Sunnudagur, 11. maí 2008
Mbl.is:Eftirlaunalögin verða felld úr gildi
Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi, samkvæmt áformum stjórnarflokkanna. Þá er til alvarlegrar athugunar að afnema áunninn réttindi þeirra sem hafa fengið þau, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.Þetta kemur fram á Mbl.is
Náist víðtæk sátt um málið verði hægt að afgreiða nýtt frumvarp í vor.
Í desember árið 2003 voru samþykkt lög frá Alþingi sem bættu eftirlaunakjör forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Fulltrúar allra þingflokka lögðu frumvarpið fram saman. Halldór Blöndal var fyrsti flutningsmaður en þegar að atkvæðagreiðslu kom féllu Vinstri græn og Frjálslyndir frá stuðningi við frumvarpið. Það var þó samþykkt með atkvæðum stjórnarliða og Guðmundar Árna Stefánssonar. Lögin urðu strax umdeild og viðbrögð verkalýðsforystunnar voru frá fyrsta degi harkaleg, að því er fram kom í kvöldfréttum Sjónvarpsins.
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er skýrt kveðið á um að endurskoða beri þessi eftirlaunalög og nú er sú vinna á lokastigi.
Ingibjörg Sólrún leggur áherslu á að víðtæk sátt náist um þetta mál og því geti hún ekki fullyrt á þessu stigi hvort þetta frumvarp verður stjórnarfrumvarp eða hvort fleiri þingflokkar komi að því.
Það er fagnaðarefni,að það skuli eiga að fella eftirlaunalögin umdeildu úr gildi.Best væri ef þverpólitísk samstaða næðist um málið.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 11. maí 2008
Þegar heilagur andi kom yfir postulana
Í dag er Hvítasunnudagur.Þann dag kom heilagur andi yfir postulana og þeir tóku að tala tungum.Almenningur í Jerusalem varð svo forviða er postularnir fóru að tala tungum að hann hélt,að þeir væru drukknir af sætu víni. Pétur postuli reis þá upp og ávarpaði íbúa jerusalem og sagði: Eigi eru þessir menn drukknir eins og þér ætlið þvi nú er þriðja stund dags.
Hvasunnuhátíðin á fastan sess hjá Íslendingum.Margar fjölskyldur nota hana til hvíldar og til þess að sameinast eftir mikinn eril. Sumir fara í garðvinnu og aðrir í ferðalög. Þetta er mikil ferðahelgi.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 11. maí 2008
Jóhanna: Samfylkingin ekki framlenging af Sjálfstæðisflokknum!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn reiðubúinn að gera breytingar á heilbrigðisþjónustunni en einkavæðing komi ekki til greina. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir Samfylkinguna ekki framlengingu af Sjálfstæðisflokki.
Samfylkingin hélt í gær opinn fund um heilbrigðismál. Ingibjörg Sólrún segir heilbrigðis- og velferðarmál vera kjarnamál hjá Samfylkingunni. Hún benti á að 102 milljarðar króna fari í heilbrigðisráðuneytið á þessu ári en það er fjórðungur af fjárlögum.
Ingibjörg Sólrún segir að Samfylkingin styðji breytingar svo nýta megi betur það fé sem varið er til heilbrigðismála. Flokkurinn sé tilbúinn til að skoða mismunandi rekstrarform en einkavæðing komi ekki til greina.
Jóhanna segir mikilvægt að mál þróist ekki á þann veg að efnafólk fái betri og skjótari heilbrigðisþjónustu en aðrir. Hún segir Samfylkinguna hafa sjálfstæða stefnu í heilbrigðismálum.
Fsgna ber þeim ummælum forustumanna Samfylkingar að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu komi ekki til greina. Hlutafélagsvæðing Landspítala hefur .þá væntanlega veriið slegin út af borðinu. Í ræðum Ingibjargar og Jóhönnu var sleginn nýr tónn og róttækari en áður.Einkum eru athyglisverð ummæli Jóhönnu um að Samfylkingin sé ekki framlenging af Sjálfstæðisflokki.Mér hefur virst Sjálfstæðisflokkur ráða nokkuð miklu í málefnum aldraðra og öryrkja,. Væntanlega benda ummmæli Jóhönnu til þess að þar verði breyting á.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 11. maí 2008
Ætlar Vilhjálmur ekki að taka borgarstjóraembættið?
Í Reykjavíkurbréfi Mbl. í dag er rætt um ástandið í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.Þar er m.a. vitnað i gamla forustugrein Mbl. ,þar sem sagt var að Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson hefði fallið frá því að taka við embætti borgarstjóra,þegar Ólafur F.Magnússon lætur af því starfi . Þetta kann að vera rétt túlkun. En ég skildi mál þetta svo á sínum tíma,að Vilhjálmur hefði fallið frá því að taka sjálfvirkt og án kosningar við embætti borgarstjóra eins og hann átti rétt á samkvæmt samkomulagimu við Ólaf F. Magnússon. En þess í stað ætlaði hann hugsanlega að taka þátt í kosningu um borgarstjóra í hópi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. M.ö.o. Hann ætlaði að sitja við sama borð og aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og vera í kjöri til borgarstjóra, þegar hann yrði kosinn.Þsð kemur sjálfsagt fljótlega í ljós hvor skilningurin er réttur.
Ástandið í meirihluta birgarstjórnar hefur lítið lagast. Það er hver uppákoman af annarri. Ólafur F. er ekki nógu góður borgarstjóri. Yfirlýsingar hans í ýmsum málum eru mjög misvísandi og iðulega verður hann tvísaga í málum. Það er ekki traustvekjandi,þegar æðsti embættismaður borgarinnar á í hlut.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)