ESB: Við verðum að breyta stjórnarskránni

Um síðustu helgi viðraði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, þá hugmynd að þrátt fyrir að ekki stæði til að sækja um aðild að Evrópusambandinu væri eðlilegt að fyrr en síðar, jafnvel fyrir næstu kosningar, yrðu gerðar breytingar á stjórnarskránni sem heimiluðu Evrópusambandsaðild. Dómsmálaráðherra og samflokksmaður Þorgerðar, Björn Bjarnason, hefur einnig talað á svipuðum nótum. Í þættinum Mannamál á Stöð 2 í mars vakti hann máls á því að nauðsynlegt væri að til væri einhverskonar vegvísir að inngöngu. „Þú sérð það nú þegar menn eru að leysa deilumál á alþjóðavettvangi þá tala menn um „roadmap“, að það þurfi einhvern vegvísi til þess að átta sig á því hvað á að gera. Ég held að við ættum að draga hann upp,“ sagði Björn í þættinum. „Við þurfum hins vegar að átta okkur á því að þetta snýr ekki síður að heimavinnu sem við þurfum að vinna, við þurfum að gera þennan vegvísi, við þurfum að átta okkur á því,“ bætti Björn við.

 

 

Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir engan vafa leika á því að það þyrfti að breyta stjórnarskránni ef Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið en útfærslur á þeim breytinum eru hluti þess sem Björn sér fyrir sér í vegvísi. „Með aðild yrði stór hluti framkvæmdarvaldsins, löggjafarvalds og ekki síst dómsvaldsins færður til yfirþjóðlegrar stofnunar,“ segir Stefán Már og bætir við: „Það liggur fyrir að innganga í Evrópusambandið felur í sér fullveldisframsal.“ Stefán Már segir að ekki þurfi mikla breytingu til á sjálfri stjórnarskránni. „Það þarf ekki að fara í gegnum alla stjórnarskrána og breyta hverri einustu grein. Þetta er takmörkuð breyting en mjög veigamikil,“ útskýrir hann.

Við aðild Íslands að EES undirgekkst Ísland það að taka við flestum tilskipunum ESB og löggjöf. Það fól í sér mikið valdaafsal og strangt til tekið  hefði l þurft að breyta stjórnarskránni af þeim sökum en það var ekki gert. Það voru meiri breytingar sem EES samningurinn fól í sér fyrir okkur en aðild að ESB mun hafa í för með sér. En samt sem áður tel ég rétt aðstjórnarskránni verði breytt.

.

Fara til baka 


mbl.is Stjórnarskrárbreytingar forsenda ESB-aðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er alls ekki rétt, sem þú segir hér, ágæti Björgvin: "Það voru meiri breytingar sem EES samningurinn fól í sér fyrir okkur en aðild að ESB mun hafa í för með sér." – Innlimun í ESB felur í sér, að bandalagið hafi fullveldið yfir sjávarútvegsstefnunni og geti breytt henni að sinni vild á 10 ára fresti. Ennfremur reyndumst við ekki hafa tekið upp nema um 6% ESB-laganna eftir langtíma-aðild að EES-svæðinu, þótt áróðurspostular ESB-innlimunar hefðu þá haldið því fram í mörg ár, að við hefðum tekið þaðan mestallan lagapakkann, 80–90%, og notuðu það sem "röksemd" fyrir því, að þá væri okkur eins gott að vera aðildarland, af því að þá gætum við þó einhverju ráðið um það, hvaða lög verði þar samþykkt. En það er borin von í samfélagi þjóða upp á 7–800 milljónir – yfir 2000 sinnum stærra en okkar þjóð. Við yrððum einfalega undir með okkar þjóðarhagsmuni og sjálfstæði. – Með góðri kveðju,

PS. Ég bloggaði líka um þessa frétt. 

Jón Valur Jensson, 24.4.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri bloggvinur: Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar

Sigurður Þórðarson, 24.4.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband