Jarðskjálfti fannst vel í Reykjavík

Jarðskjálfti, sem mældist 6,7 stig á Richter varð klukkan 15,45 við suðvesturenda Ingólfsfjalls, um 5 km norðvestur af Selfossi. Skjálftinn fannst vel á Selfossi að sögn heimamanna.

Vignir Árnason hjá IB bílasölunni á Selfossi segir að skjálftinn hafi fundist vel þar, en fyrirtækið er fyrir utan Ölfusá. Vignir sagði að heyrst hefðu drunur og jörðin titrað en ekki hefði komið högg. Ekki féllu lausir munir úr hillum.

Halldór Geirsson, hjá Veðurstofu Íslands, sagði að á annan tug eftirskjálfta hefðu fundist. Svo virtist sem skjálftahrinan væri í rénun en sérfræðingar á vakt myndu fylgjast náið með þróun mála. 

Veðurstofan segir að skjálftinn hafi orðið á um 5 km dýpi. Jarðskjálftar eru ekki óalgengir á þessum slóðum.

Ég var við tölvuna,þegar skjálftinn fannst í Reykjavík og tölvuborðið hristist mikið og mér fannst það lengi.Það er  langt síðan ég hefi fundið svona mikinn skjálfta í Reykjavík.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Jarðskjálfti við Ingólfsfjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlenskt brauð selt sem íslenskt?

Nýlega var skýrt frá því á alþingi,að erlent grænmeti væri selt hér í verslunum sem íslenskt. Það væri þvegið hér  og því umpakkað og síðan selt með íslenskum áletrunum.Nú virðist það sama  upp á teningnum með brauð. Dæmi eru um að verslanir flytji inn erlent brauð og selji það  við hliðina  á íslensku brauði  án þess,að tekið sé fram hvað er  íslenskt brauð og hvað erlent.Þetta  er alger óhæfa. Það á að merkja brauðið greinilega og taka fram hvort það er erlent og innflutt  eða hvort það er íslenskt.Hvort sem um grænmeti eða brauð er að ræða,sem flutt er inn, er það krafa neytenda að þessur vörur séu greinlega merktar og fram komi,að þær séu erlendar svo unnt sé að greina Þær frá  ísenskum. Annars er verið að blekkja .neytendur

 

Björgvin Guðmundsson


Hagkaup og Nóatún hækka vöruverð mest ( 1,9-2,1%).Lækkun í Bónus

Mest hækkun á vörukörfu ASÍ milli vikna að þessu sinni var í stórmörkuðunum Hagkaupum og Nóatúni en verðlagseftirlit ASÍ birtir nú breytingar á verði innkaupakörfu heimilisins í stærstu matvöruverslunarkeðjunum 7. vikuna í röð.

Í Hagkaupum hækkaði verð körfunnar um 2,1% á milli 3. og 4. viku í maí og má rekja þá hækkun að mestu til hækkana á verði kjötvara og grænmetis og ávaxta í vörukörfunni.

Í Nóatúni hækkaði verð innkaupakörfunnar um 1,9% á milli vikna og valda hækkanir á verði grænmetis og ávaxta þar mestum breytingum en einnig hækkun á kjöt- og mjólkurvörum. Í Samkaupum-Úrval sem einnig er í flokki stórmarkaða var verð vörukörfunnar nánast óbreytt á milli vikna.

 

Í lágvöruverðsverslunum hækkaði verðið á vörukörfu ASÍ mest í Kaskó, um 1,3%, á milli mælinga í 3. og 4. viku maímánaðar. Mest áhrif til hækkunar hefur verðhækkun á brauði og kornvörum, mjólkurvörum og á liðnum ýmsar matvörur í vörukörfunni.

Í Krónunni breyttist verð körfunnar lítið á milli vikna eða um 0,3% og í Nettó var verðið óbreytt á milli mælinga. Verð innkaupakörfunnar lækkaði hins vegar í Bónus um 0,7% á milli vikna sem má að mestu leyti rekja til lækkunar á verði kjötvara í körfunni.

Í klukkubúðunum hækkaði vörukarfan mest í verslunum 10-11 um 1,1% á milli vikna og veldur hækkun á verði kjötvara þar mestum breytingum en einnig hefur verðhækkun á drykkjarvörum í körfunni nokkur áhrif. Í 11-11 er verð vörukörfunnar nánast óbreytt á milli vikna en í Samkaupum-Strax lækkar verðið hins vegar um 1,7% sem að langstærstum hluta stafar af lækkun á kjötvörum í innkaupakörfunni, samkvæmt frétt á vef ASÍ.

Ljóst er samkvæmt þessum könnunum,að verslanir eru enn ekki allar tilbúnar að taka þátt í

átaki til þess að draga úr verðbólgunni.Menn gera sér ef til vill ekki ljóst hvaða afleiðingar það getur haft ef hér verður óðaverðbólga, Það verður að stöðva vöxt verðbólgunnar strax og snúa ofan af henni. Það er lífsnauðsyn.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka


mbl.is Hagkaup og Nóatún hækka mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi keppist við

Alþingismenn keppast nú við að ljúka þingstörfum í dag svo þeir geti farið í sumarhlé. Fundir hafa verið til miðnættis síðustu daga og samningar í gangi milli formanna þingflokkanna um það hvaða málum á að hleypa í gegn og hver á   að salta. Frumvarp um nýja sjukratryggingastofnun verður látið liggja til hausts. Sama er að segja um matvælafrumvarpið,sem leyfa mun m.a. innflutning á fersku kjöti,ósoðnu.Þetta eru hvort tveggja stórmál,sem ekki er unnt að afgreiða nú,þar eð þingið þarf að komast í frí.Orkufrumvarpið mun sennilega fara í gegn nú. Eftirlaunaósóminn bíður til hausts.

Þetta eru léleg vinnubrögð. Mikill ágreiningur er um sjukratryggingafrumvarpið.VG er  á móti því og telur að' með því sé opnað fyrir einkavæðingu. Framsókn situr hjá við afgreiðslu málsins og segist ekki vilja bera abyrgð á því að hafin verði einkavæðíng í heilbrigðiskerfinu. Samfylkingin segir að ekki verði leyft einkavæðing en einkarekstur á einstaka sviði gæti átt sér stað. Sjúklingum verði þó ekki mismunað eftir efnahag.

 

Björgvin Guðmundsson


Uppsagnir í byggingariðnaðinum

JB Byggingafélag hefur sagt upp 28 starfsmönnum og taka uppsagnirnar gildi á morgun. Að sögn Hjördísar Johnson, markaðsstjóra Innova, móðurfélags JB Byggingafélags, eru ekki frekari uppsagnir fyrirhugaðar hjá félaginu en starfsmenn verða um 110 talsins eftir mánaðarmót. Einhverjir þeirra sem missa vinnuna hjá JB byggingafélagi fá vinnu hjá öðru félagi í eigu Innova, Ris.

Að sögn Hjördísar eru uppsagnirnar liður í hagræðingu vegna breyttrar verkefnastöðu og markaðsaðstæðna. Enda hafi félagið fundið fyrir breyttum aðstæðum á byggingamarkaði líkt og aðrir sem starfa í þessum geira.

Hjördís segir verkefnastöðu JB Byggingafélags góða en dregið hafi úr framleiðni þar sem salan hefur ekki verið jafn góð og æskilegt er. „Staðan er alls ekki slæm heldur erum við að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir," sagði Hjördís í samtali við mbl.is.

Á vef JB Byggingafélags kemur fram að félagið hafi sérhæft sig í framleiðslu íbúðarhúsnæðis ásamt því að sinna annarri mannvirkjagerð. Fyrirtækið var stofnað 1984 og gefið nafnið Járnbending sem það bar allar götur til ársins 2002 er nafninu var breytt í JB Byggingafélag.

Þetta er ekki eina byggingarfélagið sem sagt hefur upp starfsfólki. Fleiri hafa gert það og fleiri munu fylgja á eftir. Markaðurinn er mettaður. Fyrirtæki fá ekki lánsfé og almenningur  fær ekki lán til þess að kaupa íbúðir.Það  er því alger stövun fraundan.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bílstjórar ætla að jarða kosningaloforðin

Hópur atvinnubílstjóra er samankominn við bensínstöð Olís við Suðurlandsveg en þeir ætla að afhenda ríkisstjórn Íslands 11 líkkistur en Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, fær 30 rauðar rósir frá bílstjórunum. Sturla Jónsson, talsmaður bílstjóranna, segir þetta fyrst og fremst táknræna athöfn.

Að sögn Sturlu ætla bílstjórarnir að vera fyrir utan Alþingishúsið klukkan tólf í dag og vonast til þess að ráðherrarnir taki við gjöfunum. Aðspurður um hvers vegna Jóhanna fái rósir á meðan aðrir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fái líkkistu segir hann að Jóhanna sé sú eina í ríkisstjórninni sem vinni fyrir fólkið í landinu. Til að mynda með því að reyna að bæta kjör þeirra sem minna megi sín og að bjarga Íbúðalánasjóði. Á sama tíma hafi Geir H. Haarde, forsætisráðherra, lofað því að skoða breytingar á álögum á eldsneyti og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hafi ætlað að afnema eftirlaunalögin umdeildu. „Og hverjar eru efndirnar?" segir Sturla í samtali við mbl.is.

Að sögn Sturlu er hópurinn ekki bara að berjast fyrir réttindum atvinnubílstjóra heldur berjist hann fyrir alla þjóðina.

Þessi aðgerð bilstjóranna er mjög sérstæð.Væntanlega mun hún fara friðsamlega fram. Ég tel,að tímabært sé að stjórnvöld ræði við bílstjórana um þeirra kröfur. Það er ekki unnt að hundsa þá.

 

Björgvin Guðmundsson 

Fara til baka 

Innlent | mbl.is | 27.04.2008 | 16:15
I
I
I
I

mbl.is Fyrst og fremst táknræn athöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 ár frá fæðingu Steins Steinarr

Steinn Steinarr skáld fæddist 13.oktober 1908 og hefði því orðið 100 ára á þessu ári.Í tilefni af því efnir Jón Ólafsson ásamt fleirum til tónleika í Íslensku óperunni í kvöld og annað kvöld. Þar verða leikin ný lög við kvæði Steins Steinarr en Jón Ólafsson hefur samið flest lögin.Steinn Steinarr er eitt merkasta ljóðskáld okkar.

Hér fer á eftir  ljóðið Minning eftir Stein Steinarr en það er upphaf ljóðsins Dvalið hjá djúpu vatni ,sem er frumgerð Tímans og vatnsins.

Í sólhvítu ljósi  

hinna síðhærðu daga

býr svipur þinn

 

eins og tálblátt regn

sé ég tár þín falla

yfir trega minn

 

og fjarlægð þín sefur

í faðmi mínum

í fyrsta sinn.

 

Guðmundur  Björgvinsson,listamaður,sonur  minn, hefur samið mjög fallegt lag við Tímann og vatnið eftir Stein Steinarr.

 

Björgvin Guðmundsson


Rice til Íslands á morgun

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice hvatti í dag þjóðir heims til að flýta fyrir aðstoð og þróunarhjálp til Íraks og nota tækifærið nú er öryggismálin í Írak eru að hennar sögn að komast í jafnvægi.

Hún sagði að það væri þörf fyrir aðstoð á sviði landbúnaðar og ræktunar og uppbyggingu húsnæðis í landinu.

Rice lét þessi orð falla á alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Íraks í Stokkhólmi og sagði að nú væri ekki lengur hægt að nota óstöðugleika sem afsökun fyrir að standa ekki við gefin loforð um þróunaraðstoð.


Rice sem mun halda til Íslands á föstudaginn kemur og ræða hér við Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra á meðan dvöl hennar stendur.

Stutt er síðan Ingibjörg Sólrún,utanríkisráðherra,hitti Rice í Washington svo að  það gerist nú skammt á milli funda þeirra.Þó eru Bandaríkjamenn farnir með varnarlið sitt héðan og ekki eins mikil samskipti milli ríkjanna og áður var. En það er sjálfsagt að hafa góð samskipti við Bandaríkin ei að síður.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Rice á leið til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband