Sólarlandaferðum aflýst

Lágt gengi krónunnar og hátt olíuverð er farið að hafa áhrif á starfsemi íslenskra ferðaskrifstofa og flugfélaga. Dæmi eru um að ferðaskrifstofur hafi þurft að aflýsa áður auglýstum utanlandsferðum vegna dræmrar eftirspurnar.

Ferðaskrifstofan Heimsferðir hefur m.a. sameinað flugferðir til hagræðingar og það sama hefur flugfélagið Iceland Express gert. Nánar er fjallað um málið í fréttum í sjónvarpi mbl.

Það kemur ekki á óvart,að einhverjum sólarlandaferðum sé aflýst.Til skamms tíma hafa Íslendingar hagað sér eins og þegar uppsveifla var  í efnahagslífinu,þ.e. eytt sem aldrei fyrr í bílakaup og pantað sólarlandaferðir og aðrar utanferðir eins og allt væri í lagi. En miklar hækkanir á vöruverði og afborgunum lána segja til sín og fólk verður að rifa seglin. Það er ekki vonum fyrr.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Sólarferðum aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband