Laugardagur, 14. júní 2008
Samfylkingin verður að taka sig á
Samfylkingin hefur frá upphafi lagt höfuðáherslu á að draga úr misskiptingu og ójöfnuði. Samfylkingin hefur sagt,að kvótakerfið eigi stóran þátt í misskiptingunni í þjóðfélaginu. Og Samfylkingin hefur einnig viljað bæta velferðarkerfið og skattamálin til þess að leiðrétta misskiptinguna. Í kosninguum 2003 lagði Samfylkingin höfuðáherslu á breytingar á kvótakerfinu. I síðustu kosningum lagði flokkurinn aðaláherslu á að bæta velferðarkerfið.
Með tilliti til þess sem að framan segir eru það mér mikil vonbrigði,að Samfylkingin skuli ekkert hafa gert í kvótamálinu í þessari ríkisstjórn og enn meiri vonbrigði,að Samfylkingin skuli leggja blessun sína yfir mannréttindabrot kvótakerfisins. Einnig er ég óánægður með það,að ekki skuli gert meira í málefnum aldraðra og öryrkja,sem er aðal velferðarmalið.
Samfylkingin verður að taka sig á.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 14. júní 2008
Sjóminjasafnið: Uppskipun og úskipun í fullum gangi
"Á 1.hæð er bryggjusalur, mjög skemmtilegur en þar er sem uppskipun og útskipun sé í fullum gangi.Gengið er niður á bryggju og maður sér ljóslifandi fyrir sér hafnarverkamenn að vinna við skip.Ég hélt,að stytta af sjómanni á bryggjunni væri lifandi maður,svo vel var hún gerð.Þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík vann ég stundum við uppskipun til þess að fá skotsilfur en faðir minn vann árum saman á Eyrinni, við uppslipun og útskipun einkum hjá Alliance og Kveldúlfi"
Úr frásögn Björgvins Guðmundssnar af heimsókn á Sjóminjasafnið,Víkina
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 14. júní 2008
Verðmæti hlutabréfa hefur lækkað um 1600 milljarða á ári.Skatttekjur minnka
Talið er að að verðmæti hlutabréfa í félögum í úrvalsvísitölu kauphallarinnar hafi lækkað um 1.600 milljarða króna á tæpu ári.
Ragnar byggir skoðun sína annars vegar á því að þegar hlutabréfin verða seld þá verður söluhagnaðurinn þessum mun minni. Þannig að ríkið getur á von á því að tekjur af fjármagnsskatti verði lægri en ella hefði orðið á þessu eða næsta ári, segir Ragnar. Síðan þýðir þessi mikla eignaminnkun að einhverjir verða að draga saman seglin og það þýðir auðvitað minni tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti og slíkum sköttum. Og síðan í framhaldi af því af tekjum þeirra sem hefðu hagnast af þeim viðskiptum sem þá hefðu átt sér stað.
Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir að samkvæmt endurmetinni tekjuspá ríkissjóðs sé ljóst að einhver lækkun verði á tekjum frá því sem gert ráð fyrir í fjárlögum. Við gáfum strax til kynna í janúar að ljóst væri að samsetning teknanna myndi breytast og að við byggjumst við eitthvað meiri tekjum af veltuskatti í ár en minni af fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti lögaðila árið 2008. En við teljum að áhrifin ættu að jafnast mikið út þannig að í heild yrðu tekjurnar áþekkar því sem spáð var í haust, segir hann og bætir við: Ef þetta ástand verður viðvarandi þá hefur það meiri áhrif árið 2009. Hann segir að ný tekjuspá verði kynnt í haust sem byggja mun á nýrri upplýsingum. Þetta er í stöðugu endurmati, vill Þorsteinn þó benda á.
Þessar umræður leiða hugann að því,að því hefur verið fleygt í blöðum,að Baugur kunni af flytja lögheimili sitt til útlanda,þar eð Jón Ásgeir verður að öllum líkindum að víkja úr stjórn félagsins ,ef félagið verður áfram skráð á Íslandi.Við slíkan flutning Baugs mundi Ísland verða af miklum skatttekjum.Vonandi kemur ekki til þess. Við viljum hafa Baug á Íslandi.Félagið hefur verið byggt upp hér. Segja má,að undirstaða þess séu Bönusbúðirnar. Maður getur ekki hugsað þá hugsun til enda hvað yrði ef Bónus hyrfi af markaðnum. Ekkert fyrirtæki hefur lækkað eins mikið vöruverð og Bonus.
Björgvin Guðmunds.
![]() |
Ríkið verður af tugum milljarða vegna lækkunar hlutabréfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 14. júní 2008
Íbúðaverð hækkaði í mai!
Nokkuð kemur á óvart að vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í maí skuli hækka frá fyrra mánuði eftir að hafa lækkað síðustu mánuði. Vísitalan í maí var 348,5 stig og nam hækkunin frá apríl 0,5% Síðastliðna þrjá mánuði lækkaði vísitalan um 1,6%.
Lítil fasteignaviðskipti hafa átt sér stað að undanförnu en samt hækkar vísitalan. Erfitt er að draga ályktanir af þessari stöðu en líklega hefur það sitt að segja að þau fasteignaviðskipti sem þó eiga sér stað eru ekki einkennandi fyrir markaðinn í heild, að mati Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns greiningardeildar Kaupþings.
Þessi hækkun stafar líklega af tvennum orsökum. Annars vegar er mögulegt að þær eignir sem hafa verið seldar á síðustu mánuðum séu fremur smáar eignir í fjölbýli og hafi því tiltölulega hærra fermetraverð en þær stærri, og hins vegar að viðskiptin eigi sér einkum stað með eignir miðsvæðis og síðan tiltölulega góðar eignir, með sérstökum einkennum, útsýni og þess háttar. Þeir sem eru að kaupa þær eignir eru gjarnan fjársterkir kaupendur, segir hann.
Það er hins vegar ljóst að þessi hækkun endurspeglar ekki raunverulegt ástand á markaðnum enda er fasteignaverðsvísitalan ekki gæðaleiðrétt og þegar veltan minnkar jafnmikið og raun ber vitni geta einstakir eignaflokkar og gott markaðshæfi haft of mikil áhrif á vísitöluna.-
Mbl.is
Miðað við álit greiningardeildar Kaupþings má búast við að íbúðaverð lækki strax í júní ,þar eð vísitala íbúðaverðs fyrir mai endurspeglar ekki rsunverulegt ástand á markaðnum. Þarna hafa óeðlilegir hlutir verið að verki.Öll eðlileg rök efnahagsmála í dag benda til lækkunar íbúðaverðs. Það eina sem getur komið í veg fyrir það er að ríkið eða íbúðalánasjóður geri ráðstafanir til þess að halda uppi íbúðaverði.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Fjársterkir menn að kaupa húsnæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)