Uppsagnir í byggingariðnaðinum

JB Byggingafélag hefur sagt upp 28 starfsmönnum og taka uppsagnirnar gildi á morgun. Að sögn Hjördísar Johnson, markaðsstjóra Innova, móðurfélags JB Byggingafélags, eru ekki frekari uppsagnir fyrirhugaðar hjá félaginu en starfsmenn verða um 110 talsins eftir mánaðarmót. Einhverjir þeirra sem missa vinnuna hjá JB byggingafélagi fá vinnu hjá öðru félagi í eigu Innova, Ris.

Að sögn Hjördísar eru uppsagnirnar liður í hagræðingu vegna breyttrar verkefnastöðu og markaðsaðstæðna. Enda hafi félagið fundið fyrir breyttum aðstæðum á byggingamarkaði líkt og aðrir sem starfa í þessum geira.

Hjördís segir verkefnastöðu JB Byggingafélags góða en dregið hafi úr framleiðni þar sem salan hefur ekki verið jafn góð og æskilegt er. „Staðan er alls ekki slæm heldur erum við að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir," sagði Hjördís í samtali við mbl.is.

Á vef JB Byggingafélags kemur fram að félagið hafi sérhæft sig í framleiðslu íbúðarhúsnæðis ásamt því að sinna annarri mannvirkjagerð. Fyrirtækið var stofnað 1984 og gefið nafnið Járnbending sem það bar allar götur til ársins 2002 er nafninu var breytt í JB Byggingafélag.

Þetta er ekki eina byggingarfélagið sem sagt hefur upp starfsfólki. Fleiri hafa gert það og fleiri munu fylgja á eftir. Markaðurinn er mettaður. Fyrirtæki fá ekki lánsfé og almenningur  fær ekki lán til þess að kaupa íbúðir.Það  er því alger stövun fraundan.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband