Erlent grænmeti selt sem íslenskt!

Íslenskir grænmetissalar selja útlenskt grænmeti með merkingunni "íslensk framleiðsla." Þetta fullyrðir Árni Johnsen alþingismaður. Hann segir stóra birgja blekkja neytendur. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir málið alvarlegt ef rétt reynist. Hann mun láta þar til bærar stofnanir kanna málið.

Grænmetið sem um ræðir er flutt inn frá fjarlægum löndum, innflytjendur skola það með íslensku vatni, því er pakkað í nýjar umbúðir og merkt "íslensk framleiðsla". Þetta kom fram í máli Árna Johnsen á Alþingi í dag.

Mál það,sem  Árni Johnsen hreyfði á alþingi í dag. er stóralvarlegt. Það gengur ekki að  erlent grænmeti sé selt sem íslenskt. Það verður að stöðva þessi svik þegar í stað.Það er ekki nóg að umpakka erlendu grænmeti í aðrar umbúðir og merkja á íslensku til þess að það teljist

islenskt. Ef einhver glufa er í íslenskum lögum eða reglum sem gerir slíkt mögulegt verður að loka þeirri glufu strax og stöðva slíkan ósóma.

 

Björgvin Guðmundsson


Sólarlandaferðum aflýst

Lágt gengi krónunnar og hátt olíuverð er farið að hafa áhrif á starfsemi íslenskra ferðaskrifstofa og flugfélaga. Dæmi eru um að ferðaskrifstofur hafi þurft að aflýsa áður auglýstum utanlandsferðum vegna dræmrar eftirspurnar.

Ferðaskrifstofan Heimsferðir hefur m.a. sameinað flugferðir til hagræðingar og það sama hefur flugfélagið Iceland Express gert. Nánar er fjallað um málið í fréttum í sjónvarpi mbl.

Það kemur ekki á óvart,að einhverjum sólarlandaferðum sé aflýst.Til skamms tíma hafa Íslendingar hagað sér eins og þegar uppsveifla var  í efnahagslífinu,þ.e. eytt sem aldrei fyrr í bílakaup og pantað sólarlandaferðir og aðrar utanferðir eins og allt væri í lagi. En miklar hækkanir á vöruverði og afborgunum lána segja til sín og fólk verður að rifa seglin. Það er ekki vonum fyrr.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Sólarferðum aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

69% stórkaupmanna vilja taka upp evru

Stór hluti Félags íslenskra stórkaupmanna er hlynntur aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru. Þetta er niðurstaða könnunar Gallup sem gerð var fyrir félagið. Rúm 65% eru hlynnt því að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Litlu færri, eða tæplega 57% eru hlynnt aðild að Evrópusambandinu.

Þá eru ríflega 69% félags íslenskra stórkaupmanna hlynnt því að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi í stað íslensku krónunnar. Þá eru hátt í tveir þriðju þeirrar skoðunar að aðild að Evrópusambandinu yrði hagstæð fyrir fyrirtækið sitt og tæplega 6 af hverjum 10 telja að það væri gott fyrir efnahag landsins að ganga í Evrópusambandið.

Þrýstingurinn á að taka upp evru og ganga í ESB eykst. Það' er ljóst,að atvinulífið hefur forustu í eirri baráttu en Samfylkingin er einnig með aðild og  æ fleiri stjórnmálamenn hneygjast í Þessa átt,Valgerður Sverrisdóttir,Magnús Stefansson og nú síðast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,sem vill þjóðaratkvæði um málið á næsta kjörtímabili.

Björgvin Guðmundsson

 


Það vantar mörg ný hjúkrunarrými

Fyrir síðustu alþingiskosningar lagði Samfylkingin mikla áherslu á það að fjölga nýjum hjúkrunarrýmum. Samfylkingin hvaðst vilja beita sér fyrir því,að þeim yrði fjölgað um 400 á 2 árum og biðlistum útrýmt. Ljóst er,að þetta markmið næst ekki en unnið er að málinú í félags-og tryggingamálaráðuneytinu.

Á fundi AFA,aðstandendafélags aldraðra flutti Jóhanna Sigurðardóttir  ráðherra ræðu og ræddi m.a. þetta mál. Hún sagði:

Fyrir liggur stefna ríkisstjórnarinnar um að hraða uppbyggingu 400 nýrra hjúkrunarrýma og að því vinn ég nú á þeim forsendum sem áður eru nefndar. Annað mikilvægt verkefni er að fækka fjölbýlum á hjúkrunarheimilum og færa aðstæður til nútímalegs horfs. Í árslok 2006 voru tæplega 850 aldraðir í fjölbýlum á hjúkrunarheimilum, flestir í tvíbýli. Til að mæta fækkun vegna breytinganna er þörf fyrir rúmlega 400 hjúkrunarrými til viðbótar. Gróflega áætlað nemur kostnaður við breytingar fjölbýla í einbýli og áform um fjölgun hjúkrunarrýma allt að 17 milljörðum króna. Til að takast á við þetta stóra verkefni er nauðsynlegt að nota fjölbreyttari fjármögnunarleiðir en hingað til hefur verið gert. Því hef ég ákveðið að nýta lagaheimild til að fjármagna framkvæmdir með leigu samhliða því að skoða fleiri leiðir til fjármögnunar.

Við uppbyggingu hjúkrunarrýma þarf að huga sérstaklega að þörfum heilabilaðra en það er sá hópur sem síst er hægt að þjónusta heima ef sjúkdómurinn er kominn á það stig að þörf er á stöðugu eftirliti.

Samkvæmt hjúkrunarmælingum á hjúkrunarheimilum eru tæp 65% aldraðra með heilabilun af einhverju tagi og 24% þess hóps eru með Alzheimer. Ekki er þörf fyrir hjúkrunarrými á sérstökum heilabilunareiningum fyrir nema hluta þessa hóps en gera má ráð fyrir að algjört lágmark sérstakra hjúkrunarrýma fyrir heilabilaða sé um 20% af heildarfjölda rýma. Þetta hlutfall ætla ég þó að skoða nánar í samvinnu við sérfræðinga þar sem gera má ráð fyrir umtalsverðri fjölgun í hópi þeirra sem þjást af heilabilun.

Á síðustu árum hefur verið unnið að því að fjölga dagvistarrýmum fyrir aldraða, en með aukinni áherslu á stuðning við aldraða til að búa sem lengst heima eykst þörf fyrir þetta úrræði. Ég vil halda áfram á þessari braut og leggja í verkefnið aukinn kraft, jafnframt því að leggja aukna áherslu á möguleika til hvíldarinnlagna með viðeigandi þjálfun og endurhæfingu.

Ég sagði áðan að ekki mætti ganga of langt í þeirri áherslu að þjónusta aldraða í heimahúsum. Veikindi, öryggisleysi og félagsleg einangrun geta valdið því að hagsmunum fólks er betur borgið í sambýlum eða á hjúkrunarheimilum með samfelldri viðveru og umönnun. Of rík áhersla á að annast fólk í heimahúsum getur einnig leitt til þess að of miklar byrðar séu lagðar á aðstandendur sem við vitum að gegna iðulega stóru hlutverki í umönnun aldraðra foreldra eða annarra nákominna ættingja. Við þurfum því að finna jafnvægi í framboði ólíkra úrræða sem mætir mismunandi þörfum fólks og aðstæðum.

Björgvin Guðmundsson

  


Kaupmáttur launa hefur minnkað um 3% sl. 12 mánuði!

Kaupmáttur launa hefur rýrnað um rúm þrjú prósent síðustu tólf mánuði ef mið er tekið af þróun launavísitölu og verðbólgu.

Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar hækkaði launavísitalan um 0,9 prósent milli mars og apríl í ár en í hækkuninni gætir áhrifa kjarasamninga landssambanda og stærstu aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaðir voru fyrr á þessu ári.

Þegar hins vegar er horft til síðustu tólf mánaða hefur launavísitalan hækkað um 8,2 prósent en verðbólga á sama tíma er 11,8 prósent og því um kaupmáttarrýrnun að ræða í landinu.

Þessar tölur tala sínu máli. Þær leiða í ljós,að það er ekki aðeins að  kauphækkunin frá því febrúar sé rokin út í veður og vind heldur er um rýrnun kaupmáttar að ræða ef litið er á sl. 12 mánuði.Það er ekkert gagn í að semja um kauphækkun,ef hún er tekin til baka daginn eftir með gengislækkun. Það verður að fara nýjar leiðir í kjaarabaráttunni. Verður ef til vill að taka upp víistölukerfi á ný,þannig  að launþegar fái uppbætur jafnóðum    ef  verðlag hækkar mikið.

 

Björgvin Guðmundsson


Kemst Ísland áfram í Eurovision?

Fyrri forkeppninni í Eurovision söngvakeppninni í Belgrad er nú lokið. Að venju var um glæsilega sýningu að ræða og í kvöld voru valin 10 lög sem komast í aðal keppnina nk. laugardag. Meðal þjóðanna sem komust áfram voru Norðmenn og Finnar.

 

Þau lönd sem komust áfram voru: Grikkland, Rúmenía, Bosnía og Hersegóvína, Finnland, Rússland, Ísrael, Aserbaidjan, Armenía, Pólland og Noregur. Athygli vakti að írski kalkúnninn Dustin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og raunar var púað á hann þegar hann lauk við lag sitt í kvöld.

Síðari forkeppnin fer fram á fimmtudag og þá stígur Eurobandið fyrst á svið og flytur íslenska lagið, This is my Life.

Það verður spennandi að sja hvort íslenska lagið kemst áfram annað kvöld. Íslendingar hafa lengi mátt búa við það að vera neðarlega i Eurovision.Þeim finnst kominn tími til að þeir hækki á listanum. Lagið This is my life  er ágætt og ætti skilið að vera í   einhverjum af  10 efstu sætunum.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Noregur og Finnland áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Orkuveitan borgarstjóra óviðkomandi?

Ég fagna þessari niðurstöðu mjög og ekki síst þeirri staðreynd að minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn telji þá stefnu sem R-listinn stóð fyrir um byggingu Bitruvirkjunar óviðunandi,“ sagði Ólafur F. Magnússon borgarstjóri, eftir að ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um Bitruvirkjun lá fyrir í gær.

„Álit Skipulagsstofnunar og ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um Bitruvirkjun markar tímamót fyrir þá sem hafa barist fyrir því að náttúran njóti vafans.“

Orkuveitan hefur eytt 1 milljarði króna í rannsóknir og undirbúning Bitruvirkjunar. Hún var búin að gefa vilyrði fyrir afgreiðslu rafmagns til  umhverfisvænna verkefna í Þorlákshöfn. En  borgarstjóri talar eins og Orkuveitan sé Reykjavíkurborg óviðkomandi og á vegum einhvers annars sveitarfélags. Borgarstjóri virðist gleyma því að Reykjavíkurborg   á Orkuveituna.Hann er ekki að eins æðsti yfirmaður á borgarskrifstofunum,hann er einnig æðsti yfirmaður allra fyrirtækja borgarinnar.Borgarstjóri má ekki láta sín prívatsjónarmið bera sig ofurliði. Hann þarf að taka tillit til allra sjónarmiða og  hafa í huga að  það er ekki  einungis jákvætt að hætta við Birtruvirkjun.Það er mikið  tjón fyrir Orkuveituna og Ölvushrepp.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Borgarstjóri fagnar ákvörðun stjórnar OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband