Þorgerður Katrín vill þjóðaratkvæði um ESB

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra lýsti yfir áhyggjum sínum af ástandinu í borgarstjórninni, á fundi sjálfstæðismanna í  Hlíðarsmára í Kópavogi í kvöld. Þá sagði Þorgerður að hún treysti fólki að kjósa um það  á næsta kjörtímabili um hvort Ísland eigi að vera utan eða innan Evrópusambandsins.

„Þorgerður talaði um að á lokaspretti þingsins væri stefnt að því að koma ákveðnum málefnum í gegn, t.d. reyna að klára nýja rammalöggjöf er varðaði leik-, grunn- og framhaldsskólana. Stefnt væri að því að minnka brottfall í framhaldsskólum og fjölga í iðn- og starfsnámi.

Þá væri ógnvænlegt að horfast í augu við aukningu verðbólgu en stefnt væri að því að ná henni hratt niður.  Einnig kom Þorgerður inn á Evrópusambandið og inngöngu í það. Sagði hún að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að vera í forustu í Evrópuumræðu og stuðla að upplýstri umræðu um málið. Flokkurinn ætlaði að fara í fundaherferð þar sem Evrópumálin verði rædd.

Hún sagði nauðsynlegt i að tala um gallana jafnt sem kostina, það dyldist t.d. engum að aðild gæti fylgt aukið atvinnuleysi og vaxandi verðbólga. Áður en hægt væri að ræða aðild þyrftum við að vinna heimavinnuna okkar og gera úttekt á peningamálastefnu landsins.

Þá þyrfti að gera breytingar fljótlega á stjórnarskránni, m.a. með tillit til þjóðaratkvæðagreiðslna.

Þetta var athygliverð ræða hjá varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er,að fylgi við þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðuna til ESB eykst.Forustumenn í Framsóknarflokknum hafa látið sömu skoðun í ljós. Ólíklegt er að Þorgerður Katrín  setji fram hugmynd um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB án samráðs við formann sinn.Sennilega er stefna Sjálfstæðisflokksins því að breytast og því aðeins spurning um það hvenær forustumenn í íslenskum stjórnmálum láta til skarar skríða i Evrópumálunum.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Hefur áhyggjur af borgarmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband