiðin og Íslendingar þyrftu að ganga til samninga fullir vissu um að ná fram þeim markmiðum sem við munum setja okkur.

„Við stígum ekki skrefið nema viðunandi árangur náist, einkum varðandi hagsmuni sjávarútvegs. Enn þarf tíma fyrir stóra hópa Íslendinga til að komast yfir pólitíska og tilfinningalega þröskulda. Við verðum engu að síður að nýta tímann vel, setja okkur skýr og metnaðarfull markmið gagnvart hagsmunum Íslands, og vera staðráðin í að ná árangri sem skilar Íslendingum fram á veginn“, sagði Helgi að lokum.

Iðnrekendur hafa lengi verið hlynntir aðild að ESB en nú herða þeoir greinilega róðurinn.Þeir ætla að berjast fyrir aðild okkar að ESB og ætla góðan tíma til undirbúnings.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

PDF-skrá 

 


mbl.is Ekki eftir neinu að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandi sjávarbyggða er mikill

Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki, gerði vanda sjávarplássa að umræðuefni í utandagskrárumræðum á Alþingi í dag. En hann hefur rætt við bæjarstjóra víðsvegar um landið um þann vanda sem steðjar að sjávarbyggðum landsins. Segir hann að það sem bæjarstjórarnir eigi sameiginlegt eru áhyggjur af þorskveiðikvóta og atvinnuleysi sem þýðir að fólk flyst á brott.

Væntingar sveitarstjórnarmanna til þingmanna eru miklar að sögn Árna en menn sammála um að taka þarf fastar á vandanum.

Almennt eru menn sammmála um ,að mótvægisaðgerðirnar hrökkva alltof skammt. Mikið meira verðiur að koma til.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Vandi sjávarbyggða ræddur á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valgerður vill afnema eftirlauna sérréttindi

Valgerður Bjarnadóttir,varaþingmaður Samfylkingarinnar,flutti sl. haust frumvarp á alþingi um að afnema réttindi ráðherra,þingmanna og æðstu embættismanna til eftirlauna. Hún vill,að þessir aðilar hafi sömu eftirlaun og rikisstarfsmenn. Frumvarpið er í allsherjarnefnd og hefur legið þar í 4 mánuði  órætt. Greinilega er ætlunin að svæfa það. Hún spurðist fyrir um frumvarpið á alþingi og Birgir Ármannsson svaraði með útúrsnúningum svo sem með því að segja,að svo mörg mál lægju fyrir nefndinni.Valgerður hefur barist vasklega fyrir því að afnema sérréttindi ráðamanna til eftirlauna og mun halda þeirri baráttu áfram.

 

Björgvin Guðmundsson

 


54% vilja aðildarviðræður við ESB

Afgerandi meirihluti er fyrir því að hefja viðræður um að aðild Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök iðnaðarins og kynnt var á Iðnþingi í morgun. Alls segjast 54% aðspurðra vera hlynntir aðildarviðræðum en 30% andvígir.

Þetta erathygisverð könnun og leiðir í ljós,að  menn gera sér nú ljóst,að upptaka evru þýðir aðild að ESB en álíka margir vilja  taka upp evru.

Ljóst er aðild Íslands að ESB færist  nær í tíma.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is 54% vilja aðildarviðræður við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1200 börn bíða eftir leikskólaplássi-borgin vill senda konurnar heim

1200 börn  er á biðlista eftir leikskólaplássi í Rvk. Svo virðist sem meirihuti borgarstjórnar hafi gefist upp við að leysa vandann. Nú leggur meirihlutinn til ,að  teknar verði upp greiðslur til þeirra fjölskyldna sem fá ekki leikskólapláss fyrir börn sín. Er talað um 9000 kr. á fjölskyldu. Það hrekkur skammt. Þetta er mikil afturför. Með þessu er í raun verið að senda konur,mæður,sem eru á vinnumarkaði heim í stað þess að útvega nú leikskólarými og nýtt starfafólk.Borgin ætti að breyta eldra húsnæði í leikskóla og fá nýtt starfsfólk með því að hækka launin.

 

Björgvin Guðmundsson


Ekki olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum

Ekki líst mér á að reisa olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum.Við Vestfirði eru einhver bestu fiskimið ndsins og ef olíuslys verður og mikil olía fer í sjóinn eru þessi fiskimið i hættu.Þarna er einnig mikil náttúrufegurð og olíuhreinsunarstöð fer illa þarna. Ef nauðsynlegt er að reisa hana ætti hún að rísa annars staðar.

Ég  skil vel ,að Vestfirðingar leiti að nýjum atvinnutækifærum eftir að kvótakerfið hefur farið mjög illa með byggðirnar vestra.Það,sem á að gera,er að breyta kvótakerfinu  enda verður að gera það eftir úrskurð mannréttindanfndar Sþ. Það verður að opna kerfið fyrir nýjum  aðilum og það verður að  breyta kerfinu þannig að allir sitji við sama borð. Það verður að afturkalla veiðiheimildir og setja á uppboð eða  úthluta að nýju. Það þarf að opna fyrir smábátunum,það mundi hjálpa Vestfirðingum mikið.

 

Björgvin Guðmundsson


Loksins byggt hjúkrunarheimili

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur falið Framkvæmdasýslu ríkisins að bjóða út byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 110 aldraða við Suðurlandsbraut 66 í Reykjavík. Áætlað er að nýtt heimili verði tekið í notkun um mitt ár 2010.

Heimilið verður á fjórum hæðum og er stærð þess tæpir 7.700 fermetrar. Þjónusturými, matsalur og skrifstofur stjórnenda verða á jarðhæð en hjúkrunardeildir á öðrum hæðum. Af 110 hjúkrunarrýmum verða 40 þeirra sérstaklega ætluð heilabiluðum og 10 rými verða fyrir aldraða með geðfötlun. Allir íbúar heimilisins munu eiga kost á einbýli með baðherbergi og verður einkarými hvers og eins um 24 fermetrar.

Áætlaður heildarkostnaður verksins er um 2,2 milljarðar króna og miðast þá við að heimilið sé fullbúið til reksturs með öllum nauðsynlegum búnaði. Fjármögnun skiptist þannig að 45% kostnaðar greiðir ríkið, Reykjavíkurborg greiðir 30% og Framkvæmdasjóður aldraðra greiðir 25%.+

Ég fagna því,að loks skuli hið opinbera gera átak í byggingu hjúkrunarheimila eins og talað var um fyrir síðustu kosningar.Þetta er að vísu  seinna á ferðinni en reiknað var með.Hér er um 110 hjúkrunarrými að ræða en alls var lofað byggingu 400 hjúkrunarrýma.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Bygging hjúkrunarheimilis boðin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Július Vífill gagnrýnir REI skýrsluna

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi skýrslu stýrihóps borgarráðs um málefni Reykjavik Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar í fyrrinótt og sagði jafnframt að Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna, og Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefðu verið vanhæfar að hans mati til að vera í stýrihópnum.

 

Þessi gagnrýni er nokkuð seint fram komin. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins stóðu að skýrslunni og hefðu að sjálfsögðu átt að koma með gagrýni Júlíusar á meðan unnið var að skýrslunni.Það sem Júlíus mun eiga við er það,að þær Svandís og  Sigún Elsa hafi fjallað um lista yfir þá sem áttu að fá kaupréttarsamninga og hafi þær gert breytingartillögur við listana og þar með tekið nokkra ábyrgð á þeim.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Gagnrýnir skýrslu um REI og segir fulltrúa vanhæfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill klofningur í Sjálfstæðisflokknum um orkumálin

Í erindi sínu á útvarpi Sögu í gær sagði Birgir Ármannsson,alþingismaður Sjálfstæðisflokksins,að  slæmt væri það ákvæði í orkufrumvarpi Össurar,að  ríkið mætti ekki selja einkaaðilum orkuauðlindir.Þetta er einmitt það ákvæði frumvarpsins,sem ég er hrifnastur af.Það á ekki að braska með orkuauðlindir okkar og leggja þær í hendur einkaaðila  svo þeir geti grætt á þeim.Birgir virtist þeirrar skoðunar,að það mætti selja einkaðilum orkuauðlindirnar.

Margir  þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gert athugasemdir til orkufrumvarp Össurar,flestir á sama grundvelli og Birgir. Það er því greinilega alvarlegu klofningur í Sjálfstæðisflokknum um orkumálin.

 

Björgvin Guðmundsson


Hálka og hálkublettir,snjókoma. Er ekki komið nóg?

Á Suðurlandi er hálka og snjókoma á Sandskeiði, í Þrengslum og á Hellisheiði. Annars eru víða hálkublettir. Á Vesturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir. Hálka er á Holtavörðuheiði.

Þannig eru veðurfréttir búnar að vera lengi undanfarið. Stundum hlýnar í 1-2 daga en síðan sækir aftur í sama farið.Þetta er orðið mjög þreytandi veðurfar og tími kominn til breytinga. Væntanlega fer fljótlega að hlýna og það er þegar farið að birta. Vonandi er ekki  langt í vorið.

 

Björgvin Guðmundsson

.


mbl.is Hálka og snjókoma á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Bloggfærslur 6. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband