Mánudagur, 14. apríl 2008
Þingið þarf að vinna betur
Engir þingfundir eru á alþingi á mánudag og föstudag í þessari viku.Þingið tekur lengra jólaleyfi og páskaleyfi en börnin í skólunum fá.Er ekki komin tími til þess að stokka upp vinnulag þingsins? Getur þingið ekki unnið í takt við þegna þjóðfélagsins,hætt stöðugum fríum og löngu sumarhléi. Auðvitað á þingið að starfa á sumrin og þingmenn aðeins að taka sumarleyfi eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Gamla lumman um að þingið þyrfti að gera hlé til þess að þingmenn gætu heimsótt kjördæmi sín á ekki við lengur. Með nútíma tækni er unnt að hafa samband við kjósendur og kjördæmi án þess að leggja þingstörf niður svo mánuðum skiptir. Þingið þarf að vinna betur.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.4.2008 kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. apríl 2008
Ný innflytjendastefna Jóhönnu Sigurðardóttur
Íslenskukennslu og samfélagsfræðslu fyrir innflytjendur á að efla, skýra rétt þeirra til túlkaþjónustu, herða á því að innflytjendur njóti sömu kjara, réttinda og vinnuverndar og aðrir á vinnumarkaði, einfalda regluverk kringum dvalar- og atvinnuleyfi. Þetta eru meðal sextán markmiða í nýrri innflytjendastefnu sem Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur lagt fyrir alþingi sem þingsályktunartillögu eftir samþykkt í rikisstjórn.
Um er að ræða framkvæmdaáætlun sem unnið hefur verið að í samráði og er þessi áætlun hin fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hún varð til með samstarfi ýmissa ráðuneyta, Sambands sveitarfélaga og annarra stofnana og samtaka og hefur innflytjendaráð haft forystu um verkefnið.
Þingsályktunartillagan byggist á stefnumörkun í 16 liðum sem hver um sig felur í sér eina eða fleiri aðgerðir. Meðal helstu verkefna áætlunarinnar eru:
* Að samin verði löggjöf um aðlögun innflytjenda sem meðal annars kveði á um atriði sem almenn löggjöf á einstökum sviðum tekur ekki til og móti stjórnkerfi innflytjendamála.
* Að innflytjendur á vinnumarkaði njóti sömu kjara, réttinda og vinnuverndar og aðrir.
* Að upplýsingaöflun, rannsóknir um innflytjendamál og miðlun upplýsinga til innflytjenda verði efld.
* Að skráning dvalar- og atvinnuleyfa verði einfölduð og samræmd.
* Að réttur til túlkaþjónustu verði skýrður.
* Að samin verði fyrirmynd að móttökuáætlunum sveitarfélaga og hlutverk ríkis og sveitarfélaga í málaflokknum skýrð.
* Að mat og viðurkenning á erlendri starfsmenntun og námi verði einfaldað.
* Að efnt verði til átaks gegn fordómum og mismunun og fordómafræðsla aukin.
* Að íslenskukennsla og samfélagsfræðsla verði efld.
Ég fagna þessari þingsályktun. Það var mikil þörf á henni. Ég vek athygli á aðeins 2 atriðum: Að innflytjendur á vinnumarkaði njóti sömu kjara og Íslendingar.Og að efnt verði til átaks gegn fordómum í garð útlendinga og mismunun.Það hefur vantað mikið á að innflytjendur nytu sömu kjara og innfæddir og fordómar eru miklir í garð útlendinga.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 14. apríl 2008
Samkomulag um samstarf Íslands við Nýfundnaland og Labrador
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Danny Williams, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador, skrifuðu í dag undir samkomulag um tvíhliða samstarf Íslands og kanadíska fylkisins en Geir er þar í heimsókn.
Að sögn forsætisráðuneytisins er samkomulaginu ætlað að greiða fyrir samráði og upplýsingaskiptum opinberra- og einkaaðila, greiningu á sameiginlegum hagsmunum og leit að hagnýtum samstarfsverkefnum. Þá er stefnt að aukinni samvinnu á sviði menningar, mennta og lista.
Gert er ráð fyrir að stofnuð verði sérstök nefnd sem kanni hvernig hægt verði að efla almenn samskipti Íslands og Nýfundlands og Labrador. Þar verði forgangsverkefni að stuðla að gagnkvæmri fræðslu og iðnþróun, m.a. á sviði sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda, sjávarútvegs og öryggis á hafi.
Fagna ber tvíhliða samstarfi Íslands og Nýfundnalands/ Labrador.Ísland og Nýfundnaland eiga margt sameiginlegt svo sem áhuga á fiskveiðum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.En samstarfið a einnig að taka til menningar og lista.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Samið um samstarf við Nýfundnaland og Labrador |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. apríl 2008
Verðbólguforsendur kjarasamninga að bresta
Allt stefnir í að verðbólguforsendur kjarasamninga verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda bresti, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. Nauðsynlegt sé að stjórnvöld taki þátt í því að reyna að sporna gegn þessu; ríkisstjórnin hafi hins vegar virt að vettugi óskir ASÍ um viðræður.
Kjarasamningar verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda sem gerðir voru í febrúar verða framlengdir eftir ár standist verðbólguforsendur þeirra. Þær eru tvær; annars vegar að 12 mánaða verðbólga í desember verði undir 5,5% og að verðbólgan frá ágúst til janúar, reiknuð á ársgrundvelli, verði ekki meiri en 3,8%.
Verðbólgan mælist nú tæp 9% og Seðlabankinn spáir því að hún verði svipuð um áramótin. Svonefndri forsendunefnd er falið að fylgjast með verðbólgunni að sporna gegn því að forsendurnar bresti. Í nefndinni sitja tveir fulltrúar ASÍ og tveir frá Samtökum atvinnulífsins. Gylfi segir að forsendunefndin hafi tekið til starfa.
Það er vítavert,að ríkisstjórnin skuli ekki taka í útrétta sáttahönd verkalýðshreyfingarinnar þegar hún óskar viðræðna um ráðstafanir gegn verðbólgunni.Oft áður hafa aðilar vinnumarkaðsins og ríkisstjórnin átt gott samstarf á þessu sviði og er merkast að minnast þjóðarsáttarinnar í því sambandi.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 14. apríl 2008
88% Íslendinga nota netið reglulega
Ísland er það land í Evrópu þar sem netvæðing er komin lengst en hér nota 88% af íbúum 14 ára og eldri netið reglulega, að því er kemur fram í nýrri skýrslu frá markaðsrannsóknafyrirtækinu GfK. Finnar koma næstir með 81%, Norðmenn og Danir með 76% og Svíar með 73%.
Í stærstu löndum Vestur-Evrópu er netnotkunin almennt 50-60%. Þannig nota 63% Breta netið reglulega, 61% Þjóðverja, 56% Frakka og 53% Ítala.
Ef horft er til Vestur-Evrópu er þetta hlutfall lægst á Möltu þar sem aðeins 25% þjóðarinnar notað netið reglulega. Á Spáni er hlutfallið 35%, 43% í Portúgal og 45% á Írlandi.
Í allri Evrópu er Albanía hins vegar það land þar sem netvæðing er komin skemmst á veg en aðeins um 1% albönsku þjóðarinnar notar netið reglulega. Í öllum löndum Austur-Evrópu er þetta hlutfall innan við 50% en Slóvenía er undanskilin en þar er hlutfallið 61%.
Þetta eru athygliverðar tölur. Íslendingar hafa verið gjarnir á að tileinka sér tækninýjungar og þess varð vart strax,að Íslendingar höfðu mikinn áhuga á netvæðingunni.Það kemur samt nokkuð á óvart að hér skuli vera metnetvæðing.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Langmesta netvæðingin hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. apríl 2008
Ríkið hrifsar helming af lífeyrissjóðstekjunum
Einhleypur ellilífeyrisþegi,sem hefur 100 þús. kr. á mánuði í lífeyrissjóðstekjur fær 86.278 kr. á mánuðii frá TR.En sá,sem fær ekkert úr lífeyrissjóði fær 135.928 kr. frá TR. fyrir skatta.Skerðingin nemur tæpum 50 þús.kr. Þetta er mikið ranglæti.Sá,sem hefur greitt í lífeyrissjóð alla ævi,safnað til elliáranna heldur ekki nema helmingi af lífeyrinum,sem hann á að fá úr lífeyrissjóði. Helmingur fer í skerðingar.Það er að vísu skert hjá TR en ekki hjá lífeyrissjóðnum en skerðingin á sér stað vegna lífeyrissjóðsteknanna.Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að draga úr þessari skerðingu hjá ellilífeyrisþegum.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 14. apríl 2008
Spáðu hækkandi vaxtaálagi,gengisfalli og verðbólgu
Fyrir síðustu þingkosningqar gaf Samfylkingin út rit um efnahagsmál undir ritstjórn margra séfræðinga en Jón Sigurðsson hagfræðingur og fyrrverandi Seðlabankastjóri var formaður ritstjórnar.Í inngangsorðum sagði svo m.a:
Hættan er sú að Ísland missi trúverðugleika á á alþjóðlegum fjármálamörkuðum en þá væri voðinn vís með hækkandi vaxtaálagi, gengisfalli og verðbólgugusu.
Mönnum þykir í dag,að í ritinu hafi verið spáð nokkuð nákvæmt um það sem nú er komið fram í efnahagsmálum. Ritið hefur verið prentað upp á ný en það var uppurið. Það er því fáanlegt á ný.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 14. apríl 2008
Sjálfsögð mannréttindi,að hver einstaklingur njóti fullra réttinda
Margir elli-og örorkulífeyrisþegar eru mjög ánægðir með að búið sé að afnema skerðingu lífeyris vegna tekna maka.Það var góð réttarbót,í raun mannréttindamál. Tökum dæmi: Lífeyrisþegi sem á maka sem hefur 50 þúsund í atvinnutekjur á mánuði fær nú 111 þúsund á mánuði frá almannatryggingum eða 105 þúsund krónur eftir skatta.Áður fékk hann 102 þúsund á mánuði frá TR. eða 99 þúsund eftir skatta.Hann fær því 6 þúsud meira á mánuði eftir skatta.Ekki eru þetta háar tölur og munurinn er meiri ef atvinnutekjur eru hærri. En þetta er ekki aðeins spurning um peninga. Heldur er þetta einnig mannréttindamál. Það eru sjálfsögð mannréttindi,að hver einstaklingur sé sjálfstæður og njóti réttinda sem slíkur.Lífeyrir einstaklinga frá TR,sem ekki hafa aðrar tekjur er nú 135 þúsund á mánuði eða 118 þúsund eftir skatt.Hann hefur hækkað um 5 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það eru öll ósköpin.Lífeyrisþegi sem býr einn fær heimilisuppbót,sem er tæpar 25 þús. kr. á mánuði en sá,sem býr með öðrum fær ekki heimilisuppbót.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 14. apríl 2008
Þráinn Bertelson vill kaupa alla bankana!
Þráinn Bertelson skrifar skemmtilega bakbanka í Fréttablaðið í dag. Það hefst á þessum orðum: Leyfið bönkunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, Síðar í greininni segir Þráinn: Ég lýsi mig hér með reiðubúinn til þess að kaupa alla íslensku bankana,jafnvel Seðlabankann líka þrátt fyrir að ástandið á þeim bæ sé eins og allir vita.Fyrir hvern banka er ég reiðubúinn að greiða út i hönd allt að eina evru.Í lok greinarinnar segir hann: Seðlabankanum ætla ég að pakka saman í vasatölvu,sem pípir þegar breyta þarf vöxtunum!
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 14. apríl 2008
Ingibjörg Sólrún full rausnarleg gagnvart bönkunum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra slær því föstu í samtali við danska blaðið Berlingske Tidende að allir bankar landsins geti reiknað með stuðning frá ríkisvaldinu ef þeir lenda í vandræðum.
Hún er tilbúin til þess að styðja þá beint með framlögum úr ríkissjóði og einnig til þess að auka gjaldeyrisvarasjóð landsins.
Á sama tíma hafnar hún því að bankarnir muni komast í þrot áður en að lausafjárkreppunni á alþjóðamarkaðinum lýkur. Ingibjörg segir að stjórmvöld muni ekki láta það líðast að bankarnir verði gjaldþrota eins og staðan er í dag.
Þannig segir Vísir.is frá samtali Berlingske Tidende við Ingibjörgu Sólrúnu Gíslasdóttur,utanríkisráðherra.Ef þetta er rétt eftir haft þykir mér Ingibjörg Sólrún vera fullrausnarleg í yfirlýsingum um bankana.Ég þykist vita,að ráðherrar ríkisstjórnarinnar vilji með yfirlýsingum erlendis auka traust á íslenskum bönkum á ný. En ég tel ekki að ríkið eigi að veita bönkunum framlög eða styrki eins og það heitir á íslensku.Það má auka gjaldeyrisvarasjóðinn og Seðlabankinn gæti tekið erlent lán í því skyni og til þess að eiga peninga sem varasjóð m.a. vegna íslensku bankanna.Jafnvel kaup á einhverjum skuldabréfum af bönkunum kæmu til greina,ef allt um þryti hjá þeim. En það þarf að byrja á því að setja ný lög um viðskiptabanka og þar tel ég að kæmi til greina að skipta resktri þeirra í tvennt,fjárfestingarstarfsemi og viðskiptamannastarfsemi. Það gengur ekki að bankarnir séu í alls konar fjárrfestingarbraski og setji sparifé landsmanna í hættu.
Björgvin Guðmundsson