Sækjum um undanþágu til ESA

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að ummæli hans um breytingar á Íbúðalánasjóði á fundi Samtaka iðnaðarins í fyrradag feli ekki í sér að ríkið eigi að draga sig út úr almennum lánveitingum til íbúðakaupa. Rætt hefur verið um að skipta Íbúðalánasjóði upp í tvo hluta, annars vegar um félagslegt húsnæði og hins vegar í almenna hlutann, og afnema ríkisábyrðina á almennum lánum Íbúðalánasjóðs. Árni sagði á fundi SI að eðlilegt væri að almenni hlutinn yrði þá rekinn að fullu á markaðsgrundvelli. Árni segir að ummæli hans hafi tekið mið af þeim hugmyndum sem fjallað var um í stýrihópi í fyrra. Rætt var á þeim tíma um að notast yrði við sérvarin skuldabréf (e.: „covered bonds“) við fjármögnun í nýju heildsölukerfi.

Að sögn Árna felur þetta í sér að gefin yrðu út sérvarin skuldabréf sem síðan væru nýtt til þess að fjármagna íbúðakaup og bæði Íbúðalánasjóður sjálfur og bankarnir gætu notað til þess að fjármagna íbúðakaup einstaklinga. „

Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ skildi ummæli Árna þannig,að hann vildi afnema almenn lán Íbúðalánasjóðs og mótmælir hann slíkum ráðagerðum.

Ég tel,að ríkisstjórnin ætti að sækja um undanþágu til ESA,eftirlitsstofnunar EFTA  og fara fram á það,að Ísland mætti halda ríkisábyrgð á lánum  Íbúðalánasjóðs í ákveðinn tíma á meðan vextir hér um himinháir. Það þekkjast hvergi í löndum EES eins háir vextir og hér á landi.Á þeim grundvelli mætti sækja um undanþágu.Við þolum ekki að vextir Íbúðalánasjóðs verði hækkaðir.

  Björgvin Guðmundsson


mbl.is Kerfi sem virðist gefast vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Starfsemi Íbúðarlánasjóðs er ungu fólki sem er að koma yfir sig þaki svo og efnalitu fólki almennt, afar mikilvæg. 

Síðan er það með allar þessar kröfur um undanþágur frá hinum og þessum reglugerðum ESB sem sífellt háværari verða með hverjum deginum.

Rótin að vandanum sýnist vera  stjórn peningamála hér og sá mikli kostnaður sem við greiðum til að halda krónunni okkar . Hér er hvorki agi né stöðugleiki sem ESB þjóðirnar búa við í efnahagsmálum og ekki sýnileg nokkur breyting til batnaðar hjá okkur til jafn við þær.  Vaxtastigið hjá okkur er mælikvarði á það.

Ekki að undra að augu manna séu að opnast almennt fyrir þeim miklu hagsmunum sem eru í því fólgnir að ganga að fullu til samstarfs við ESB og gerast aðilar að myntbandalagi evrunnar. 

Þetta er svona það sem mér finnst 

Sævar Helgason, 22.5.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband