Ferðakostnaður Geirs og Ingibjargar Sólrúnar 40 milljónir

Ferðakostnaður ráðherranna allra var 95 millj. kr. á 1.ári ríkisstjórnarinnar.Þetta kom fram á alþingi í dag í svari við fyrirspurn.Mestur var ferðakostnaðurinn hjá forsætisráðherra og utanríkisráðherra eða  40 millj. ,22 millj. hjá utanríkisráðherra og 18 millj. hjá forsætisráðherra.Hjá öðrum ráðherrum var ferðakostnaður minni

Björgvin Guðmundsson.


Stýrivextir Seðlabankans óbreyttir

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, segir að ótvíræð merki séu um að það sé farið að draga úr vexti eftirspurnar. Hins vegar sjást enn ekki skýr merki um samdrátt á vinnumarkaði. Þetta kom fram í máli Davíðs er hann skýrði forsendur fyrir ákvörðun bankastjórnar að halda stýrivöxtum óbreyttum í 15,50%.

Væntanlega verður ákvörðun Seðlabankans um óbreytta vexti upphafi þess að vextir lækki. Þeir eru orðnir alltof háir hér og þungbærir heimilum og fyrirtækjum. Ekki gaf Seðlabankinn þó neitt undir fótinn með að að vextir yrðu lækkaðir við næstu vaxtabreytingu bankans.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ótvíræð merki um að eftirspurn er að dragast saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenni lífeyrissjóðurinn 100 milljarðar

Eignir Almenna lífeyrissjóðurinn fóru í maí yfir 100 milljarða króna. Heildareignir sjóðsins voru 92,7 milljarðar í ársbyrjun og hefur sjóðurinn því vaxið um 8% á árinu.

Frá því að Lífeyrissjóður lækna og Almenni lífeyrissjóðurinn sameinuðust í ársbyrjun 2006 hafa eignir sjóðsins vaxið um 21% á ári að jafnaði. Almenni lífeyrissjóðurinn er fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins.

Það er gífurleg eign fólgin í öllum lífeyrissjóðunum og það þarf að passa vel upp á þá.Ég tel ekki koma til greina ,að  lífeyrissjóðirnur fari að lána bönkunum hluta af hlutabréfaeign sinni. Bankarmir geta sjálfir komið sér út úr því klúðri sem þeir hafa komið sér í.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Eignir Almenna lífeyrissjóðsins yfir 100 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mestu skiptir hvað er í launaumslaginu

Hvað er það sem skiptir mestu máli í sambandi við lífeyri aldraðra og öryrkja? Jú,það er upphæð lífeyrisins.Það sem er í launaumslaginu skiptir mestu máli fyrir lífeyrisþegann en ekki hitt hvað það kostar ríkissjóð mikið að  greiða öldruðum og öryrkjum lífeyri. Það er sjálfsagt fyrir stjónmálamennina að  halda því til haga hvers kostnaðurinn er fyrir ríkissjóð. En  þeir hefðu átt að athuga það atriði betur áður en þeir gáfu kosningaloforðin. Aldraðir hafa ekkert gagn af því að heyra að lífeyrisgreiðslur almannatrygginga kosti svo og svo marga milljarða ef upphæðin í launaumslaginu minnkar að verðgildi.Það þýðir ekkert að veifa  milljörðum ( kostnaður ríkissjóðs) framan  í   lífeyrisþega  ef raungildi lífeyris þeirra lækkar. Lífeyrir aldraðra frá TR er 93,74% af lágmarkslaunum á þessu ári en var 100% sl. ár. Á sama tíma og þróuninin er þessi skiptir engu hvað milljarðarnir eru margir.

 

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Kvótamálið er eitt stærsta og mikilvægasta baráttumál jafnaðarmanna

Er Samfylkingin á réttri leið. Þannig hljóðaði grein,sem ég birti í Fréttablaðinu 28.apríl sl. Þar segir m.a.:
Samfylkingin lagði eitt stærsta baráttumál sitt,kvótamálið,til hliðar  í síðustu alþingiskosningum.Margir telja,að það hafi verið gert til þess að greiða fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.Ef það er rétt hefði Samfylkingin átt að vera því harðari í öðrum baráttumálum sínum  eins og velferðarmálum og skattamálum.En svo var ekki. Ákvæðin um þessi mál í stjórnarsáttmálanum eru ekki nógu skýr. Ég er mjög óánægður með það, að Samfylkingin skuli hafa lagt kvótamálið til hliðar. Þetta er eitt stærsta og mikilvægasta baráttumál jafnaðarmanna  í dag. Það verður að stokka kvótakerfið upp, draga veiðiheimildir inn á ákveðnu tímabili og bjóða aflaheimildir upp eða úthluta þeim á ný gegn greiðslu.Kvótakerfið hefur skapað gífurlegt misrétti í þjóðfélaginu. Margir hafa fengið úthlutað frítt miklum verðmætum,sem þeir hafa síðan selt og braskað með eins og þeir ættu veiðiheimildirnar. þó svo sé ekki.Jafnaðarmenn munu ekki hætta baráttunni fyrr en misrétti kvótakerfisins hefur verið leitrétt.
Það vantar enn mikið á að Samfylkingin hafi fengið framgengt nægilega mörgum stefnumálum sínum í stjórnarsamstarfinu. Ef til vill er of snemmt að fella endanlegan dóm um stjórnarsamstarfið. En betur má ef duga skal.
Björgvin Guðmundsson

Fulltrúi Akraness í OR óánægður með að hætt sé við Bitruvirkjun

Gunnar Sigurðsson, fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, gagnrýndi sameiginlega bókun fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar vegna Bitruvirkjunar á stjórnarfundi í fyrradag og sagði hana ganga þvert gegn hagsmunum Orkuveitu Reykjavíkur og eiganda hennar.

Í bókun Svandísar Svavarsdóttur og Sigrúnar Elsu Smáradóttur er áliti Skipulagsstofnunar fagnað „þar sem tekið sé undir þau sjónarmið að fyrirhuguð virkjun sé ekki ásættanleg vegna verulegra, óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu“. Rétt væri „að falla frá öllum áformum um virkjun á svæðinu þótt ánægjulegt sé að stjórnin samþykki að hætta undirbúningi virkjunar og fresta framkvæmdum.“

„Mér er óskilanlegt að niðurstöðu Skipulagsstofnunar sé fagnað í ofangreindri bókun,“ segir í bókun Gunnars. „Hún gengur þvert gegn hagsmunum Orkuveitu Reykjavíkur og eiganda hennar“.

Ég skil vel sjónarmið Gunnars. Vissulega er það rétt hjá honum,að bókun borgarfulltrúanna gengur gegn hagsmunum Orkuveitunnar. og hið sama má segja um afstöðu borgarstjóra. Hún gengur þvert gegn hagsmunum Orkuveitunnar. En borgarstjóri réði sér ekki fyrir kæti yfir því að Orkuveitan hefði orðið að hætta við Bitruvirkjun. Hann minntist ekki einu orði á það,að Orkuveitan tapaði einum milljarði á því að hætta við virkjunina en það  er sú upphæð,sem  Orkuveitan hefur lagt í rannsóknir of kostnað við virkjunina.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Fögnuður stjórnarmanna á móti hagsmunum OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitarfélögin eigi sínar fasteignir sjálf

Eignarhaldsfélagið Fasteign hf., félag í meirihlutaeigu tíu sveitarfélaga, fær fjármagn til að ráðast í ný verkefni. Lögð var fram tillaga á fundi bæjarstjórnar Sandgerðis í gærkvöld þess efnis að bærinn fái lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga og áframláni féð til Fasteignar, svo að félagið geti stækkað grunnskóla bæjarins. Áætlað er að stækkunin kosti 820 milljónir og verði lokið haustið 2009.

„Þarna er kominn hringur: Sandgerðisbær tekur lán, framselur lánið til Fasteignar og greiðir síðan leigu af byggingunni til Fasteignar til að hægt sé að borga lánið niður,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra í Sandgerðisbæ.

Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri bendir á að sveitarfélög þurfi lögum samkvæmt að veita ákveðna þjónustu. „Sveitarstjórnir hafa þar af leiðandi þær skyldur að finna hentugustu leiðina til þess hverju sinni. Það er það sem við erum að gera.“

Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. hefur keypt fasteignir ýmissa sveitarfélaga í landinu og leigir sveitarfélögunum þær aftur. Á heimasíðu félagsins má sjá verkefni í undirbúningi. Meðal þeirra eru sundlaug í Ölfusi og á Álftanesi, félagsheimili í Reykjanesbæ og skóli sem og annar áfangi Sjálandsskóla í Garðabæ.

Bergur Hauksson, framkvæmdastjóri Fasteignar, segir banka sem hafi sýnt áhuga á að lána félaginu hætta að vilja lána til framkvæmda hér á landi vegna alþjóðlegrar lánsfjárkreppu og þess umtals sem verið hefur um íslenskt efnahagslíf.

Það vakti mikla furðu mína þegar ýmis sveitarfélög ( Reykjanes einna fyrst) tóku að selja  fasteignir sínar,skóla og fleiri mikilvægar eignir,til þess síðan að taka þær á leigu hjá  einhverju fasteignafélagi ( Fasteign h.f.). Með þessu voru sveitarfélögin að losa um  fjarmuni en ljóst var,að það yrði engin hagur af þessu fyrir sveitarfélögin,þegar til lengdar léti. Það hefur aldrei verið ódýrara að leigja en að eiga sína eign. Og nú er komin upp undanleg staða. Fasteign h.f. fær ekki lán í bönkunum og snýr sér þá til sveitarfélaganna um lán. Félagið biður Sandgerðisbæ um lán,sem aftur tekur lán hjá Lánasjóði sveitarfélaganna og áframlánar það til Fasteignar h.f. Þetta er ein hringavitleysa. Fasteign tekur lán hjá sveitarfélagi til þess að kaupa eða byggja fasteign fyrir sveitarfélagið og leigja sveitarfélaginu fasteignina!Það er ekki heil brú í þessu. Það er best að hætta þessari vitleysu og að sveitarfélögin eigi sínar fasteignir sjálf.

 

Björgvin Gumundsson


mbl.is Fasteign er fjárþurfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sækjum um undanþágu til ESA

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að ummæli hans um breytingar á Íbúðalánasjóði á fundi Samtaka iðnaðarins í fyrradag feli ekki í sér að ríkið eigi að draga sig út úr almennum lánveitingum til íbúðakaupa. Rætt hefur verið um að skipta Íbúðalánasjóði upp í tvo hluta, annars vegar um félagslegt húsnæði og hins vegar í almenna hlutann, og afnema ríkisábyrðina á almennum lánum Íbúðalánasjóðs. Árni sagði á fundi SI að eðlilegt væri að almenni hlutinn yrði þá rekinn að fullu á markaðsgrundvelli. Árni segir að ummæli hans hafi tekið mið af þeim hugmyndum sem fjallað var um í stýrihópi í fyrra. Rætt var á þeim tíma um að notast yrði við sérvarin skuldabréf (e.: „covered bonds“) við fjármögnun í nýju heildsölukerfi.

Að sögn Árna felur þetta í sér að gefin yrðu út sérvarin skuldabréf sem síðan væru nýtt til þess að fjármagna íbúðakaup og bæði Íbúðalánasjóður sjálfur og bankarnir gætu notað til þess að fjármagna íbúðakaup einstaklinga. „

Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ skildi ummæli Árna þannig,að hann vildi afnema almenn lán Íbúðalánasjóðs og mótmælir hann slíkum ráðagerðum.

Ég tel,að ríkisstjórnin ætti að sækja um undanþágu til ESA,eftirlitsstofnunar EFTA  og fara fram á það,að Ísland mætti halda ríkisábyrgð á lánum  Íbúðalánasjóðs í ákveðinn tíma á meðan vextir hér um himinháir. Það þekkjast hvergi í löndum EES eins háir vextir og hér á landi.Á þeim grundvelli mætti sækja um undanþágu.Við þolum ekki að vextir Íbúðalánasjóðs verði hækkaðir.

  Björgvin Guðmundsson


mbl.is Kerfi sem virðist gefast vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband