Eldhúsdagsumræður á alþingi

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld að ýmsir erfiðleikar hefðu steðjað að þjóðinni á liðnum vetri en þeir muni víkja til hliðar fyrir betri tíð áður en langt um líður, um það væri hann sannfærður.

„Íslenska þjóðin hefur áður staðið frammi fyrir ytri áföllum og jafnan staðið þau af sér. Það munum við einnig gera núna," sagði hann.

Geir sagði að markmið ríkisstjórnarinnar væri, að leita leiða til þess að sú efnahagslega aðlögun, sem nú sé hafin, gerist án þess að samdráttur verði verulegur og samhliða tryggja sem best atvinnu í landinu. Þessi staða kallaði þess vegna á samstilltar aðgerðir og samráð stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga um hvernig megi ná stöðugleika á ný og er það samráð þegar hafið. Einnig sé mikilvægt að efla varnir og viðbúnað þjóðarbúsins út á við, eins og unnið sé að.

Geir sagði að tvíhliða samningar um gjaldeyrisskipti við þrjá norræna seðlabanka væru mikilvægt skref í því efni. Þá væri frumvarp með lántökuheimildum komið til meðferðar á Alþingi. Mikilvægt væri að allir átti sig á því að erlend lántaka sé ekki hugsuð til að fjármagna rekstur ríkisins eða framkvæmdir heldur til að treysta gjaldeyrisforða þjóðarinnar, varasjóð landsmanna. Hann sagði, að ekki væri gert ráð fyrir því að taka eitt stórt lán í útlöndum heldur væri verið að skapa ríkissjóði svigrúm.

Ögmundur Jónasson talaði af hálfu VG og  var harðorður í garð ríkisstjórnarinar og taldi hana hafa brugðist alltof seint við. Össur Skarpheðinsson talaði af hálfu Samfylkingarinnar og flutti þróttmikla ræðu. Hann talaði m.a. um nýsk0pun í atvinnulífinu.Guðni Ágústsson sagði,að þetta væri ríkisstjórn brostinna vona.Guðjón Arnar talaði af hálfu frjálskynda flokksins og sagði  að auka þyrfti þorskkvótann á ný.Kvótakerfið hefði farið mjög illa með landsbyggðina.

Björgvin Guðmundsson

Fara til bakaT

I

mbl.is Erfiðleikar víkja brátt fyrir betri tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldraðir og öryrkjar hlunnfarnir

Hvers vegna fengu aldraðir og öryrkjar ekki sömu hækkun á lífeyri sínum og launþegar fengu á launum sínum í almennum kjarasamningum á þessu ári. Ekki hafa fengist fullnægjandi svör við því. Sagt hefur verið,að það væri ekki lögbundið að hækka lífeyrinn jafnmikið og lágmarkslaun.Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um það að jafnaðarmenn geri ekki verr við lífeyrisþega en Framsóknarmenn. Árið 2006,þegar Framsókn var i stjórn, var lífeyrir aldraðra hækkaður um það sama og lágmarkslaun hækkuðu.Lífeyrisþegar reiknuðu með því,að lífeyrir mundi ekki hækka minna þegar jafnaðarmenn væru komnir i stjórn. En svo varð ekki. Lágmarslaun hækkuðu um 18-20.000 kr. á mánuði eða um 15-20%.En lífeyrir hækkaði um 9.400 kr. eða um 7,4%.Hvers áttu lífeyrisþegar að gjalda.Hvers vegna fengu þeir aðeins helming á við launþega?Það væri gott að fá svör við því.
Lífeyrir er nú 93,74% af lágmarkslaunum en var á sl. ári 100% af lágmarkslaunum.Er það þetta sem við ætluðum okkar að lækka lífeyrinn sem hlutfall af lágmarkslaunum? Nei. Við ætluðum að hækka hann. það vantar skýr svör við því hvers vegna þetta er svona. Og það þýðir ekkert að tala um minni skerðingae í staðinn. Það þýðir ekkert að drepa þessu máli á dreif.

Björgvin Guðmundsson


Jarðfræðisetur á Breiðdalsvík?

Í undirbúningi er stofnun jarðfræðiseturs á Breiðdalsvík í nafni hins þekkta breskra jarðfræðings George Walker sem lagði grunninn að kortlagningu jarðlaga á Austurlandi fyrir um 50 árum. Setrið verður opnað þann 23. ágúst næstkomandi.

Af því tilefni efndi sendiherra Íslands í London til sérstaks hádegisverðarfundar mánudaginn 19. maí þar sem fræðasetrið var kynnt, drög voru lögð að aðkomu breskra aðila, meðal annars nokkurra háskóla, að þessari stofnun og skipst var á skoðunum um útfærslur á hlutverki setursins, að því er fram kemur í Stiklum, vefriti menntamálaráðuneytisins.

Forvígismaður verkefnisins er Ómar Bjarki Smárason jarðfræðingur. Meðal annarra gesta voru Lord Ron Oxburgh, einn þekktasti jarðvísindamaður Bretlands, Alison Walker, dóttir George Walkers, forsvarsmenn fræðasetursins, sveitastjóri Breiðdalshrepps auk breskra og íslenskra prófessora í jarðfræði.

Til stendur að setrið taki á móti innlendum sem erlendum nemendum á framhalds- og háskólastigi og veiti aðstöðu til rannsóknarstarfa sem byggja á þeim grunni sem George Walker lagði.

Það er vel til fundið að stofna jarðfræðisetur á Breiðdalsvík. Það eru mjög áhugaverð fjöll þar allt í hring og mjög fallegt á Breiðdalsvík.Búast má við.að slíkt setur þar mundi draga að sér fjölda vísindamanna.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Jarðfræðisetur stofnað á Breiðdalsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðdáendur Bob Dillan ánægðir með tónleika hans

Bob Dillan söngvari hélt   tónleika í Laugardalshöll í gærkvöldi við mikla aðsókn. Aðdáendur Bob Dillan voru mjög ánæðgðir með tónleikana enda er Dillan  í algerum sérflokki.Hann vann sér miklar vinsældir og heimsfrægð sem þjóðlagasöngvari sem spilaði á kassagitar og munnhörpu.Hann hefur samið mikið af lögum og mörg þeirra eru gullfalleg. Sumir aðdáenda hans telja hann standa jafnfætis bítlunum.Það var mikill fengur að því að fá Bob Dillan til Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson


Mesta lántaka Íslandssögunnar

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um heimild til þess að taka 500 milljarða að láni var tekið fyrir á  alþingi í morgun.Lántakan er hugsuð til þess að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans  .Samstaða hefur myndast milli allra flokka um að greiða fyrir afgreiðslu málsins.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði 500 milljarða króna lán sem lagt er til að ríkissjóður megi taka herkostnað stóriðju, skattalækkana og útrásarævintýra síðustu ára. Hann benti jafnframt á að Vinstri - græn hefðu ítrekað kallað eftir aðgerðum í efnahagsmálum.

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpinu  til þess að bregðast við erfiðri stöðu á fjármálamörkuðum og styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Frumvarpið var lagt fram í gærkvöld og þurfti að veita afbrigði til þess að geta tekið það fyrir á þingi í morgun. Fram kom í máli Árna að ekki lægi fyrir hvernig heimildin yrði nýtt en það réðist af aðstæðum.

 

Steingrímur gagnrýndi ræðu Árna og sagði hana bágborna og þróttlitla. Benti hann á að lánið væri það stærsta í Íslandssögunni og það væri afleiðing af stóriðju, skattalækkunum og útrásarævintýrum síðustu ára. Hagstjórnarmistök ríkisstjórnanna hefðu reynst dýr. Þá spurði hann við hverju mætti búast í afkomu ríkissjóðs með láninu og taldi að herkostnaðurinn myndi nema milljörðum króna á tímum þar sem stefndi í halla á ríkissjóði. Þá gagnrýndi hann þær ákvarðanir stjórnvalda að bíða með aðgerðir og sagði andvaraleysi og ráðleysi ríkisstjórnarinnar reynast rosalega dýrt. Það væru fjölskyldurnar í landinu og hið almenna atvinnulíf sem greiddu herkostnaðinn.

Þá benti Steingrímur á verðbólga hér væri 12 prósent á ársgrundvelli og ef fasteignaverð væri ekki farið að lækka væri verðbólga síðustu þriggja mánaða á fjórða tug prósenta. Sagði hann herkostnaðinn liggja í verðbólgunni og hæstu stýrivöxtum í heimi.

Þrátt fyrir gagnrýni Steingríms J. voru menn sammála um nauðsyn lántökunnar. Deilt var um hvort taka hefði átt lánið fyrr. Stjórnarandstaðan sagði,að þá hefði mátt koma í veg fyrir verðbólgu og mikla gengislækkun en stjórnin sagði,að það hefði orðið mikið dýrara að taka lánið fyrr.

Ég tel,að lántaka þessi sé óhjákvæmileg. Og ef til vill mun það eitt að Seðlabankinn hafi yfir þessu fjármagni að ráða styrkja fjármálakerfið og stöðu Íslands út á við.

 

Bjöegvin Guðmundsson


Hjúkrunarfræðingar óánægðir með stöðu kjaramála

Óvissan í efnahagsmálunum er orðin ráðandi við frágang kjarasamninga. Öll stéttarfélög sem samið hafa í kjölfar kjarasamninganna á almenna vinnumarkaðinum í vetur hafa aðeins samið fram á fyrri hluta næsta árs.

Hjúkrunarfræðingar líta svo á að afstaða samninganefndar ríkisins (SNR) í viðræðum við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) hafi tekið verulegum breytingum eftir undirritun samkomulagsins við BSRB um helgina. Deilan er hjá ríkissáttasemjara og í gær höfnuðu hjúkrunarfræðingar tilboði SNR um sambærilegan samning og ríkið gerði við BSRB og SGS. Samninganefnd FÍH hefur boðað trúnaðarmenn til fundar á fimmtudag. Þar verður fjallað um hugsanlegar aðgerðir til að þrýsta á um samkomulag.

Innan BSRB er litið svo á að nýi samningurinn feli í sér að kaupmáttur félagsmanna sé varinn og hann gæti aukist á samningstímanum þrátt fyrir verðbólguspár. Megn óánægja er með að ekki náðist samkomulag um að vinna gegn kynbundnum launamun og bæta sérstaklega kjör umönnunarstétta. Skv. heimildum lagði ríkið fram hugmyndir um 300 milljóna kr. framlag í þessu skyni ef samið yrði til langs tíma. Því var hafnað. Fjármálaráðherra staðfesti í gær að nýgerðir samningar fælu í sér meiri launakostnaðarauka fyrir ríkissjóð en samningarnir sem gerðir voru á almenna vinnumarkaðinum.

Enn er ósamið við stóra hópa starfsstétta. Um seinustu áramót voru u.þ.b. 80 kjarasamningar lausir og hátt í 200 samningar losna á árinu. Er búið að gera 19 samninga það sem af er en þeir ná til mikils meirihluta launafólks. Næstkomandi laugardag losna samningar sjómanna og LÍÚ. Kjaralotunni er hvergi nærri lokið.

Ljóst er að samningsfrelsi stéttarfélaganna er verulega skert. Stóru samtökin ASÍ og BSRB virðast ráðandi á vinnumarkaðnum.Eftir að þau hafa gefið tóninn verða aðrir að fylgja í kjölfarið.Samningar BSRB taka að verulegu leyti mið af samningum ASI og SA og eftir að BRSB hefur samið fá hjúkrunarfræðingar ekki annan samning en slíkan sem BSRB náði.Er samningsfrelsið  "blöff"?

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Enn langt í land í kjaraviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Símar 12 alþingismanna voru hleraðir

Símar á samtals 32 heimilum voru hleraðir vegna óska frá stjórnvöldum í samtals sex hlerunarlotum á árabilinu 1949–1968. Þar á meðal voru heimili 12 alþingismanna og áttu 9 þeirra sæti á Alþingi þegar hleranirnar fóru fram, en margir höfðu aldrei tekið þátt í stjórnmálastarfi og jafnvel voru hleraðir símar hjá fólki sem hafði verið dyggir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins.

Þetta kemur fram í grein Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra og alþingismanns, í miðopnu Morgunblaðsins í dag. Þar er einnig birt skrá yfir hin 32 heimili sem urðu fyrir hlerunum. Meðal þeirra sem sættu hlerunum á umræddu tímabili, að sögn Kjartans, 12 alþingismenn og áttu 9 þeirra sæti á þingi þegar símar þeirra voru hleraðir.  

Fram kemur í greininni að dómarar heimiluðu hleranirnar, án fyrirstöðu, að beiðni dómsmálaráðherra, sem í tilvikunum sex tilheyrðu Sjálfstæðisflokknum, og í fjórum tilvikum af sex var ekki vísað í eina einustu lagagrein til stuðnings hlerunarbeiðni.

Þetta er grafalvarlegt mál. Mér virðist,að hér hafi verið framin lögbrot,þar eð ekki var vísað í lagagrein,þegar hleranir voru leyfðar og ekki  settar fram nægilegar ástæður fyrir að heimila hleranir. Svo virðist sem geðþæittaákvarðanir hafi hér ráðið för.

 

Björgvin GuðmundssonSí


mbl.is 32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins 14 treysta borgarstjóra,Ólafi F.Magnússsyni

Tæp 14% þeirra, sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins, sögðust bera mikið eða mjög mikið traust til Ólafs F. Magnússonar, borgarstjóra. Rúm 67% sögðust bera lítið eða mjög lítið traust til hans.

Venulega er það svo að þeir sem veljast til hárra embætta fá aukið traust,þar eð almenningur er að öðru jöfnu hrifinn af þeim,sem öðlast mikil völd.Þetta á við ráðherra og hefur einnig átt við borgarstjóra.En hvers vegna er þessu öðru vísi varið með núverndi borgarstjóra. Jú það er vegna þess,að hann komst til valda með bellibrögðum. Hann sveik samstarfsmenn sína í meirihluta borgarstjórnar og gekk til samstarfs til andstæðingana,aðeins til þess að fá borgarstjórastólinn. Almenningar fordæmir slík vinnubrögð. Það kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is 14% segjast treysta borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband