Erfitt að standa við fyrirhugaðar framkvæmdr

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, óttast að mörg sveitarfélög geti ekki ráðist í fyrirhugaðar bygginga- og malbikunarframkvæmdir vegna efnahagssamdráttar og skorts á lánsfé. Hann segir að það sé því erfitt fyrir þau að verða við áskorun um að ráðast í fleiri mannaflsfrekar framkvæmdir til bjargar efnahagi þjóðarinnar.

Kallað hefur verið eftir því,að ráðist yrði í fleiri mannaflsfrekar framkvæmdir,sbr. ályktun ÁSÍ þar um til þess að sporna gegn atvinnuleysi. En nú segir formaður Sambands sveitarfélaga að erfitt verði að standa við  þær framkvæmdir sem áður hafði verið ákveðið að ráðast í.Ástæðan er skortur á lánsfé og almennur samdráttur.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Tekst Hönnu Birnu ætlunarverkið?

Hanna Birna nýr leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavík sagði í Valhöll í gær,að hún ætlaði að snúa vörn í sókn.En tekst henni það? Það var búið að reka svo mikinn áróður gegn Villa,búið að úthrópa hann sem bölvald,sem bæri ábyrgð  á öllum óförum íhaldsins í Rvk.,að það er sama hver hefði verið valinn eftirmaður hans. Sá nýi hefði alltaf fengið eitthvað meira fylgi.Hanna Birna er frek og fylgin sér en hefur lítinn kjörþokka.Auk þess veit ég   ekki hvort hún er eins lipur í samningum og Villi. Hún verður áreiðanlega frekari við Ólaf F. En sjáum hvað setur. Kannski nær hún einhverjum árangri. Forusta Sjálfstæðisflokksins hefur sett all á spil,ítt Villa út og komið Hönnu Birnu að.Ekki var annað að heyra á henni í Valhöll í gær.

 

Björgvin Guðmundsson


Þeim,sem greitt hafa í lífeyrissjóð,er refsað!

Þegar verkalýðshreyfingin  knúði fram stofnun lífeyrissjóðanna voru þeir hugsaðir sem viðbót við  almannatryggingarnar.Launþegar samþykktu að leggja ákveðinn hundraðshluta launa sinna í lífeyrissjóð gegn ákveðnu mótframlagi atvinnurekandans.Svo mikla áherslu lagði verkalýðshreyfingin á þetta mikilvæga mál,að launþegar gáfu eftir ákveðna kauphækkun á móti.Það var aldrei um það rætt og aldrei inni í myndinni,að greiðslur frá almannatryggingum yrðu skertar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóðirnir áttu að vera hrein viðbót við lífeyri almannatrygginga,enda  lífeyrissjóðirnir eign sjóðfélaga. En misvitrir stjórnmálamenn hugsuðu á öðrum nótum.Þeir vildu seilast í þessa sjóði.Og þeir gerðu það með því að fara bakdyramegin í þá. Í staðinn fyrir að ríkið tæki hluta af lífeyrissjóðnum tekur það hluta af greiðslum  frá almannatryggingum,ef viðkomandi er í lífeyrissjóði.Útkoman er nákvæmlega sú sama.Það er eins og ríkið sé að taka hluta af lífeyrissjóðnum. Það er of sterkt til orða tekið að segja,að þetta sé stuldur. En það er verið að taka af lífeyrisþegum hluta af því sem, þeir eiga.Það er algert ranglæti,að sá sem hefur greitt í lífeyrissjóð alla æfi skuli sæta skerðingu á bótum frá almannatryggingum en hinn sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð fær enga skerðingu. Þetta er brot á því óskrifaða samkomulagi sem gert var þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir.

Samfylkingin hét því fyrir síðustu kosningar,að setja frítekjumark að fjárhæð 100 þús. kr.  á

mánuði vegna tekna úr lífeyrissjóði og vegna atvinnutekna.Það hefur verið ákveðið að setja fritekjumark vegna atvinnutekna en það virðist hafa gleymst að setja fritekjumark vegna lífeyrissjöðstekna.Þó er það mikilvægara,þar eð mikið fleiri ellilifeyrisþegar eru  í lífeyrissjóði en á vinnumarkaði.Það verður að efna þetta kosningaloforð Samfylkingarinnar og lækka skatt af ´tekjum úr lífeyrissjóði.

Björgvin Guðmundson


Lífeyrissjóðir lána meira en áður til íbúðakaupa

Eftirspurn eftir lánum til húsnæðiskaupa frá lífeyrissjóðum hefur haldist stöðug síðustu mánuði. „Hún hefur ekki minnkað í takt við samdrátt á fasteignamörkuðum, sem bendir til þess að hlutdeild lífeyrissjóða í heildarfasteignaútlánum landsmanna sé eitthvað að aukast,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR.

Lánin eru til allt að fjörutíu ára og lánakjör að mörgu leyti áþekk því sem Íbúðalánasjóður býður. „Við lítum svo á að lánveitingar til sjóðfélaga séu góð ávöxtun fyrir Lífeyrissjóðina og góð þjónusta við okkar sjóðfélaga. Lánakjörin hafa yfirleitt verið góð miðað við aðra kosti og eru í dag talsvert hagstæðari en lán bankanna,“ segir Haukur.( Mbl. is)

Það er góður kostur fyrir kaupendur íbúða að taka lán hjá  lífeyrissjóði.Vextir eru svipaðir og hjá Íbúalánasjóði.Skilyrði eru ekki eins ströng og hjá Ibúðalanasjóði Þannig getur sjóðfélagi,sem hefur fullnægjandi veð fengið lífeyrissjóðslán  þó hann sé ekki að kaupa íbúð.Fram kemur,að lánveitingar til fasteinakaups séu að aukast. Það er gott..

 

Björgvin  Guðmundsson


mbl.is Lífeyrissjóðir lána áfram til íbúðakaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegt að Íslendingar selji eignir erlendis

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum Útvarpsins, að fyrirtæki verði að leggja sitt að mörkum til að bregðast við samdrætti í hagkerfinu og útrásarfyrirtæki ættu að selja hluta af fjárfestingum sínum í útlöndum til að styrkja efnahagslífið.

Ágúst Ólafur sagði, að íslensk fyrirtæki ættu gríðarlegar eignir í útlöndum og velta sumra væri margföld á við íslenska ríkið. Það væri á ábyrgð þessara fyrirtækja að taka til í sínum ranni til að stuðla að betra umhverfi fyrir alla Íslendinga til lengri tíma. Íslensk stjórnvöld nái ekki markmiðum um jafnvægi nema fyrirtækin séu með.

Ágúst Ólafur sagði einnig fyllilega koma til greina að hækka veðhlutfall fasteignalána hjá Íbúðalánasjóði til að blása lífi í fasteignamarkað. (Mbl.is)

Ég tek undir með Ágúst Ólafi. Íslenskir bankar hafa fjármagnað  útrás íslenskra fyrirtækja að stórum hluta og hafa tekið gígurlega mikil erlend lán í því skyni. Þessar miklu erlendu lántökur  hafa veikt stöðu bankanna og ríkisins einnig. Það er því eðlileg krafa að útrásarfyrirtækin selji eitthvað af eignum sínum erlendis í dag til þess að bæta stöðuna.

 

Björgvin GuðmundssonEðli


mbl.is Fyrirtæki selji eignir í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrisþegar þurfa meira í launaumslagið

Ágúst Ólafur Ágústsson sagði í vikulokin ,að búið væri  að hækka greiðslur til  lífeyrisþega um 9 milljarða af núverandi ríkisstjórn. Þetta er sama talan og Jóhanna Sigurðardóttir hefur nefnt.En staðreyndin er sú,að það sem gert hefur verið á þessu ári kostar ríkið   í ár 1,7 milljarða   en 2,7 milljarða  þegar það  er komið til framkvæmda sem á að gerast 1.júlí og 1.ágúst.Á heilu ári verða þessar tölur hærri.

En hvaða þýðingu hefur það fyrir lífeyrisþega að heyra hvað  einhverjar ráðstafanir kosta ríkissjóð. Það hefur enga þýðingu.Það eina sem hefur þýðingu er hvað lífeyrisþeginn fær í launaumslagið. Hann  fær í dag 121 þús. kr. eftir skatta ( 136 fyrir skatta).Einhleypur ellilífeyrisþegi.Þessi lífeyrisþegi er ekkert betur setur þó sá sem er úti að vinna fái ekki lengur skerðingu tryggingabóta. Á sl. ári námu lífeyrisgreiðslur ca. 100% af lágmarkslaunum ( samkvæmt staðtölum TR) En í ár nema lífeyrisgreiðslurnar aðeins 93,74% af lágmarkslaunum. Þær hafa  lækkað vegna þess að lífeyrisþegar fengu ekki sömu hækkun á lífeyri eins og launþegar fengu á launum sínum í feb. sl. Þetta þarf að leiðrétta og meira til. Lífeyrisþegar þurfa  meira í launaumslagið .Það er það eina sem skiptir þá máli.

Björgvin Guðmundson


Bloggfærslur 15. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband