Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 28,58% frá áramótum

 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 2% í Kauphöll Íslands í dag og er lokagildi hennar 4.512,35 stig. Um síðustu áramót stóð Úrvalsvísitalan í 6.318,02 stigum og hefur því lækkað um 28,58% það sem af er ári. Er þetta lægsta gildi hennar frá því 17. ágúst 2005 eða tæp þrjú ár, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands. Þann dag var lokagildi hennar 4.496 stig.

Teymi lækkaði mest í dag eða um 6,2%, SPRON 6,1%, Bakkavör 3,8%, Exista 3,5% og 365 3,3%. Einungis tvö félög hækkuðu í verði, Föroya Banki 1,9% og Eimskip 0,25%. 

Greiningardeild Kaupþings segir í ½5 fréttum sínum, að mikill mótbyr hafi verið á íslenska hlutabréfamarkaðnum að undanförnu. Gengi á hlutabréfamörkuðum í nágrannalöndunum hafi verið dapurt að undanförnu sökum nýrra erfiðleika fjármálafyrirtækja, eins og Lehman Brothers, og hækkandi olíuverðs. Við það bætast innlendir áhrifaþættir, s.s. hækkandi skuldatryggingaálag bankanna, hátt vaxtastig sem bíti í hlutabréfin og töluverð óvissa um hvert íslenska hagkerfið stefni. 

Þessi mikla lækkun úrvalsvísitölunnar endurspeglar  efnahagslægðina að undanförnu.Hlutabréfavísitalan hefur einnig lækkað mikið erlendis,íslenska krónan hefur einnig fallið mikið eða  svipað og hlutabréfavísitalan.Aðeins miklar framkvæmdir innan lands  og aukin verðmætask0pun geta snúið þessari þróun  við.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


VG vill ítarlegri svör til Mannréttindanefndarinnar

Vinstrihreyfingin-grænt framboð vill ítarlegri svör af hálfu stjórnvalda við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna en send voru til nefndarinnar í síðustu viku. Þá gagnrýnir flokkurinn fullkomið samráðs- og aðgerðaleysi í málinu undanfarna 6 mánuði.

Í ályktuninni segir, að ríkisstjórnin hafi haft 6 mánuði til að taka álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna alvarlega og bregðast við með ítarlegum hætti. Svarbréfið sem nú ligg fyrir sé að uppistöðu til langdregin endurtekning á þeim vörnum sem íslenska ríkið hélt uppi í málinu þegar það var tekið fyrir á sínum tíma. Í niðurlagi svarbréfsins sé svo loks rýr og efnislítil klausa um að hugað verði að lengri tíma áætlun um endurskoðun á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu, eða aðlögun í átt að áliti mannréttindanefndarinnar.

Ég tel,að ríkisstjórnin verði að senda mikið ítarlegri svör en gert hefur verið. Og það sem er mest um vert: Það verður að byrja strax að breyta kvótakerfinu og afnema mannréttindabrot.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is VG vill skýrari svör til mannréttindanefndar SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósa stuðningsmenn Hillary Mc.Cain?

Hillary Clinton lýsti yfir því á laugardag að hún styddi forsetaframboð Baracks Obama af heilum hug og hvatti fylgismenn sína til að vinna fyrir hann eins og þeir hefðu unnið fyrir hana. Forystumenn Demókrataflokksins óttast að hún hafi talað fyrir daufum eyrum margra.

Þessar áhyggjur eru ekki út í bláinn. Clinton hafði ekki fyrr játað ósigur en margir stuðningsmenn hennar, einkum konur og hvítir verkamenn, tilkynntu það á ýmsum vefsíðum að þeir hygðust kjósa John McCain, forsetaefni Repúblíkanaflokksins, í haust, fremur en Obama.


Mikið bar á fólki frá Flórída og Michigan. Clinton átti miklu fylgi að fagna í þessum ríkjum, en kjörmenn þaðan fá aðeins hálft atkvæði á landsfundi Demókrataflokksins í Denver í ágústlok.

Liðlega 18 milljónir manna kusu Clinton í prófkjöri Demókrataflokksins. Samkvæmt könnun CNN ætla 22 prósent þeirra að sitja heima í forsetakosningunum í haust, 17 prósent hins vegar að kjósa McCain.

CNN segir kosningastjóra McCains ekki hafa verið lengi að átta sig á því að fylgismenn Clintons væru ekki endilega fylgismenn Obama. Þannig hafi Michael Goldfarb, einn helsti aðstoðarmaður McCains, ekki beðið boðanna og strax lokið miklu lofsorði á Clinton.

Hún hefði verið glæsilegur valkostur í prófkjöri demókrata, og kyndilberi milljóna kvenna, en orðið fórnarlamb vinstrisinnaðra öfgamanna sem hefðu óbeit á þeirri hófsömu utanríkisstefnu sem hún hefði boðað.

Það yrði mikill skaði ef margir fylgismanna Hillary Clinton færu yfir á Mc.Cain frambjóðanda republikana í stað þess að kjósa Obama,frambjóðanda demokrata. En á þessu er nú mikil hætta,m.a. vegna þess að margir telja Obama skorta reynslu.Vonandi verður þetta ekki. Ég er eindreginn stuðningsmaður demokrata og tel nauðsynlegt að þeir fái forsetaembættið nú eftir 8 ára valdatímabil republiknana.

 

Björgvin Guðmundsson

 

  •  

    Ekki kemur til greina að einkavæða Orkuveituna

    Það er tímabært að ræða alvarlega á hinum pólitíska vettvangi hvernig eignarhaldi á orkufyrirtækjum verði fyrir komið í náinni framtíð.Þannig hefst forustugrein Mbl. í dag.Blaðið víkur m.a. að ummælum Guðmundar Þóroddssonar fyrrverandi forstjóra OR þess efnis,að rétt væri að einkavæða Orkuveituna.Blaðið leggst gegn því. Mbl. virðist á svipaðri línu og ríkisstjórnin,þ.e. þeirri,að  orkuauðlindir,sem nú eru í eigu opinberra aðila eigi að vera það áfram.Þannig er sú lagasetning,sem Össur Skarphéðinsson,iðnaðarráðherra knúði í gegnum alþingi.

    Að mínu mati kemur ekki til greina að einkavæða Orkuveituna. Ég tel,að OR og alllar slíkar almannaveitur eigi að vera í eigu opinberra aðila. Og hið sama gildir um allar okkar orkuauðlimdir. Hins vegar kemur að mínu áliti til greina að ganga til samstarfs við einkaaðila um útrásarverkefni erlendis,þar sem mikils fjármagns er þörf.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Verð á bensíni komið í 170-179 kr. á liter!

    Skeljungur hækkaði í dag eldsneytisverð um 3,6-3,8%. Lítrinn af bensíni hækkar um 6 krónur og er algengt verð í sjálfsafgreiðslu er 170,40 krónur en 179 krónur með þjónustu. Lítrinn af dísilolíu hækkaði um 7 krónur og er algengt verð í sjálfsafgreiðslu 186,80 krónur, 191,80 með þjónustu

    Hækkun á eldsneyti er orðin svo mikil fra áramótum,að ríkisstjórnin getur ekki lengur horft aðgerðarlaus  á þessar hækkanir. Það verður að lækka bensíngjaldið og virðisaukaskattinn tímabundið.

     

    Björgvin Guðmundsson


    mbl.is Eldsneyti hækkar um 6-7 krónur
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Bloggfærslur 10. júní 2008

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband