Fimmtudagur, 15. maí 2008
Klofningur í Sjálfstæðisflokknum varðandi ESB
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði á fundi sjálfstæðismanna í dag í Valhöll um Evrópumálin að hann væri ekki hrifinn af hugmyndum um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem gera myndu kleift að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sagðist hann telja að ástæðulaust væri að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu nema búið væri að ákveða að sækja um aðild.
Hann fjallaði einnig um deilurnar um krónuna.
Ég er þeirrar skoðunar að umræðurnar um gjaldmiðilinn hafi skapað of mikla spennu," sagði Björn. ,,Það hefði verið betra í öllu tilliti ef hægt hefði verið að finna mildari leiðir til að koma á móts við sjónarmið þeirra sem telja að þeir reki svo stór fyrirtæki á Íslandi að krónan henti þeim ekki. Ég hef enga lausn í því efni en tel að líta þurfi til þess sérstaklega og tel að þessi átök út af gjaldmiðlinum hafi verið notuð, eða jafnvel misnotuð, til að tala um að allt myndi breytast ef við færum inn í Evrópusambandið.
Björn Bjarnason hefur allt aðra skoðun en Þorgerður Katrín varðandi þjóðaratkvæði um ESB. Og raunar virðist Geir Haarde einnig hafa aðra skoðun á málinu en Þorgerður Katrín. A.m.k. vill Geir Haarde ekki tímasetja þjóðaratkvæði um ESB.En þess verður greinilega vart að afstaða Geirs er að breytast.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. maí 2008
Misréttið varðandi eftirlaun verður að afnema
164 fyrrverandi þingmenn og ráðherrar þáðu eftirlaun í fyrra, samtals um 250 milljónir króna. 15 eru jafnframt í launaðri vinnu frá ríkinu.
Þetta kemur fram í svari Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins við fyrirspurn fréttastofu RUV. 35 fyrrverandi ráðherrar fengu greidd eftirlaun í fyrra, samtals nærri 50 milljónir króna. 6 þeirra voru jafnframt í launuðu starfi hjá ríkinu. 129 óbreyttir þingmenn þáðu eftirlaun frá sjóðnum, samtals rúmar 200 milljónir króna. 9 þeirra voru á sama tíma í launuðum störfum hjá ríkinu.
Ekki er ljóst hversu stór hluti fyrrverandi ráðherra og þingmanna er í launaðri vinnu hjá öðrum en ríkinu, á sama tíma og þeir fá greiddan lífeyri, en þeim er það heimilt samkvæmt lögum um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara frá því í desember 2003. Fréttastofa hefur óskað eftir slíkum upplýsingum frá yfirvöldum en ekki fengið.
Allt frá árinu 1965 hefur sá möguleiki verið til staðar að alþingismenn og ráðherrar taki eftirlaun, jafnframt því að vera í öðrum störfum , hvort sem er hjá ríki eða einkaaðilum, en þessi heimild var verulega rýmkuð með nýju eftirlaunalögunum 2003.
Þessar eftirlaunareglur eru alger óhæfa. Það er að sjálfsögðu alger óhæfa,að fyrrverandi ráðherrar og þingmenn geti verið með há eftirlaun um leið og þeir eru jafnframt í launuðum störfum hjá ríkinu.Það þarf að afnema þau lög,sem heimila slíkt.Þessir menn eiga að lúta sömu reglum til eftirlauna eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 15. maí 2008
Þingmál sent til umsagnar áður en alþingi tók það á dagskrá
Nokkuð uppnám varð á Alþingi undir hádegi eftir að Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis upplýsti, að hún hefði þegar sent frumvarp um sjúkratryggingar til umsagnar fyrir hvítasunnu en fyrsta umræða um frumvarpið hófst í dag.
Ásta sagðist hafa sent frumvarpið til umsagnar til ýmissa aðila í eigin nafni sem formaður nefndarinnar eftir leiðbeiningar frá nefndasviði Alþingis, sem hefði upplýst að fordæmi væru fyrir slíku enda hefði málið verið komið fram í þinginu. Myndu umsagnir liggja fyrir á fundi heilbrigðisnefndar á þriðjudag.
Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, krafðist þess að hlé yrði gert á þingfundi og boðaður fundur með formönnum þingflokka til að ræða þetta mál. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, sagðist lýsa því yfir að hún væri ekki reiðubúin til vinna með formanni heilbrigðisnefndar að framgangi þessa máls. Sagðist hún telja að freklega væri á sér brotið með vinnubrögðunum og vísaði m.a. til þess, að frumvarpið, sem væri afar viðamikið, hefði verið tekið inn á dagskrá með afbrigðum þar sem það kom fram of seint.
Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði að sér ofbyði vinnubrögðin. ætti að keyra það í gegn. Sagðist Valgerður ekki minnast þess, á 20 ára þingferli, að formaður þingnefndar hefði komið svona fram gagnvart þinginu.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að vinnubrögðin væru fáránleg og traðkað væri á þingræðinu. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði hins vegar mjög jákvætt, að umsagnaraðilar hefðu fengið rúman tíma til að fjalla um málið.
Eftir nokkrar umræður um fundarstjórn forseta kallaði Magnús Stefánsson, varaforseti Alþingis, þingflokksformenn á fund.
Strangt til teklið má nefndarformaður ekki senda mál til umsagnar,sem ekki hefur verið tekið á dagskrá alþingis. Málið er ekki þingtækt fyrr en það hefur verið tekið á dagskrá. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu,að þingsköp hefðu verið brotin með því að senda málið út til umsagnar áður en það var tekið á dagskrá og þingtækt. Var fulltrúum stjórnarandstöðunnar mjög heitt í hamsi út af máli þessu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Frumvarp sent til umsagnar áður en það var rætt á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. maí 2008
Engin samstaða um eftirlaunaólögin á alþingi
Ögmundur Jónasson þingmaður VG spurði Ingibjörgu Sólrúnu um eftirlaunamálið á alþingi í morgun. Sagði hann,að Valgerður Bjarnadóttir hefði flutt frv. um að afnema eftirlaunalögin og spurði hvort Ingibjörg Sólrún styddi það. Ingibjörg Sólrún sagði,að frv. Valgerðar kvæði ekki á um afnám umræddra laga heldur breytingu á þeim. Þetta snérist m..a. um það hvort menn vildu afnema það ákvæði,að menn gætu haft bæði eftirlaun og laun frá ríkinu. Slíkt vildi almenningur ekki. Sif Friðleifsdóttir spurði hvort ná ætti samstöðu um þetta mál á alþingi og hvað hún umræður Ingibjargar Sólrúnar um málið í fjölmiðlum ekki til þess fallið að greiða fyrir samkomulagi um málið. Urðu hörð orðaskipti um málið milli Sifjar og Ingibjargar Sólrúnar um þetta mál og ekki að heyra að neitt samkomulag sé í augsýn.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 15. maí 2008
Björgvin G. vill öflugt neytendamálaráðuneyti
Þessar merkilegu skýrslur eru áfangi á langri leið, sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á ávarpi sínu á ráðstefnu viðskiptaráðuneytisins um neytendamál í gærmorgun. Efni skýrslnanna frá þremur háskólastofnunum kallaði ráðherrann fóður í stefnumótunina framundan en taldi einnig að sumar af tillögum höfundanna væri hægt að framkvæma strax. Þetta gagnast vel við þá vinnu sem stendur yfir við að byggja upp öflugt neytendaráðuneyti að norrænni fyrirmynd, sagði ráðherrann við undirtektir ráðstefnugesta.
Ráðstefnan náði hápunkti sínum þegar Björgvin Guðni afhenti í fyrsta sinn íslensku neytendaverðlaunin og fékk þau dr. Gunni fyrir Okursíðuna þar sem birst hafa um 600 frásagnir um neytendaviðskipti bæði um okur og góða frammistöðu frá því hann hófst handa í september. Fagnaði doktorinn eggi því eftir Koggu leirlistarmann sem honum var fært í viðurkenningarskyni og hvatti til þess að neytendamál yrðu gerð skiljanlegri og skemmtilegri. Lokaorð verðlaunahafans eiga erindi til allra Íslendinga: Okur á Íslandi er ekki náttúrulögmál. Ef þú lætur ekki okra á þér þá verður ekki okrað á þér.
.
Ráðstefnan var haldin undir kjörorðunum Ný sókn í neytendamálum og voru þar kynntar nýjar skýrslur sem viðskiptaráðherra óskaði eftir í haus frá Félagsvísindastofnun, Hagfræðistofnun og Lagastofnun Háskóla Íslands um neytendamál, sem viðskiptaráðherra óskaði eftir í haust. Skýrslurnar eru efnismiklar en þó ágætlega læsilegar og lýkur hverri og einni með tillögum höfunda um úrbætur og næstu skref. Þeim er sammerkt að bent er á fátæklegar rannsóknir um neytendamál á Íslandi og lagt til að rannsóknastarf sé aukið þó þannig að það tefji ekki nauðsynlegar aðgerðir.
Í tillöguköflunum er meðal annars lagt til að safna saman einstökum lögum og ýmsum lagagreinum í ein neytendalög til þæginda og aukins skilnings fyrir almenna neytendur, að endurskoða stjórnkerfi neytendamála með nýrri og markvissari Neytendastofu og skýrum verkaskiptum milli hennar, talsmanns neytenda og Neytendasamtakanna sem síðan þyrftu mun öflugri stuðning, að auka neytendafræðslu í grunnskóla og framhaldsskóla, að taka upp að norrænni fyrirmynd vísitölu neytenda um ástand neytendamála á ýmsum sviðum, að efla rannsóknir á hagfræði fákeppnisástands sem einkenndi íslenskan (og norrænan!) markað, bæta verulega innihaldsmerkingar á matvöru og takmarka markaðssókn gagnvart börnum og unglingum.
Framlag Félagsvísindastofnunar felst ekki síst í ýtarlegri könnun um viðhorf og venjur íslenskra neytenda, og gætir þar margra grasa. Meðal annars kemur fram að neytendur hérlendis eru ákaflega slakir á mörkuðum fjármálaþjónustu, orkukaupa og símaviðskipta þar sem áður var eitt ríkisfyrirtæki eða fáokun samráðsfyrirtækja. Tæplega 50% sagðist vera illa að sér um kjör bankanna, um 60% vissu lítið um verðið hjá tryggingafyrirtækjum, næstum 70% botnuðu lítið í verðskrám símafyrirtækjanna og um orkufyrirtækin var þessi tala um 80%. Þá kom fram að aðeins um 24% svarenda höfðu skipt um viðskiptafyrirtæki á einhverju þessara fjögurra sviða síðustu 12 mánuðina.
Ég vil á ný fagna framtaki Björgvins G. Sigurðssonar í neytendamálum. Það er greinilegt að hann ætlar að gera viðskiptaráðuneytið að öflugu neytendamálaráðuneyti og ekki láta við það sitja að tala um málið heldur að framkvæma. Það er gott. Hér er mikið verk að vinna. Íslenskir neytendur eru steinsofandi og það þarf að vekja þá.
Björgvin Guðmundsson
-
Fimmtudagur, 15. maí 2008
Meirihlutinn á Akranesi féll vegna flóttamanna frá Írak
Miklar sviptingar urðu í bæjarpólitíkinni í Akranesbæ í gær, en þá gekk Karen Jónsdóttir, fulltrúi lista Frjálslyndra og óháðra í bæjarstjórn, til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Einnig gekk Gísli S. Einarsson, ráðinn bæjarstjóri, í Sjálfstæðisflokkinn. Gísli hefur verið óflokksbundinn um nokkurt skeið, en var áður í Samfylkingu
Með Karen innanborðs hefur Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta í bæjarstjórn eða fimm fulltrúa af níu. Mun áfram verða starfað samkvæmt málefnasamningi Sjálfstæðisflokks og F-lista.
Ákvörðun Karenar og Gísla virðist aðallega koma sem viðbragð við ummælum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varafulltrúa F-lista, í bæjarstjórn en hann er jafnframt formaður félagsmálaráðs bæjarins og menningar- og safnanefndar. Hefur verið tekin ákvörðun um að kjósa aftur í nefndir bæjarins og þykir víst að Magnúsi Þór verði skipt út.
Mér var stillt upp við vegg á síðasta bæjarmálafundi, og þetta er í raun niðurstaðan af því, segir Karen um ákvörðun sína, en vill ekki greina nánar frá atburðum fundarins. Hún segir þó að það sem fyllt hafi mælinn hafi verið afstaða Magnúsar Þórs til ákvörðunar Akraneskaupstaðar um að taka við hópi 30-60 palestínskra flóttamanna en hann hefur gagnrýnt þá ákvörðun harðlega.
Magnús Þór Hafsteinsson tók mjög harða afstöðu gegn móttöku 30 flóttamanna frá Írak til Akraness.Hann hefur áður verið mjög neikvvæður gagnvart innflutningi margra útlendinga.Minnihlutinn í borgarstjórn Rvíkur lagði til að Reykjavík tæki við umræddum flóttamönnum og sagði óheppilegt að koma þeim fyrir á Akranesi,þar sem þeir væru ekki velkomnir. En nú er málið væntanlega leyst á Akranesi með því að Karen,fulltrúi frjálslyndra í bæjarstjórn hefur gengið í Sjálfstæðisflokkinn. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn kominn með hreinan meirihluta.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Sviptingar á Akranesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. maí 2008
Málflutningi í Baugsmáli lýkur í dag
Síðari dagur málflutnings í Baugsmálinu svonefnda í Hæstarétti er í dag. Í gær flutti Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sína ræðu en í dag flytja verjendur sakborninganna þriggja ræður.
Gestur Jónsson er verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs, Jakob R. Möller er verjandi Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs og Brynjar Níelsson er verjandi Jóns Geralds Sullenbergers, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna.
Sigurður Tómas lagði í gær m.a. áherslu á sönnunargildi þeirra tölvubréfa sem fyrir lægju í málinu. Sagði hann engar vísbendingar hafa komið fram um að tölvubréfin væru fölsuð og átta sérfræðingar hefðu sannreynt það. Því teldi hann að um mjög áreiðanleg gögn væri að ræða.
Almenningur er orðið þreyttur á Baugsmálinu og fjölmiðlar einnig. Væntanlega lýkur málinu fljótlega með dómi. Að vísu hefur það heyrst,að Hæstiréttur vísi ef til vill málinu aftur til héraðsdóms og biðji um frekari rök í vissum liðum.En mál þetta er vissulega eitt furðulegasta dómsmál hér á landi. Upphaflega sakarefnið,sem hratt málinu af stað er löngu úr sögunni. Og ef allt hefði verið með felldu hefði málið þá verið fellt niður. Nei,þá var farið að grafa eftir nýjum sakarefnum. Og Rannsóknarlögreglustjóri og ákæruvaldið taldi sig hafa fundið ný sakarefni,sem kæra mátti.Hvað ætli mörg ´fyrirtæki hér þyldu margra ára rannsókn og " gröft" eins og Baugur hefur mátt þola.Þau væru ekki mörg.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Síðari dagur málflutnings í Baugsmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. maí 2008
Lífeyrir aldraðra lækkað á einu ári úr 100 % af lágmarkslaunum í 93,74%!
Jóhanna Sigurðardóttir,félags-og tryggingamálaráðherra,flutti erindi um málefni aldraðra á sambandsstjórnarfundi Landssambands eldri borgara (LEB) í fyrradag. Þar sagði Jóhanna m.a.:
Ég hef farið með lífeyrishluta almannatrygginga frá áramótum. Okkur hefur tekist að framkvæma fyrstu stóru áfangana sem kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þegar þær aðgerðir verða allar komnar til framkvæmda á þessu ári munu greiðslur almannatrygginga til lífeyrisþega hækka um 9 milljarða króna á ársgrundvelli eða um rúm 17% ef miðað er við síðasta ár.
Það er vonandi,að þessi orð Jóhönnu rætist.En enn sem komið er hafa greiðslur til lífeyrisþega ekki aukist á því ári sem ríkisstjórnin hefur verið við völd. Á þessu ári hefur lífeyrir sem hlutfall af lágmarkslaunum lækkað úr 100% ( 2007) í 93,74% af lágmarkslaunum 2008. Þetta er ekki góður árangur. Þetta er afturför. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir aðeins að bæta eigi stöðu aldraðra og öryrkja. En í stefnu´ Samfylkingarinnar fyrir kosningar sagði,að hækka ætti lífeyri aldraðra þannig að hann dygði fyrir framfærslukostnaði lífeyrisþega samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands.Það er ekkert farið að gera í því efni,ekki hætis hót. Það þýðir ekkert að vera að reikna alltaf saman hvað eldri borgarar og öryrkjar græði mikið á því að fara út á vinnumarkaðinn.Það hafa ekki allir eldri borgarar heilsu til þess að fara út að vinna og það eiga ekki einu sinni allir eldri borgarar maka.Þeir,sem ekki eru á vinnumarkaði græða ekkert á minni bótaskerðingum vegna atvinnutekna og þeir,sem eiga ekki maka græða ekkert á afnámi skerðinga vegna tekna maka. Við viljum ráðstafanir,,sem gagnast öllum eldri borgurum en ekki ákveðnum hópum. Og við viljum fá strax þessar 9100 kr. sem hafðar voru af eldri borgurum í kjölfar kjarasamninga. Við viljum ekki fá þá leiðréttingu einhvern tímann seinna. Við viljum fá hana strax.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 15. maí 2008
Þorgerður Katrín vill þjóðaratkvæði um ESB
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra lýsti yfir áhyggjum sínum af ástandinu í borgarstjórninni, á fundi sjálfstæðismanna í Hlíðarsmára í Kópavogi í kvöld. Þá sagði Þorgerður að hún treysti fólki að kjósa um það á næsta kjörtímabili um hvort Ísland eigi að vera utan eða innan Evrópusambandsins.
Þorgerður talaði um að á lokaspretti þingsins væri stefnt að því að koma ákveðnum málefnum í gegn, t.d. reyna að klára nýja rammalöggjöf er varðaði leik-, grunn- og framhaldsskólana. Stefnt væri að því að minnka brottfall í framhaldsskólum og fjölga í iðn- og starfsnámi.
Þá væri ógnvænlegt að horfast í augu við aukningu verðbólgu en stefnt væri að því að ná henni hratt niður. Einnig kom Þorgerður inn á Evrópusambandið og inngöngu í það. Sagði hún að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að vera í forustu í Evrópuumræðu og stuðla að upplýstri umræðu um málið. Flokkurinn ætlaði að fara í fundaherferð þar sem Evrópumálin verði rædd.
Hún sagði nauðsynlegt i að tala um gallana jafnt sem kostina, það dyldist t.d. engum að aðild gæti fylgt aukið atvinnuleysi og vaxandi verðbólga. Áður en hægt væri að ræða aðild þyrftum við að vinna heimavinnuna okkar og gera úttekt á peningamálastefnu landsins.
Þá þyrfti að gera breytingar fljótlega á stjórnarskránni, m.a. með tillit til þjóðaratkvæðagreiðslna.
Þetta var athygliverð ræða hjá varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er,að fylgi við þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðuna til ESB eykst.Forustumenn í Framsóknarflokknum hafa látið sömu skoðun í ljós. Ólíklegt er að Þorgerður Katrín setji fram hugmynd um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB án samráðs við formann sinn.Sennilega er stefna Sjálfstæðisflokksins því að breytast og því aðeins spurning um það hvenær forustumenn í íslenskum stjórnmálum láta til skarar skríða i Evrópumálunum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Hefur áhyggjur af borgarmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |