Of harkalegar aðgerðir lögreglu

Átökin milli bílstjóra og lögreglu við Suðurlandsveg í gær fóru úr böndum. Bilstjórarnir fara yfir strikið þegar þeir loka algerlega mikilvægum leiðum úr borginni.Og lögreglan beitti of harkalegum aðgerðum. Ég tel t.d. ,að  hún hefði ekki þurft að nota piparúða og kylfurnar voru of mikið á lofti.En bílstjórar verða að breyta um baráttuaðferðir, ef þeir ætla að halda þessum  aðgerðum áfram. Þeir geta mótmælt við alþingishúsið og jafnvel stjórnarráðið en þeir geta ekki lokað mikilvægum leiðum úr borginni . Það skapar mikla slysahættu.

 

Björgvin Guðmundsson


Björgólfur vill þjóðarsjóð

 

Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði á aðalfundi bankans í dag að Íslendingar ættu að koma sér upp öflugum varasjóði, einskonar þjóðarsjóði, til að verja efnahagslífið og hagstjórnina fyrir svipuðum áföllum og þeim, sem dunið hafa yfir síðustu mánuði.

Björgólfur sagðist vera þeirrar skoðunar að ef  Íslendingar vilji halda áfram á þeirri braut að taka fullan þátt í viðskiptum á alþjóðamarkaði, halda  fram að auka tekjur sínar í viðskiptum við útlönd, halda sjálfstæðri efnahagsstjórn og eiga kost á eigin gjaldmiðli, þá sé nauðsynlegt að koma okkur upp mjög öflugum varasjóði.

„Við ættum að koma okkur upp þjóðarsjóði sem hefði tekjur af auðlindum lands og hugviti þjóðarinnar. Þjóðarsjóði sem mundi verja efnahagslífið og hagstjórnina fyrir svipuðum áföllum þeim sem dunið hafa á okkur síðustu mánuði. Að mínum dómi ættu stjórnvöld að huga að stofnun slíks sjóðs jafnhliða því sem þau kanna með hvaða hætti öðrum má stuðla að stöðugleika í íslensku efnahags- og atvinnulífi," sagði Björgólfur.

Hann sagði að öllum væri það orðið ljóst, að ekki yrði unað við óbreytt ástand. Engin vinnufyrirtæki geti borið til lengdar yfir 15% stýrivexti og engin fyrirtæki geta vaxið þegar verðlag og gengi sveiflast upp og niður og lítið ræðst við verðbólgudrauginn.

„Og jafnvel þó við yrðum hluti af stærra peningakerfi og tækjum upp stöðugri mynt þá er ég ekki frá því að bjartsýni, ákafi og áhættusækni okkar Íslendinga muni eftir sem áður skapa þrýsting á efnahagskerfi okkar. Þá yrði ekki síður mikilvægt að eiga varasjóð til að vinna gegn skaðlegum sveiflum í búskap okkar.

Þessi hugmynd Björgólfs er athyglisverð.Hann talar um að sjóðurinn ætti að hafa tekjur af auðlindum landsins.Ég vil bæta því við ,að bankarnir ættu að leggja stórar fúlgur í slíkan þjóðarsjóð.Það verður svo áfram,að bankarnir munu skapa mesta hættu fyrir Ísland með útrás sinni og lántökum erlendis.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Íslendingar komi sér upp þjóðarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB: Við verðum að breyta stjórnarskránni

Um síðustu helgi viðraði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, þá hugmynd að þrátt fyrir að ekki stæði til að sækja um aðild að Evrópusambandinu væri eðlilegt að fyrr en síðar, jafnvel fyrir næstu kosningar, yrðu gerðar breytingar á stjórnarskránni sem heimiluðu Evrópusambandsaðild. Dómsmálaráðherra og samflokksmaður Þorgerðar, Björn Bjarnason, hefur einnig talað á svipuðum nótum. Í þættinum Mannamál á Stöð 2 í mars vakti hann máls á því að nauðsynlegt væri að til væri einhverskonar vegvísir að inngöngu. „Þú sérð það nú þegar menn eru að leysa deilumál á alþjóðavettvangi þá tala menn um „roadmap“, að það þurfi einhvern vegvísi til þess að átta sig á því hvað á að gera. Ég held að við ættum að draga hann upp,“ sagði Björn í þættinum. „Við þurfum hins vegar að átta okkur á því að þetta snýr ekki síður að heimavinnu sem við þurfum að vinna, við þurfum að gera þennan vegvísi, við þurfum að átta okkur á því,“ bætti Björn við.

 

 

Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir engan vafa leika á því að það þyrfti að breyta stjórnarskránni ef Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið en útfærslur á þeim breytinum eru hluti þess sem Björn sér fyrir sér í vegvísi. „Með aðild yrði stór hluti framkvæmdarvaldsins, löggjafarvalds og ekki síst dómsvaldsins færður til yfirþjóðlegrar stofnunar,“ segir Stefán Már og bætir við: „Það liggur fyrir að innganga í Evrópusambandið felur í sér fullveldisframsal.“ Stefán Már segir að ekki þurfi mikla breytingu til á sjálfri stjórnarskránni. „Það þarf ekki að fara í gegnum alla stjórnarskrána og breyta hverri einustu grein. Þetta er takmörkuð breyting en mjög veigamikil,“ útskýrir hann.

Við aðild Íslands að EES undirgekkst Ísland það að taka við flestum tilskipunum ESB og löggjöf. Það fól í sér mikið valdaafsal og strangt til tekið  hefði l þurft að breyta stjórnarskránni af þeim sökum en það var ekki gert. Það voru meiri breytingar sem EES samningurinn fól í sér fyrir okkur en aðild að ESB mun hafa í för með sér. En samt sem áður tel ég rétt aðstjórnarskránni verði breytt.

.

Fara til baka 


mbl.is Stjórnarskrárbreytingar forsenda ESB-aðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar!

 

Það er gamall og góður  íslenskur siður að halda sumardaginn fyrsta hátíðlegan.Það mun hvergi gert nema  á Íslandi.Langur og dimmur vetur hér og stuttir dagar  leiddu til þess að Íslendingar töldu ástæðu til þess að fagna þegar birta tók á ný og sumar gekk í garð.Lengi vel stóð Barnavinafélagið Sumargjöf  fyrir hátíðarhöldum í Reykjavík á sumardaginn fyrsta en síðan tók Reykjavíkurborg við hátíðarhöldunum. Þetta er fyrst og fremst dagur barnanna og  efnt er til hátíðarhalda fyrir þau,skrúðgöngur,leikir,söngur o.fl. Áður voru hátíðarhöldin fyrst og fremst í miðbænum  í Rvk.en síðan færðust þau út í hverfin.Veðrið hefur verið að batna síðustu daga,hiti ágætur, í kringum 10 stig syðra og sólarglæta öðru hverju. Það á að vísu að kólna eitthvað á ný á næstu dögum en við skulum samt vona,að sumarið sé komið.- Gleðilegt sumar!

 

Björgvin Guðmundsson


Lítið miðar í kjaraviðræðum BSRB

Mjög hægt miðar í kjaraviðræðum ríkisins og BSRB-félaganna. Ekki er enn komið í ljós hvort samkomulag tekst um að gera samning til eins árs eins og BSRB hefur lagt til. Ríkið hefur ekki fallið frá tillögu sinni um þriggja ára samning.

SFR átti í gær fund með samninganefnd ríkisins og sagði Árni Stefán Jónsson, formaður félagsins, að á fundinum hefði verið rætt um samningstímann án þess að menn kæmust að neinni niðurstöðu. Menn væru að skoða tiltekin atriði og myndu hittast aftur fljótlega.

Ríkið mun hafa boðið ríkisstarfsmönnum svipaðar kjarabætur og  samið var um milli ASI og SA  á almennum vinnumarkaði en þar er aðalatriðið að þeir lægst launuðu fá 18000 kr. hækkun á mánuði strax. Ríkið vill 3 ja ára samning en
BSRB vill semja til skamms tíma. Launþegar sjá nú,að allar kjarabætur brenna  upp strax á verðbólgubálinu og vilja því ekki semja  til langs tíma.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Hægt miðar í kjaraviðræðum BSRB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan dugar ekki til framtíðar

Íslenska krónan er efnahagslífinu ekki vörn til framtíðar, hún er frekar hættuvaldur, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Íslendingar hafa tveggja kosta völ, evru eða krónu og eiga sækjast eftir aðild að Evrópska myntbandalaginu þegar skilyrðum þess er náð.

Samfylkingin hefur fyrir löngu markað sér þá stefnu að Ísland eigi að skipa sér í sveit Evrópuþjóða innan Evrópusambandsins, þar eiga Íslendingar heima, segir Ingibjörg Sólrún.

Ég er sammmála Ingibjörgu Sólrúnu um það,að íslenska krónan dugi ekki til framtíðar.Við verðum að  taka upp annan gjaldmiðil og þar kemur evran einna helst til greina.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Bloggfærslur 24. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband