98 hjúkrunarfræðingar hætta eftir 12 daga

Eftir aðeins tólf daga hætta 98 hjúkrunarfræðingar á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði Landspítala störfum, taki stjórnendur ekki til baka ákvörðun um að breyta vinnufyrirkomulagi þeirra. Verði af brotthvarfi hjúkrunarfræðinganna, sem allir eru sérhæfðir á sínu sviði, verður unnið samkvæmt neyðaráætlun og aðeins framkvæmdar bráðaaðgerðir. Á skurðdeild kvennasviðs verða t.d. gerðir neyðarkeisaraskurðir en ekki kvensjúkdómaaðgerðir, s.s. vegna brjóstakrabbameins. Þá verður engar hjartaaðgerðir hægt að gera við þær aðstæður sem koma til með að skapast.

Og hjúkrunarfræðingarnir standa fast á sínu: Þeir munu ganga út þegar klukkan slær tólf á miðnætti 1. maí taki stjórn spítalans ekki breytingu á vinnutíma þeirra til baka.

Þetta er alvarlegt mál og svo virðist,sem stjórnendur Landspítalans taki ekki með nægilegri alvöru á málinu.Það er ljóst,að ýmsar mjög mikilvægar læknisaðgerðir munu leggjast af ef hjúkrunarfræingar hætta störfum,t.d. hjartaaðgerður. Það verður strax að ganga í það að leysa deiluna. Annað hvort verður að hætta við breytingu á vinnufyrirkomulagi eða veita hjúkrunarfræðingum kauphækkun sem uppbót vegna breytingarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is „Verið að berja okkur til hlýðni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað með siðferðilega ábyrgð hjúkrunarfræðinga gagnvart sjúklingunum? Alltaf eru heilbrigðisstéttir að hreykja sér af því hvað þær eru góðar en alltaf eru þær samt tilbúnar til að yfirgefa sjúklingana hvað lítið sem út af  ber í kjaradeilum fyrir eigin hag. Er þá nokkur ástæða til að treysta þeim á öðrum tímum? Svarið hlýtur að vera nei.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.4.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband