REI gerir samning í Jemen

Stjórnendur REI skrifuðu í dag undir samkomulag um jarðvarmarannsóknir í Jemen og tilraunaboranir. Verður byggð jarðhitavirkjun með orkugetu upp á 100 megavött að loknum rannsóknum í ágúst 2008, samkvæmt frétt sabanews.net. Átti Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og ráðherra orkumála í Jemen, Mustafa Bahran, fund í dag eftir undirritun samningsins í Sana'a, höfuðborg Jemen. 

Þetta er ánægjulegur atburður.Það er gott að unnt sé að nýta þekkingu okkar á jarðvarma  erlendis og getur þegar fram í sækir gefið talverða fjármuni í aðra hönd.

 

 Björgvin Guðmundsson

I

mbl.is REI gerir samning í Jemen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnumál á Norðurlandi eystra taka kipp

Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri fagnar þeirri hreyfingu sem verið hefur á málefnum Norðurlands eystra síðasta misseri. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni.

„Undir forustu núverandi ríkisstjórnar hafa atvinnu og samgöngumál á svæðinu tekið kipp. Ákvörðun samgönguráðherra Kristjáns L Möller um Akureyrarflugvöll og Vaðlaheiðargöng heggur á margra ára gamlan hnút sem brýnt var að leysa. Jafnframt óskar Samfylkingin á Akureyri íbúum Fjallabyggðar til hamingju með þann áfanga sem nú hefur náðst í gerð Héðinsfjarðarganga.
 
Málefni álvers við Bakka eru einnig í jákvæðum farvegi og fyrir frumkvæði samgönguráðherra munu þessar framkvæmdir allar stuðla að framgangi atvinnumála á svæðinu er hér verður eitt atvinnusvæði vegna þeirra samgöngubóta sem fyrirhugaðar  eru. Það mun styrkja svæðið gríðarlega sem mótvægi við Suðvesturhornið.
 
Það er bjartsýni og framfarahugur í Norðlendingum eftir margra ára kyrrstöðu. Við höfnum kyrrstöðu og afturhaldi."

Það er ánægjulegt,að  atvinnumál nyrðra séu  nú í jákvæðum farþegi.Ljóst er,að þetta er m.a. vegna atorku núverandi samgönguráðherra,Kristjáns Möller. Hann hefur gert sér far um að bæta atvinnumál kjördæmisins.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Fagna hreyfingu á málefnum Norðurlands eystra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valgerður vill kasta krónunni

Valgerður Sverrisdóttir,fyrrverandi ráðherra,var í skemmtilegu viðtali á Bylgjunni hjá Valdísi Gunnarsdóttur í morgun.Kom Valgerður víða við,ræddi uppvöxt sinn fyrir norðan,skólagöngu í Reykjavík,hjónaband með norskum manni og síðast en ekki síst stjórnmálaferilinn. Hún sagði,að það hefði verið mjög  áhugavert að vera iðnaðar-og viðskiptaráðherra og að vera utanríkisráðherra í eitt ár.Valgerður taldi krónuna of veikan gjaldmiðil í okkar litla hagkerfi og að við yrðum að taka upp aðra mynt.Evra yrði ekki tekin upp án aðildar að ESB. Hún tók undir hugmynd Magnúsar Stefánssonar um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild að ESB.

Valgerður sagðist ætla að halda áfram í pólitík og vinna að því að Framsókn kæmist til áhrifa á ný.

 

Björgvin Guðmundsson


Skammast mín fyrir Miðbæinn

Ég er borinn og barnfæddur Reykvíkingur  og  ólst upp í Vesturbænum. Sem unglingur var ég mikið í Miðbænum  og langt fram eftir aldri heimsótti maður mikið Miðbæinn og gamla bæinn.Nú hefur ferðum á þessar slóðir fækkað,aðalega vegna þess hve þessir bæjarhlutar eru í mikilli niðurníðslu.Það keyrir þó alveg um þverbak undanfarið þegar húsin eru látin drabbast niður án þess að nokkuð sé gert og veggjakrot út  um allt. Þetta er til skammar fyrir borgina. Nú er verið að þrífa eitthvað af veggjakrotinu og er það vel. En Það er ekki nóg. Það verður að gera eitthvað í húsunum,sem eru að drabbast niður. Það verður að skipa eigendum að gera við húsin. Eigendum fasteigna er skylt að halda þeim við, þó gömil séu. Borgaryfirvöld verða að taka þessi mál föstum töku.

 

Björgvin Guðmundsson


Lífeyrir eldri borgara á að hækka um 15% vegna kjarasamninganna

Fram til  ársins 1995-96  hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja sjálfvirkt um sömu hlutfallstölu og lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði.Samkvæmt því  fyrirkomulagi hefði lífeyrir frá TR nú hækkað um 15% eins og lágmarkslaun verkafólks. Skorið var á þessi sjálfvirku tengsl 1995/96 en þáverandi forsætisráðherra lýsti því  þá yfir, að  kjör aldraðra og öryrkja mundu ekki að versna við þá breytingu.Þessir aðilar yrðu tryggðir bæði með belti og axlaböndum. Ákveðið var að   við breytingu á lífeyri yrði tekið mið af   launaþróun. Með hliðsjón af yfirlýsingu  forsætisráðherra frá því fyrir 12 árum er alveg ljóst, að lífeyrir aldraðra og öryrkja á að hækka nú jafnmikið og lágmarkslaun verkafólks  hafa hækkað, eða  um 15%. Annað eru svik.Því var lofað, að kjör aldraðra og öryrkja myndu ekki versna við þá breytingu að skera á sjálfvirku tengslin milli  launa og bóta. Við þetta loforð á að standa..
Björgvin Guðmundsson

REI.Sagan endalausa

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, fól borgarlögmanni að svara erindi umboðsmanns Alþingis til borgarráðs frá 9. október s.l. Eftir að nýr meirihluti tók við kynnti borgarlögmaður nýjum borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni, þessa ráðstöfun og staðfesti Dagur hana. Hann fól einnig borgarlögmanni að kynna drög að svari til umboðsmanns fyrir stýrihópnum sem stofnaður var um málefni Orkuveitu Reykjavíkur. Svardrögin voru kynnt í stýrihópnum á tveimur fundum. Þrátt fyrir að stýrihópurinn gerði ýmsar athugasemdir við drögin rötuðu þær ekki inn í svardrög borgarlögmanns.

Þetta kemur m.a. fram í svari borgarráðs við ósk umboðsmanns frá 22. febrúar sl. um frekari upplýsingar varðandi atburði sem tengjast áformum um sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy. Drög að svari við þeim voru rædd í borgarráði sl. fimmtudag. Þar segir m.a.: „Rétt hefði verið að fjalla um svörin [þau fyrri] í borgarráði áður en þau voru send og verður þess gætt framvegis að ganga ekki með sama hætti fram hjá kjörnum fulltrúum þegar svo háttar til.“ 

Það er skammarlegt hvað borginni  hefur gengið illa að svara umboðsmanni alþingis um Rei málið.

Nýjar fréttir herma einnig,að enn sé  ágreiningur meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Rei málið: Þeir Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson og Kjartan Magnússon vilja halda útrásinni áfram en hinir borgarfulltrúar

Sjálfstæðisflokksins munu vera því mótfallnir.

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Athugasemdir ekki með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband