Eðlilegt að Íslendingar selji eignir erlendis

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum Útvarpsins, að fyrirtæki verði að leggja sitt að mörkum til að bregðast við samdrætti í hagkerfinu og útrásarfyrirtæki ættu að selja hluta af fjárfestingum sínum í útlöndum til að styrkja efnahagslífið.

Ágúst Ólafur sagði, að íslensk fyrirtæki ættu gríðarlegar eignir í útlöndum og velta sumra væri margföld á við íslenska ríkið. Það væri á ábyrgð þessara fyrirtækja að taka til í sínum ranni til að stuðla að betra umhverfi fyrir alla Íslendinga til lengri tíma. Íslensk stjórnvöld nái ekki markmiðum um jafnvægi nema fyrirtækin séu með.

Ágúst Ólafur sagði einnig fyllilega koma til greina að hækka veðhlutfall fasteignalána hjá Íbúðalánasjóði til að blása lífi í fasteignamarkað. (Mbl.is)

Ég tek undir með Ágúst Ólafi. Íslenskir bankar hafa fjármagnað  útrás íslenskra fyrirtækja að stórum hluta og hafa tekið gígurlega mikil erlend lán í því skyni. Þessar miklu erlendu lántökur  hafa veikt stöðu bankanna og ríkisins einnig. Það er því eðlileg krafa að útrásarfyrirtækin selji eitthvað af eignum sínum erlendis í dag til þess að bæta stöðuna.

 

Björgvin GuðmundssonEðli


mbl.is Fyrirtæki selji eignir í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ágúst Ólafur er maður sem á eftir að verða mikilmenni í Íslenskum stjórnmálum ef hann mun geta staðið af sér stormana sem fylgja  öllum þingmönnum sem voga sér að segja eitthvað í ætt við heilbrigða skynsemi.

Það eru greinilega til þingmenn sem eru ábyrgir í hugsun. Ég hélt í alvöru að þeir væru ekki til lengur. Ágúst Ólafur á alla mína aðdáun á að vera kjarkaður að koma með þessa tillögu opinberlega.

Ég er bara hræddur um að sömu fyrirtæki sem fengu fyrirgreiðslu, muni svíkja þjóðina. Er þar innræti eigenda sem hefur mest að segja hvaða ákvörðun þeir muni taka.

Óskar Arnórsson, 17.6.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband