Laugardagur, 19. apríl 2008
98 hjúkrunarfræðingar hætta eftir 12 daga
Eftir aðeins tólf daga hætta 98 hjúkrunarfræðingar á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði Landspítala störfum, taki stjórnendur ekki til baka ákvörðun um að breyta vinnufyrirkomulagi þeirra. Verði af brotthvarfi hjúkrunarfræðinganna, sem allir eru sérhæfðir á sínu sviði, verður unnið samkvæmt neyðaráætlun og aðeins framkvæmdar bráðaaðgerðir. Á skurðdeild kvennasviðs verða t.d. gerðir neyðarkeisaraskurðir en ekki kvensjúkdómaaðgerðir, s.s. vegna brjóstakrabbameins. Þá verður engar hjartaaðgerðir hægt að gera við þær aðstæður sem koma til með að skapast.
Og hjúkrunarfræðingarnir standa fast á sínu: Þeir munu ganga út þegar klukkan slær tólf á miðnætti 1. maí taki stjórn spítalans ekki breytingu á vinnutíma þeirra til baka.
Þetta er alvarlegt mál og svo virðist,sem stjórnendur Landspítalans taki ekki með nægilegri alvöru á málinu.Það er ljóst,að ýmsar mjög mikilvægar læknisaðgerðir munu leggjast af ef hjúkrunarfræingar hætta störfum,t.d. hjartaaðgerður. Það verður strax að ganga í það að leysa deiluna. Annað hvort verður að hætta við breytingu á vinnufyrirkomulagi eða veita hjúkrunarfræðingum kauphækkun sem uppbót vegna breytingarinnar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
„Verið að berja okkur til hlýðni“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 19. apríl 2008
Á Ísland að ganga i ESB?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 19. apríl 2008
Hvað fór úrskeiðis i lífeyrismálum aldraðra?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 19. apríl 2008
Ísland verður að leyfa innflutning á hráu kjöti
Vissir Framsóknarþingmenn með Guðna Ágústsson í broddi fylkingar berjast nú gegn því,að Ísland samþykki matvælatilskipun EES sem m.a. gerir ráð fyrir innflutningi á hráu kjöti,einkum svínakjöti og kjúklingakjöti.Einar K.Guðfinnsson reyndi að slá sig til riddara á þessari tilskipun og lét í veðri vaka á fundi í Valhöll, að hann væri að berjast fyrir þessari breytingu af frjálræðisást einni saman. En Valgerður Sverrisdóttir benti á í ræðu á alþingi,að hér væri einungis um tilskipun frá EES að ræða sem Ísland yrði að taka upp. Hún þyrfti að segja Guðna Ágústssyni það. Ekki var annað á Valgerði að heyra en að hún væri samþykk þessari tilskipun. En nú heldur Guðni með Bjarna Harðar í eftirdragi,að hann geti grætt einhver atkvæði á því að leggjast gegn þessari tilskipun.
Ísland á ekkert val í þessu efni. Við verðum að taka upp þessa tilskipun hvort sem okkur líkar betur eða ver. Ef við gerum það ekki getur ESB fellt úr gildi tollalækkanir á sjávarafurðum,sem, við njótum í ESB löndum.Það er engin hætta á ferðum fyrir íslenskan landbúnað þó flutt sé hingað inn hrátt svínakjöt og kjúklingakjöt. Framleiðsla á því kjöti hér heyrir ekki undir hefðbundinn landbúnað. Það verður meiri hætta fyrir íslenskan landbúnað,þegar allir tollar á innfluttu kjöti verða felldir niður eins oig stefnt er að.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 19. apríl 2008
Einkavæðing bankanna hér eins og í Rússlandi!
Þorvaldur Gylfason prófessor skrifar mikla grein um efnahagsmál i Fréttablaðið í dag. Kemur hann víða við í greininni og fer yfir allt sviðið. Hann segir,að einkavæðing bankanna hér hafi farið fram eins og einkavæðing í Rússlandi. Bankarnir hafi verið afhentir vinum foringja stjórnarflokkanna, mönnum,sem höfðu enga reynslu af rekstri banka en ekki fengnir fagmenn eða erlendir aðilar til þess að reka bankana. ( Sendinefnd,sem kom frá Svíþjóð og hafði áhuga á fjárfestingu í bönkunum var strax send heim aftur.Horfið var frá dreifðri eignaraðild í bönkunum) Þorvaldur segir,að íslensku bankarnir hafi hagað sér eins og kálfar,sem sleppt er út á vorin. Þeir hafi slegið ótæpilega lán erlendis og séu nú gífurlega skuldsettir.Undirstöður bankanna eru traustar en ef fjármálakreppan nær að kroppa í undirstöðurnar er voðinn vís. Þorvaldur segir,að íslenskir sérfræðingar hafi varað við því,að svipað ástand mundi geta skapast hér og gerðist í Asíu. Það hafi nú gerst. En þegar viðvaranir voru birtar var skellt skollaeyrum við þeim.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 19. apríl 2008
Borgin:Áætlanir í orkumálum hafa hrunið eins og spilaborg
Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir það liggja í augum uppi að Orkuveitan, OR, geti ekki farið eftir samningi sem kunni að vera ólögmætur og því beri fyrirtækinu ekki að kaupa hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja, HS.
Hann segir enn óákveðið hvort Orkuveitan áfrýi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að Orkuveitan megi ekki eiga meira en 3% hlut í Hitaveitunni.
Orkuveita Reykjavíkur þarf nú að endurmeta allt eignarhald sitt á hlutum í Hitaveitu Suðurnesja. Allar forsendur kaupa fyrirtækisins á hlutum í Hitaveitunni virðast vera brostnar, af ýmsum ástæðum. Á haustmánuðum var fyrirhugað að Orkuveitan legði hlut sinn inn í dótturfyrirtækið Reykjavík Energy Invest, REI. Þær fyrirætlanir fóru út um þúfur þegar borgarstjórnarmeirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks féll í október.
Allar fyrirætlanir Sjálfstæðisflokksins í orkumálum,útrás utan lands og innan hafa hrunið eins og spilaborg.OR má ekki eiga nema 3% i Hitaveitu Suðurnesja. Og engin samstaða er meðal borgarfulltrúa Sjalfstæðisflokksins um útrás erlendis. Sumir vilja selja REI og hætta öllum útrásaráætlunum.Aðrir vilja fara mjög varlega í útrásarverkefni erlendis. Þeir vilja,að einkafyrirtæki taki þátt í útrásarverkefnum og áhætta OR verði í lágmarki. Björn Ingi Hrafnsson sagði í Kastljósi í gær,að Sjálfstæðisflokkurinn stæði í sömu sporum í þessum málum í dag eins og sl. haust. Stefnan hefði enn ekki verið ákveðin.
Björgvin Gu'ðmundsson'
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 19. apríl 2008
Flytja fleiri fyrirtæki út?
Himinháir vextir hér á landi virka eins og sleggja á atvinnulífið og undan henni geta fyrirtæki ekki vikið sér nú með sama hætti og þegar aðgangur að ódýru erlendu lánsfé var greiður. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Ingimundar Sigurpálssonar, fráfarandi formanns Samtaka atvinnulífsins, á aðalfundi samtakanna í gær. Fundurinn var haldinn undir kjörorðinu Út úr umrótinu inn í framtíðina.
Sagði Ingimundur að við þær aðstæður sem nú væru á fjármálamörkuðum þurfi verulega lækkun vaxta, en hér sé þveröfugt farið. Því stefni í mikla erfiðleika í atvinnulífinu ef ekki rofi til á erlendum fjármálamörkuðum.
Íslensku atvinnulífi er nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða sem allra fyrst, sagði Ingimundur. Dragist það úr hófi mun það ef að líkum lætur brjótast undan oki hárra vaxta og stöðugra gengissveiflna með þeim aðferðum sem tiltækar eru.
Ingimundir bætti því við að sú hætta blasti við að íslensk fyrirtæki, sem að stórum hluta starfi á erlendum mörkuðum, muni sjá hag sínum betur borgið með því að flytja starfsemi sína til annarra landa þar sem stöðugleiki er meiri og rekstrarumhverfi hagfelldara.
Hér eru dregnar upp alvarlegar staðreyndir.Hávaxtastefna Seðlabankans bitnar bæði á fyrirtækjum og einstaklingum.Og hið háa gengi krónunnar undanfarin misseri hefur gert útflutningsfyrirtækjum mjög erfitt fyrir. Ástandið hjá útflutningsfyrirtækjum hefur batnað við gengislækkun krónunnar en hinir háu vextir sliga fyrirtæki og einstaklinga. Það er alvarlegt mál,ef þessi stefna Seðlabankans hrekur fyrirtækin úr landi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Hætta á að fyrirtæki flytji út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |