88% Íslendinga nota netið reglulega

Ísland er það land í Evrópu þar sem netvæðing er komin lengst en hér nota 88% af íbúum 14 ára og eldri netið reglulega, að því er kemur fram í nýrri skýrslu frá markaðsrannsóknafyrirtækinu GfK. Finnar koma næstir með 81%, Norðmenn og Danir með 76% og Svíar með 73%.

Í stærstu löndum Vestur-Evrópu er netnotkunin almennt 50-60%. Þannig nota 63% Breta netið reglulega, 61% Þjóðverja, 56% Frakka og 53% Ítala.

Ef horft er til Vestur-Evrópu er þetta hlutfall lægst á Möltu þar sem aðeins 25% þjóðarinnar notað netið reglulega. Á Spáni er hlutfallið 35%, 43% í Portúgal og 45% á Írlandi.

Í allri Evrópu er Albanía hins vegar það land þar sem netvæðing er komin skemmst á veg en aðeins um 1% albönsku þjóðarinnar notar netið reglulega. Í öllum löndum Austur-Evrópu er þetta hlutfall innan við 50% en Slóvenía er undanskilin en þar er hlutfallið 61%. 

Þetta eru athygliverðar tölur. Íslendingar hafa verið gjarnir á að tileinka sér tækninýjungar og þess varð vart strax,að Íslendingar höfðu mikinn áhuga á netvæðingunni.Það kemur samt nokkuð á óvart að hér skuli vera metnetvæðing.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka T


mbl.is Langmesta netvæðingin hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband