Mbl.is:Eftirlaunalögin verða felld úr gildi

Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi, samkvæmt áformum stjórnarflokkanna. Þá er til alvarlegrar athugunar að afnema áunninn réttindi þeirra sem hafa fengið þau, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.Þetta kemur fram á Mbl.is

Náist víðtæk sátt um málið verði hægt að afgreiða nýtt frumvarp í vor.

Í desember árið 2003 voru samþykkt lög frá Alþingi sem bættu eftirlaunakjör forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Fulltrúar allra þingflokka lögðu frumvarpið fram saman. Halldór Blöndal var fyrsti flutningsmaður en þegar að atkvæðagreiðslu kom féllu Vinstri græn og Frjálslyndir frá stuðningi við frumvarpið. Það var þó samþykkt með atkvæðum stjórnarliða og Guðmundar Árna Stefánssonar. Lögin urðu strax umdeild og viðbrögð verkalýðsforystunnar voru frá fyrsta degi harkaleg, að því er fram kom í kvöldfréttum Sjónvarpsins.

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er skýrt kveðið á um að endurskoða beri þessi eftirlaunalög og nú er sú vinna á lokastigi.

Ingibjörg Sólrún leggur áherslu á að víðtæk sátt náist um þetta mál og því geti hún ekki fullyrt á þessu stigi hvort þetta frumvarp verður stjórnarfrumvarp eða hvort fleiri þingflokkar komi að því.

Það er fagnaðarefni,að það skuli eiga að fella eftirlaunalögin umdeildu úr gildi.Best væri ef þverpólitísk samstaða næðist um málið.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka T


mbl.is Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er ekkert hægt að afnema áunnin réttindi.  Þau eru stjórnarskrárvarin.  Menn hafa reynt slíkt, en Hæstiréttur hefur ávallt slegið á fingur manna nema einu sinni og þá var það Mannréttindadómstóll Evrópu sem gerði það.  Þetta eru dæmigerð blekking stjórnmálamanns sem er að reyna að bæta ímynd sína.  Eina leiðin til að viðkomandi nýti ekki réttindi sín er að þeir afsali sér honum.  Ég sé það ekki gerast.

Marinó G. Njálsson, 11.5.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Marinó G. Njálsson hafa þá ekki lífeyrissjóðir brotið mannréttindi ? þeir hafa skert áunninn réttindi lífeyrisþega vegna lélegrar ávöxtunar.

Sævar Einarsson, 12.5.2008 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband