Íbúðaverð hækkaði í mai!

Nokkuð kemur á óvart að vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í maí skuli hækka frá fyrra mánuði eftir að hafa lækkað síðustu mánuði. Vísitalan í maí var 348,5 stig og nam hækkunin frá apríl 0,5% Síðastliðna þrjá mánuði lækkaði vísitalan um 1,6%.

Lítil fasteignaviðskipti hafa átt sér stað að undanförnu en samt hækkar vísitalan. Erfitt er að draga ályktanir af þessari stöðu en líklega hefur það sitt að segja að þau fasteignaviðskipti sem þó eiga sér stað eru ekki einkennandi fyrir markaðinn í heild, að mati Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns greiningardeildar Kaupþings.

„Þessi hækkun stafar líklega af tvennum orsökum. Annars vegar er mögulegt að þær eignir sem hafa verið seldar á síðustu mánuðum séu fremur smáar eignir í fjölbýli og hafi því tiltölulega hærra fermetraverð en þær stærri, og hins vegar að viðskiptin eigi sér einkum stað með eignir miðsvæðis og síðan tiltölulega góðar eignir, með sérstökum einkennum, útsýni og þess háttar. Þeir sem eru að kaupa þær eignir eru gjarnan fjársterkir kaupendur,“ segir hann.

„Það er hins vegar ljóst að þessi hækkun endurspeglar ekki raunverulegt ástand á markaðnum enda er fasteignaverðsvísitalan ekki gæðaleiðrétt og þegar veltan minnkar jafnmikið og raun ber vitni geta einstakir eignaflokkar og gott markaðshæfi haft of mikil áhrif á vísitöluna.“-
Mbl.is

Miðað við álit  greiningardeildar Kaupþings má búast við að íbúðaverð lækki strax í júní ,þar eð vísitala   íbúðaverðs fyrir mai endurspeglar ekki rsunverulegt ástand á markaðnum. Þarna hafa óeðlilegir hlutir verið að verki.Öll eðlileg rök efnahagsmála í dag benda til lækkunar íbúðaverðs. Það eina sem getur komið í veg fyrir það er að ríkið eða  íbúðalánasjóður geri ráðstafanir til þess að halda uppi íbúðaverði.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Fjársterkir menn að kaupa húsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú lest alltof mikið í það sem Ásgeir segir. Hann talar aldrei um að fasteignaverðsvísitalan hefði átt að lækka heldur bendir á að þau viðskipti sem liggja að baki útreikningnum eru of fá til að vera marktæk.

Blahh (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 16:46

2 Smámynd: Landfari

Fyrigefðu að ég spyr, en skrifaðir þú fréttina í mbl.is sem þú afritar hér án þess að geta heimilda? Til hvers?

Ef sami kaupendahópur verður á ferðinni í júlí er ekkert sem segir að húsnæðisvísitalan lækki. Það hefur verið galli á vísitölunni hvað hún er einföld þó einfaldleikinn sé líka kostur.  Ég var að reyna a halda því fram í fyrra að það væri ekki að marka þessa vísitölu því ég vildi meina að meira væri selt af nýju húsnæði an áður sem er dýrara. Auk þess var kominn ný stétt manna svokallaðir fasteignaheildsalar  sem keyptu heilu blokkirnar af byggingaverkökum  og seldu þær síðan aftur til einstaklinga. Það jók enn á hlutfall nýrra ( dýrari) íbúða og skekkti vísitöluna því stór hluti nýrra íbúða var tvíseldur.

Það má alveg reikna með að það verði áfram í þessum mánuði hlutfallslega meira selt af dýrari íbúðum en áður og eins af litlum því nú fara að koma fram áhrifin af niðurfellingu stimpilsgjaldsins sem ýtir undir þá sem kaupa í fyrsta sinn. Þeir kaupa einmitt helst litlu íbúðirnar þar sem fermeterinn er hlutfallslega dýrari en í stærri.

En vonandi heldur íbúðaverð áfram að lækka þar til það fer að nálgast raunkostnað. Það voru engar forsendur fyrir þessu geysi háa verði sem var komið á húsnæði hér, nema þörf bankanna til að koma aurunum sem þá voru í boði í góða "vinnu".

Það verður að segjast að þeir voru duglegir að ýta að fólki sem gat skaffað veð, lánum sem jafnvel var óraunhæft að þau gætu borgað. Veit um par (barnlaust) sem var eindregið hvatt til að kaupa þriggja herbergja íbúð því allir voru að gera það. Áttu svo bara að fá uppáskrifað hjá pabba og mömmu til að bankinn væri með sitt á þuru.

Landfari, 14.6.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband