Kvótamálinu fórnað- ekkert bitastætt í kjaramálum aldraðra

Fyrir síðustu alþingiskosningar lagði Samfylkingin til hliðar eitt  stærsta baráttumál sitt,kvótamálið. Ég var mjög  óánægður með það.Sjálfsagt hefur það greitt fyrir myndun ríkisstjórnar með
Sjálfstæðisflokknum.Í staðinn  lagði Samfylkingin höfuðáherslu á velferðarmálin í kosningabaráttunni. Ég tel,að langur vegur sé frá því, að Samfylkingin hafi enn sem komið er náð nægilegum árangri í velferðar-
málunum.T.d. hefur lítill árangur enn náðst í málefnum aldraðra.Þar hefur öll áhersla verið lögð á þá sem eru á vinnumarkaðnum en ekkert hugsað um þá  eldri borgara,sem ekki geta unnið. En þeir eru mikið verr settir en þeir sem eru vinnufærir.Tæpir  10 mánuðir eru síðan ríkisstjórnin tók við völdum.Samt hefur  ekkert bitastætt gerst í kjaramálum aldraðra enn.
Björgvin Guðmundsson

200 kjarasamningar lausir á árinu

Það eru ýmsir samningar í gangi,“ segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari um stöðuna í gerð kjarasamninga, en yfir 200 samningar eru lausir á árinu. Alþýðusambandið hefur gengið frá sínum kjarasamningum, en enn eiga stórir hópar eftir að ljúka samningum. Þar á meðal er starfsfólk heilbrigðisstofnana og fleiri hópar. Ásmundur segir flesta samningana vera lausa núna á vormánuðum. Hópar á vegum hins opinbera sé um þessar mundir að byrja á sínum viðræðum þótt þær séu ekki komnar á borð ríkissáttasemjara.

Ásmundur segir erfitt að átta sig á því hversu erfiðir samningar, sem ekki lúta að hinu opinbera, verði í framhaldi af samningum Alþýðusambandsins, en um þessar mundir er unnið að samningum við starfsfólk flugfélaga.

Þessa dagana eru aðilar á vinnumarkaðnum að  taka  nýju kjarasamningana  milli ASÍ og SA til atkvæða í samtökum sínum. Er búist við að þeir verði  samþykktir.Samningarnir áttu að gilda frá síðustu mánamótum. Sumir atvinnurekendur munu hafa greitt kauphækkunina strax 1.mars með fyrirvara en flestir bíða með að greiða hana. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar eiga einnig að fá hækun frá sama tíma en enginn veit hvað þeir fá,þar eð stjórnvöld skammta þeim  einhverja hungurlús enda þótt öll sanngirni mæli með því að þeir fái sömu hækkun og verkafólk,þ.e. 15-20% hækkun.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Stórir hópar eftir að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 atærstu lífeyrissjóðirnir keyptu mest í Exista,Kaupþingi og Bakkavör

 

Morgunblaðið sló því upp  á forsíðu í gær,að þrír stærstu lífeyrissjóðirnir hefðu keypt

 mest af hlutabréfum  í Exista,Kaupþingi pg Bakkavör.

Stjórnarformenn þriggja af stærstu lífeyrissjóðunum segja enga ákveðna stefnumörkun búa að baki því að þrjú fyrirtæki, Kaupþing, Exista og Bakkavör, hafa mikið vægi í innlendu hlutabréfasafni sjóðanna.

„Sjóðurinn starfar eftir ákveðinni fjárfestingarstefnu sem stjórnin fer yfir frá einum tíma til annars og við höfum fylgst með að kaup og sala í verðbréfaviðskiptum séu í samræmi við fjárfestingarstefnuna,“ segir Vilhjálmur Egilsson, stjórnarformaður lífeyrissjóðsins Gildi. Hann segir að á seinasta ári hafi meira verið selt af hlutabréfum en keypt var „en núna eftir að verðið hefur lækkað mikið þá eru komin upp miklu fleiri kauptækifæri. Það er mjög breytilegt hvað er nákvæmlega keypt eða selt á hverjum tíma í hverju félagi,“ segir Vilhjálmur.

Það séu fyrst og fremst starfsmenn sjóðsins sem meti á hverjum tíma hvar sölu- og kauptækifærin er að finna. Hann bendir á að ef hlutabréfasafn sjóðsins er skoðað yfir nokkurra ára tímabil, megi sjá að það hafi verið mjög breytilegt frá einum tíma til annars hversu stóran hlut sjóðurinn eigi í einstökum fyrirtækjum.

Með því að draga fram kaup lífeyrissjóðanna í umræddum þremur fyrirtækjum var Mbl. að gera þessi kaup tortryggileg.En því verður ekki trúað að neitt óeðlilegt hafi búið að baki þessum kaupum. Því verður að treysta að lífeyrissjóðirnir ávaxti fé sitt þar sem hagkvæmast er hverju sinni.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Breytilegt hvað lífeyrissjóðirnir kaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Bloggfærslur 6. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband